Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 21:00 Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri hjá Icelandair. Vísir Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. Vélarnar hafa verið kyrrsettar í hálft ár eftir að tvær MAX-vélar fórust í Eþíópíu og Indónesíu. Fjórir flugstjórar Icelandair búa sig undir að flytja Boeing 737 MAX-8 vélar til Frakklands í næstu viku og er að mörgu að hyggja. Hafa þeir verið við þjálfun í flughermi í Hafnarfirði undanfarið til að undirbúa ferðina en vélarnar verða geymdar í borginni Toulouse til að forða þeim frá sliti sem getur orðið í slagviðri á Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert að óttast,“ segir Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri hjá Icelandair. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá að fljúga MAX-vélunum yfir Evrópu.Úr MAX-flugherminum í Hafnarfirði.„Við þurfum að fljúga með vængbörðin úti, eins lítil og hægt er, við þurfum að fara á minni hraða og við þurfum að vera í minni hæð heldur en gengur og gerist,“ segir Þórarinn. Með vængbörðin úti og vélina á sjálfstýringu er komið í veg fyrir að MCAS-hugbúnaðurinn, sem átti að koma í veg fyrir að MAX-vélarnar ofrísi, taki yfir. „Við eigum ekki að geta fengið þetta inn í þessu flugi, það er bara ekki hægt,“ segir Þórarinn.Ferðin tveimur tímum lengri Mun ferðin til Frakklands því taka tveimur tímum lengur en venjan er. Fljúga þarf undir 20 þúsund fetum og verður því ekki hægt að fara yfir veðrið. Þá hafa lönd sett sig á móti því að vélarnar fari þar yfir. „Í upphafi voru Írar og Bretar ekki hrifnir af því að fá okkur inn í þeirra lofthelgi en mér skilst að það sé eitthvað að liðkast til með það,“ segir Þórarinn.Regluverkið strangara í Evrópu Bendir Þórarinn á að regluverkið sé mun strangara í Evrópu en í Ameríku þar sem farið hefur verið með Max-vélar á milli í geymslu. „Ég veit að Kanadamenn og Ameríkanar eru að gera þetta öðruvísi, þeir eru með minni takmarkanir en við þurfum að lifa við." Þórarinn vonast til að vélarnar komist í gagnið á nýju ári og hefur fulla trú á þeim. „Ég myndi taka alla fjölskyldu mína með í svona flug,“ segir Þórarinn. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. Vélarnar hafa verið kyrrsettar í hálft ár eftir að tvær MAX-vélar fórust í Eþíópíu og Indónesíu. Fjórir flugstjórar Icelandair búa sig undir að flytja Boeing 737 MAX-8 vélar til Frakklands í næstu viku og er að mörgu að hyggja. Hafa þeir verið við þjálfun í flughermi í Hafnarfirði undanfarið til að undirbúa ferðina en vélarnar verða geymdar í borginni Toulouse til að forða þeim frá sliti sem getur orðið í slagviðri á Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert að óttast,“ segir Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri hjá Icelandair. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá að fljúga MAX-vélunum yfir Evrópu.Úr MAX-flugherminum í Hafnarfirði.„Við þurfum að fljúga með vængbörðin úti, eins lítil og hægt er, við þurfum að fara á minni hraða og við þurfum að vera í minni hæð heldur en gengur og gerist,“ segir Þórarinn. Með vængbörðin úti og vélina á sjálfstýringu er komið í veg fyrir að MCAS-hugbúnaðurinn, sem átti að koma í veg fyrir að MAX-vélarnar ofrísi, taki yfir. „Við eigum ekki að geta fengið þetta inn í þessu flugi, það er bara ekki hægt,“ segir Þórarinn.Ferðin tveimur tímum lengri Mun ferðin til Frakklands því taka tveimur tímum lengur en venjan er. Fljúga þarf undir 20 þúsund fetum og verður því ekki hægt að fara yfir veðrið. Þá hafa lönd sett sig á móti því að vélarnar fari þar yfir. „Í upphafi voru Írar og Bretar ekki hrifnir af því að fá okkur inn í þeirra lofthelgi en mér skilst að það sé eitthvað að liðkast til með það,“ segir Þórarinn.Regluverkið strangara í Evrópu Bendir Þórarinn á að regluverkið sé mun strangara í Evrópu en í Ameríku þar sem farið hefur verið með Max-vélar á milli í geymslu. „Ég veit að Kanadamenn og Ameríkanar eru að gera þetta öðruvísi, þeir eru með minni takmarkanir en við þurfum að lifa við." Þórarinn vonast til að vélarnar komist í gagnið á nýju ári og hefur fulla trú á þeim. „Ég myndi taka alla fjölskyldu mína með í svona flug,“ segir Þórarinn.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00