Bíó og sjónvarp

Ný stikla úr dýrustu og lengstu mynd Martin Scorsese

Stefán Árni Pálsson skrifar
Styttist í The Irishman úr smiðju  Martin Scorsese.
Styttist í The Irishman úr smiðju Martin Scorsese.
Nýjustu myndar bandaríska leikstjórans Martin Scorsese, The Irishman, er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún skartar engum smávegis leikurum í aðalhlutverkum, þeim Al Pacino, Robert De Niro, Joe Pesci og Harvey Keitel.

Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í New York 27. september næstkomandi en fer í almennar sýningar í kvikmyndahúsum 1. nóvember. Er myndin framleidd af streymisveitunni Netflix en hún fer í sýningar þar 27. nóvember.

The Irishman er byggð á bókinni I Heard You Paint Houses eftir Charles Brandt en hún segir sögu skipulagðrar glæpastarfsemi í Bandaríkjunum. Aðal „söguhetja“ myndarinnar er fyrrverandi hermaðurinn Frank „The Irishman“ Sheeran. Hann starfaði lengi sem leigumorðingi og starfaði með nokkrum af alræmdustu persónum tuttugustu aldarinnar.

Glæný stiklu úr kvikmyndinni var frumsýnd í spjallþætti Jimmy Fallon í gær og er greinilega um magnaða mynd að ræða.

The Irishman er sögð hjartans mál fyrir Martin Scorsese sem hefur unnið að henni í rúman áratug. Þetta verður dýrasta mynd Scorsese og einnig sú lengsta, þrír og hálfur klukkutími.

Hér að neðan má sjá stikluna nýju.


Tengdar fréttir

De Niro leikur rað­morðingja í nýrri mynd Scor­sese

Leikarinn Robert De Niro og leikstjórinn Martin Scorsese hafa þegar hafið undirbúning saman á nýrri kvikmynd en myndin þeirra, The Irishman, mun verða frumsýnd á New York Film Festival kvikmyndahátíðinni þann 27. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×