Fleiri nemar flytji inn í íbúðir fyrir aldraða Björn Þorfinnsson skrifar 26. september 2019 06:00 Andrea Ósk var ánægð með þátttöku sína í verkefninu. Fréttablaðið/Valli Reykjavíkurborg ráðgerir að halda áfram með tilraunaverkefni sem snerist um búsetu háskólanema í þjónustuíbúðum aldraðra. Tveir nemar fengu slíkar íbúðir úthlutaðar á síðasta ári og í nýrri skýrslu um verkefnið kemur fram að reynslan af verkefninu hafi verið góð. Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborg í ágústlok var samþykkt tillaga um að háskólanemar myndu leigja þjónustuíbúð í fimm þjónustukjörnum fyrir aldraða og starfa við félagslega umönnun og virkni á staðnum. Frá og með haustinu 2019 muni einn nemi dvelja á hverjum stað en síðan verði bætt við tveimur á ári næstu tvö ár. Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, nemi í tómstundafræði, var annar þeirra nemenda sem tóku þátt í verkefninu. Hún segir að upplifun hennar af því hafi verið jákvæð þó að vissulega hafi áskoranirnar verið margar. „Þetta var mjög skemmtileg reynsla. Verkefnið reyndi stundum á en er þó eitthvað sem ég sé alls ekki eftir að hafa prófað,“ segir Andrea. Verkefni Andreu var að skipuleggja margs konar viðburði á þjónustuheimilinu og veita íbúum félagslegan stuðning. „Ég fór í göngutúra með sumum íbúum en spjallaði síðan við aðra um daginn og veginn. Þá reyndi ég að örva félagslífið á staðnum með því að skipuleggja meðal annars bingó, ljóðakvöld og bjórsmökkun. Það skapaðist mikil stemning þar,“ segir Andrea kímin. Að hennar mati hafi verkefnið sannarlega brúað bil milli kynslóða. Augu hennar hafi opnast fyrir alls konar áskorunum eldri borgara og að sama skapi hafi hún eflaust opnað einhver augu og aukið víðsýni íbúa. „Ég eignaðist kærustu á þessu tímabili og hún gisti stundum hjá mér og öfugt. Það héldu margir íbúar að þetta væri systir mín og heyrði maður stundum að það væri pískrað á göngunum. En ég var bara opin með þetta og þá var þetta ekkert mál,“ segir Andrea. Eins og í öllum nýsköpunarverkefnum hafi þó ýmislegt mátt bæta og það verði eflaust gert í næstu skrefum. „Það reyndi á að vera bara ein að reyna að fá hugmyndir að viðburðum og skipuleggja þá. Það hefði verið gott að hafa félagsskap og stuðning annars nema. Þá var ég ekki í neinu sambandi við hinn þátttakandann en það hefði eflaust hjálpað okkur báðum,“ segir Andrea. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Reykjavíkurborg ráðgerir að halda áfram með tilraunaverkefni sem snerist um búsetu háskólanema í þjónustuíbúðum aldraðra. Tveir nemar fengu slíkar íbúðir úthlutaðar á síðasta ári og í nýrri skýrslu um verkefnið kemur fram að reynslan af verkefninu hafi verið góð. Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborg í ágústlok var samþykkt tillaga um að háskólanemar myndu leigja þjónustuíbúð í fimm þjónustukjörnum fyrir aldraða og starfa við félagslega umönnun og virkni á staðnum. Frá og með haustinu 2019 muni einn nemi dvelja á hverjum stað en síðan verði bætt við tveimur á ári næstu tvö ár. Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, nemi í tómstundafræði, var annar þeirra nemenda sem tóku þátt í verkefninu. Hún segir að upplifun hennar af því hafi verið jákvæð þó að vissulega hafi áskoranirnar verið margar. „Þetta var mjög skemmtileg reynsla. Verkefnið reyndi stundum á en er þó eitthvað sem ég sé alls ekki eftir að hafa prófað,“ segir Andrea. Verkefni Andreu var að skipuleggja margs konar viðburði á þjónustuheimilinu og veita íbúum félagslegan stuðning. „Ég fór í göngutúra með sumum íbúum en spjallaði síðan við aðra um daginn og veginn. Þá reyndi ég að örva félagslífið á staðnum með því að skipuleggja meðal annars bingó, ljóðakvöld og bjórsmökkun. Það skapaðist mikil stemning þar,“ segir Andrea kímin. Að hennar mati hafi verkefnið sannarlega brúað bil milli kynslóða. Augu hennar hafi opnast fyrir alls konar áskorunum eldri borgara og að sama skapi hafi hún eflaust opnað einhver augu og aukið víðsýni íbúa. „Ég eignaðist kærustu á þessu tímabili og hún gisti stundum hjá mér og öfugt. Það héldu margir íbúar að þetta væri systir mín og heyrði maður stundum að það væri pískrað á göngunum. En ég var bara opin með þetta og þá var þetta ekkert mál,“ segir Andrea. Eins og í öllum nýsköpunarverkefnum hafi þó ýmislegt mátt bæta og það verði eflaust gert í næstu skrefum. „Það reyndi á að vera bara ein að reyna að fá hugmyndir að viðburðum og skipuleggja þá. Það hefði verið gott að hafa félagsskap og stuðning annars nema. Þá var ég ekki í neinu sambandi við hinn þátttakandann en það hefði eflaust hjálpað okkur báðum,“ segir Andrea.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30