Verja 250 milljónum í að vakta jökla og súrnun sjávar Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2019 14:45 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, (f.m.), Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, (t.v.) og Sigurður Guðjónson, forstjóri Hafró, (t.h.) skrifuðu undir samkomulagið. Vísir/Birgir Umhverfisráðherra skrifaði undir samkomulag við Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu Íslands í dag sem færir stofnununum rúmar 250 milljónir króna til að efla vöktun á hopandi jöklum og súrnun sjávar næstu fimm árin. Tilkynnt var um framlagið í tilefni af nýrri vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf og freðhvolf jarðar í dag. Lýst er hvernig allir jöklar heims rýrna og yfirborð sjávar hækkar meira en áður var gert ráð fyrir í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem var kynnt í dag. Þar er gert ráð fyrir að áfram herði á rýrnun jökla, sérstaklega á norðlægum slóðum. Varað er við því að hlýnun og súrnun sjávar skapi álag á vistkefi hafsins. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að fylgjast þurfi vel með breytingunum og því hafi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ákveðið að auka við vöktun á hafi og jöklum í samstarfi við stofnanirnar tvær. Með samstarfssamningnum fær Hafrannsóknastofnun 35 milljónir króna í ár og síðan þrjátíu milljónir árlega til og með 2023, alls 155 milljónir króna, til þess að fylgjast með súrnun sjávar. Fénu verði varið til kaupa á tækjabúnaði til að efla vöktun sem þegar á sér stað á sýrustigi í hafi en einnig til að hefja vöktun á áhrifum súrnunar á botndýr. Niðurstöðunum verði skilað til alþjóðlegra stofnana og samvinnuverkefna sem Ísland tekur þátt í og þær einnig nýttar í vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.Tæpar hundrað milljónir í að fylgjast með jöklum Veðurstofan fær fimmtán milljónir króna til að vakta hörfandi jökla í ár og svo tuttugu og eina milljón árlega til og með 2023, samtals tæpar hundrað milljónir króna á tímabilinu. Fjármunirnir verða nýttir til þátttöku í alþjóðlegum vöktunarverkefnum og til að setja upp sérstaka jöklavefsjá sem birtir uppfærðar upplýsingar um jökla og breytingar á þeim. Þá stendur til að bæta reikninga um afkomu jökla á Íslandi og á það að gefa kost á birtingu daglegra upplýsinga um ákomu, leysingu og afkomu þeirra. Vinna á gagnasafn um útbreiðslu íslenskra jökla. Fyrir hafði verið ákveðið að efla vöktun á sjávarstöðubreytingum og skriðuhættu, meðal annars vegna afleiðinga loftslagsbreytinga. Vöktunin á að styrkja áhættumat, almannavarnir, nýtingu auðlinda og vísindalega þekkingu. Í skýrslu IPCC kemur fram að hop jökla og bráðnun sífrera geri fjallahlíðar á háfjallasvæðum óstöðugri. Þá muni jaðarlón framan við jökla stækka og fjölga. Þannig megi búast við að skriðuföll og flóð eigi sér stað þar sem slíkt hefur ekki þekkst áður. Almannavarnir á Íslandi vöruðu þannig við ferðum á Svínafellsjökul vegna hættu á skriðuföllum í fyrra. Vísindamenn hafa fylgst með sprungum sem hafa myndast í Svínafellsheiði undanfarin ár með tilliti til hættu á meiriháttar berghlaupi þar. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00 Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Umhverfisráðherra skrifaði undir samkomulag við Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu Íslands í dag sem færir stofnununum rúmar 250 milljónir króna til að efla vöktun á hopandi jöklum og súrnun sjávar næstu fimm árin. Tilkynnt var um framlagið í tilefni af nýrri vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf og freðhvolf jarðar í dag. Lýst er hvernig allir jöklar heims rýrna og yfirborð sjávar hækkar meira en áður var gert ráð fyrir í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem var kynnt í dag. Þar er gert ráð fyrir að áfram herði á rýrnun jökla, sérstaklega á norðlægum slóðum. Varað er við því að hlýnun og súrnun sjávar skapi álag á vistkefi hafsins. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að fylgjast þurfi vel með breytingunum og því hafi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ákveðið að auka við vöktun á hafi og jöklum í samstarfi við stofnanirnar tvær. Með samstarfssamningnum fær Hafrannsóknastofnun 35 milljónir króna í ár og síðan þrjátíu milljónir árlega til og með 2023, alls 155 milljónir króna, til þess að fylgjast með súrnun sjávar. Fénu verði varið til kaupa á tækjabúnaði til að efla vöktun sem þegar á sér stað á sýrustigi í hafi en einnig til að hefja vöktun á áhrifum súrnunar á botndýr. Niðurstöðunum verði skilað til alþjóðlegra stofnana og samvinnuverkefna sem Ísland tekur þátt í og þær einnig nýttar í vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.Tæpar hundrað milljónir í að fylgjast með jöklum Veðurstofan fær fimmtán milljónir króna til að vakta hörfandi jökla í ár og svo tuttugu og eina milljón árlega til og með 2023, samtals tæpar hundrað milljónir króna á tímabilinu. Fjármunirnir verða nýttir til þátttöku í alþjóðlegum vöktunarverkefnum og til að setja upp sérstaka jöklavefsjá sem birtir uppfærðar upplýsingar um jökla og breytingar á þeim. Þá stendur til að bæta reikninga um afkomu jökla á Íslandi og á það að gefa kost á birtingu daglegra upplýsinga um ákomu, leysingu og afkomu þeirra. Vinna á gagnasafn um útbreiðslu íslenskra jökla. Fyrir hafði verið ákveðið að efla vöktun á sjávarstöðubreytingum og skriðuhættu, meðal annars vegna afleiðinga loftslagsbreytinga. Vöktunin á að styrkja áhættumat, almannavarnir, nýtingu auðlinda og vísindalega þekkingu. Í skýrslu IPCC kemur fram að hop jökla og bráðnun sífrera geri fjallahlíðar á háfjallasvæðum óstöðugri. Þá muni jaðarlón framan við jökla stækka og fjölga. Þannig megi búast við að skriðuföll og flóð eigi sér stað þar sem slíkt hefur ekki þekkst áður. Almannavarnir á Íslandi vöruðu þannig við ferðum á Svínafellsjökul vegna hættu á skriðuföllum í fyrra. Vísindamenn hafa fylgst með sprungum sem hafa myndast í Svínafellsheiði undanfarin ár með tilliti til hættu á meiriháttar berghlaupi þar.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00 Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00
Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00