Ég var afar ópraktískur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. september 2019 10:00 Ég get ekki sagt að ég sé mjög stoltur af neinu, segir myndlistarmaðurinn og kennarinn Magnús Pálsson hógvær. Fréttablaðið/Anton Brink Þótt sýningin sem opnuð er í dag í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, nefnist EITTHVAÐ úr ENGU: Myndheimur Magnúsar Pálssonar fer því fjarri að hún sé úr engu því margt ber þar fyrir augu. Yfirlitssýning með verkum Magnúsar Pálssonar myndlistarmanns verður opnuð klukkan 16 í dag í Hafnarhúsi af Hjálmari Sveinssyni borgarfulltrúa. Verkin eru í öllum sýningarsölum safnsins, teygja sig inn á ganga og út undir bert loft. Magnús verður níræður á jólunum og á langan og fjölþættan feril í myndlistinni, hann hefur gert höggmyndir, grafík, bókverk, teikningar, gjörninga, hljóðverk og vídeó. Meðal verka á sýningunni eru Í minningu Njálsbrennu, Sekúndurnar þar til Sikorskyþyrlan snertir og Gengið á vatni. Magnús er staddur í Hafnarhúsinu og tyllir sér niður í kaffispjall, ásamt Tuma syni sínum og Sigurði Trausta Traustasyni, sem er sýningarstjóri ásamt Markúsi Þór Andréssyni. Fyrsta spurning sem Magnús fær er: Ertu enn að? „Nei, ég er að reyna að halda mig frá öllu brasi, held það sé komið nóg,“ svarar hann en Tumi grípur boltann. „Þetta ertu nú búinn að segja í tuttugu ár, svo hefur alltaf komið meira!“ Magnús rekur upphaf listiðju sinnar til leikhússins. „Ég byrjaði í leikmyndahönnun. Fór að læra hana í Birmingham í Englandi í ársbyrjun 1949. Var þá búinn að vera þátttakandi í Herranótt í Menntaskólanum tvö ár í röð og þannig smitast ég af þessari bakteríu.“ Tumi bætir við að faðir hans hafi verið fyrstur Íslendinga til að fara í það fag sérstaklega. Þar sem Þjóðleikhúsið var að verða tilbúið á þessum tíma giska ég á að hann hafi séð fyrir sér atvinnu þar. Magnús dregur það í efa. „Mér fannst þetta bara skemmtilegt. Ég var afar ópraktískur.“ „Já, hefur það verið þannig semsagt?“ segir Tumi sposkur. Sigurður tekur fram að leikhúskaflanum verði gerð skil í sýningunni með búningahönnun, leikmyndum, teikningum og ýmsu efni.Sýningarstjórarnir Markús Þór og Sigurður Trausti við vel skreyttan vegg.„En ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum með leikhús, held ég. Fannst ég ekki fá fyllilega það sem ég var að leita að, hélt ég fyndi það frekar í hreinni myndlist og dembdi mér í hana. Á 6. áratugnum fór ég til Vínar og var þar við akademíu í einn vetur,“ upplýsir Magnús. Hverju skyldi hann svo vera stoltastur af á sínum ferli? „Þetta er erfið spurning. Sko, ég get ekki sagt að ég sé mjög stoltur af neinu.“ Sigurður kveðst hafa unnið með mörgum ungum listamönnum að uppsetningu sýningarinnar og þeim þætti merkilegt hvað Magnús væri jafnvígur á alla miðla og hversu víða hann væri búinn að koma við. „Þeir eru kannski aðallega að fókusera á einn þátt myndlistar en Magnús verður meistari í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Snýr sér að Magnúsi – „Ef ég má aðeins hæla þér.“ „Það er óþarfi, montið er nóg samt,“ segir listamaðurinn með glettni í auga. Inntur eftir áhrifavöldum svarar hann: „Ég veit það ekki. Það eru einhverjir sem kunna að spá í það – hverju maður stelur!“ Sigurður bendir á að Magnús hafi sjálfur verið mikill áhrifavaldur, ekki aðeins gegnum eigin verk heldur líka kennslu, því henni hafi hann sinnt um áratuga skeið í Myndlista-og handíðaskólanum. Auk þess hafi hann komið að stofnun listahópsins Grímunnar og Nýlistasafnsins. „Já og náttúrlega stofnun nýlistadeildar í Myndlista- og handíðaskólanum,“ bætir Kári við. Magnús gengst við því. „Ég bjó hana til og Hildur Hákonardóttir, þá var hún nýorðin skólastjóri.“ Sigurður segir ekki hafa verið einfalt verkefni að velja úr verkum Magnúsar á sýninguna, enda hafi hann verið starfandi myndlistarmaður hátt í sjö áratugi. „Við ákváðum að fókusera á efnislegu verkin því fyrir nokkrum árum var sýning með gjörningum Magnúsar. Auk þess varðveitir Listasafn Reykjavíkur skjalasafn hans sem geymir merkar heimildir um ferilinn. Það var mikil skemmtun að grúska í því.“ Sýningin skiptist eftir tímabilum og miðlum að sögn Sigurðar. „Í A-salnum eru verk frá síðustu 30 árum og á efri hæðinni eldri verk sem skiptast í bókverk og gifsverk. Svo teygir sýningin sig inn á alla ganga og öll skot og meira að segja upp á þak. Verkið Óður til bílsins verður niðri í fjölnotasalnum, fyrstu þrjár vikurnar, þar eru tveir stórir bílar og nokkur hundruð litlir bílar.“ Hvað segir Hjálmar Sveinsson um það, á hann ekki að opna sýninguna? spyr ég og Tumi svarar: „Jú, Hjálmar þekkir nú verkin hans pabba.“ Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þótt sýningin sem opnuð er í dag í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, nefnist EITTHVAÐ úr ENGU: Myndheimur Magnúsar Pálssonar fer því fjarri að hún sé úr engu því margt ber þar fyrir augu. Yfirlitssýning með verkum Magnúsar Pálssonar myndlistarmanns verður opnuð klukkan 16 í dag í Hafnarhúsi af Hjálmari Sveinssyni borgarfulltrúa. Verkin eru í öllum sýningarsölum safnsins, teygja sig inn á ganga og út undir bert loft. Magnús verður níræður á jólunum og á langan og fjölþættan feril í myndlistinni, hann hefur gert höggmyndir, grafík, bókverk, teikningar, gjörninga, hljóðverk og vídeó. Meðal verka á sýningunni eru Í minningu Njálsbrennu, Sekúndurnar þar til Sikorskyþyrlan snertir og Gengið á vatni. Magnús er staddur í Hafnarhúsinu og tyllir sér niður í kaffispjall, ásamt Tuma syni sínum og Sigurði Trausta Traustasyni, sem er sýningarstjóri ásamt Markúsi Þór Andréssyni. Fyrsta spurning sem Magnús fær er: Ertu enn að? „Nei, ég er að reyna að halda mig frá öllu brasi, held það sé komið nóg,“ svarar hann en Tumi grípur boltann. „Þetta ertu nú búinn að segja í tuttugu ár, svo hefur alltaf komið meira!“ Magnús rekur upphaf listiðju sinnar til leikhússins. „Ég byrjaði í leikmyndahönnun. Fór að læra hana í Birmingham í Englandi í ársbyrjun 1949. Var þá búinn að vera þátttakandi í Herranótt í Menntaskólanum tvö ár í röð og þannig smitast ég af þessari bakteríu.“ Tumi bætir við að faðir hans hafi verið fyrstur Íslendinga til að fara í það fag sérstaklega. Þar sem Þjóðleikhúsið var að verða tilbúið á þessum tíma giska ég á að hann hafi séð fyrir sér atvinnu þar. Magnús dregur það í efa. „Mér fannst þetta bara skemmtilegt. Ég var afar ópraktískur.“ „Já, hefur það verið þannig semsagt?“ segir Tumi sposkur. Sigurður tekur fram að leikhúskaflanum verði gerð skil í sýningunni með búningahönnun, leikmyndum, teikningum og ýmsu efni.Sýningarstjórarnir Markús Þór og Sigurður Trausti við vel skreyttan vegg.„En ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum með leikhús, held ég. Fannst ég ekki fá fyllilega það sem ég var að leita að, hélt ég fyndi það frekar í hreinni myndlist og dembdi mér í hana. Á 6. áratugnum fór ég til Vínar og var þar við akademíu í einn vetur,“ upplýsir Magnús. Hverju skyldi hann svo vera stoltastur af á sínum ferli? „Þetta er erfið spurning. Sko, ég get ekki sagt að ég sé mjög stoltur af neinu.“ Sigurður kveðst hafa unnið með mörgum ungum listamönnum að uppsetningu sýningarinnar og þeim þætti merkilegt hvað Magnús væri jafnvígur á alla miðla og hversu víða hann væri búinn að koma við. „Þeir eru kannski aðallega að fókusera á einn þátt myndlistar en Magnús verður meistari í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Snýr sér að Magnúsi – „Ef ég má aðeins hæla þér.“ „Það er óþarfi, montið er nóg samt,“ segir listamaðurinn með glettni í auga. Inntur eftir áhrifavöldum svarar hann: „Ég veit það ekki. Það eru einhverjir sem kunna að spá í það – hverju maður stelur!“ Sigurður bendir á að Magnús hafi sjálfur verið mikill áhrifavaldur, ekki aðeins gegnum eigin verk heldur líka kennslu, því henni hafi hann sinnt um áratuga skeið í Myndlista-og handíðaskólanum. Auk þess hafi hann komið að stofnun listahópsins Grímunnar og Nýlistasafnsins. „Já og náttúrlega stofnun nýlistadeildar í Myndlista- og handíðaskólanum,“ bætir Kári við. Magnús gengst við því. „Ég bjó hana til og Hildur Hákonardóttir, þá var hún nýorðin skólastjóri.“ Sigurður segir ekki hafa verið einfalt verkefni að velja úr verkum Magnúsar á sýninguna, enda hafi hann verið starfandi myndlistarmaður hátt í sjö áratugi. „Við ákváðum að fókusera á efnislegu verkin því fyrir nokkrum árum var sýning með gjörningum Magnúsar. Auk þess varðveitir Listasafn Reykjavíkur skjalasafn hans sem geymir merkar heimildir um ferilinn. Það var mikil skemmtun að grúska í því.“ Sýningin skiptist eftir tímabilum og miðlum að sögn Sigurðar. „Í A-salnum eru verk frá síðustu 30 árum og á efri hæðinni eldri verk sem skiptast í bókverk og gifsverk. Svo teygir sýningin sig inn á alla ganga og öll skot og meira að segja upp á þak. Verkið Óður til bílsins verður niðri í fjölnotasalnum, fyrstu þrjár vikurnar, þar eru tveir stórir bílar og nokkur hundruð litlir bílar.“ Hvað segir Hjálmar Sveinsson um það, á hann ekki að opna sýninguna? spyr ég og Tumi svarar: „Jú, Hjálmar þekkir nú verkin hans pabba.“
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira