Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Hörður Ægisson skrifar 25. september 2019 06:00 Markús Sigurbjörnsson, Viðar Már Matthíasson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Eiríkur Tómasson. Fréttablaðið/ERNIR Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur tekið kæru Ólafs Ólafssonar, sem var einn aðaleigenda Kaupþings, vegna fjárfestingarumsvifa tveggja hæstaréttardómara, þeirra Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta dómsins, og Árna Kolbeinssonar, í aðdraganda falls stóru viðskiptabankanna til meðferðar. Í bréfi sem Mannréttindardómstóllinn sendi til málsaðila fyrr í þessum mánuði, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er farið þess á leit við íslenska ríkið hvort hægt sé að ná samkomulagi um sátt við Ólaf, sem gæti þá meðal annars grundvallast á skaða- og miskabótum, vegna dóms í svonefndu Al-Thani máli. Var Ólafur dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun. Þá hefur dómstóllinn beint þremur spurningum til íslenska ríkisins og Ólafs þar sem óskað er eftir skýringum er snúa að málinu, meðferð þess fyrir dómstólum og hver fjárfestingarumsvif þeirra dómara sem dæmdu málið hafi verið í bönkunum. Náist ekki sættir milli málsaðila fyrir 2. desember næstkomandi mun Mannréttindadómstóllinn halda áfram með málið og taka það til frekari efnismeðferðar. Þetta er í fyrsta sinn sem fjárfestingarumsvif hæstaréttardómara eru tekin til umfjöllunar fyrir dómstólum eftir að upplýst var um það í fjölmiðlum, meðal annars Fréttablaðinu, í byrjun desember 2016 að þeir hefðu í mörgum tilfellum átt hlutabréf í bönkunum að andvirði margra milljóna króna í aðdraganda falls þeirra haustið 2008. Sjaldgæft er að mál sem eru kærð til Mannréttindadómstólsins séu tekin til meðferðar en í fyrra var tæplega 80 prósentum mála vísað frá dómnum eða þau talin ótæk. Í máli Ólafs, sem sendi inn kæru til Mannréttindadómstólsins í byrjun júní 2017, eru það Markús og Árni, sem dæmdu í Al-Thani málinu ásamt þremur öðrum dómurum, sem eiga hlut að máli vegna fjárhagslegra hagsmuna þeirra tengdra bönkunum þremur.Húsakynni Hæstaréttar.FBL/GVAMarkús seldi megnið af hlutabréfum sínum í Glitni 2007 fyrir 44,6 milljónir króna með umtalsverðum söluhagnaði en hann hafði eignast bréfin fimm árum áður. Hagnaðinn af sölu bréfanna, auk annarra fjármuna, setti hann í hluta- og skuldabréfasjóði í stýringu í einkabankaþjónustu Glitnis en þeir fjárfestu einkum í félögum sem tengdust bankanum. Áætlað tap Markúsar við fall bankanna er talið vera um 7 til 10 milljónir. Fjárfestingarumsvif Árna voru minni en hann átti bréf í Glitni að andvirði 2,4 milljónir króna þegar hlutabréfaverð bankans var hvað hæst í júlí 2007. Þau bréf urðu verðlaus við gjaldþrot bankans. Þrátt fyrir að Markús og Árni hafi ekki átt beina hagsmuni undir vegna Kaupþings, en Al-Thani málið varðaði viðskipti með hlutabréf í þeim banka, þá segir í greinargerð Ólafs vegna kæru hans til Mannréttindadómstólsins að fjárhagslegir hagsmunir hafi verið samtvinnaðir öllu bankakerfinu. Fall eins banka hafði óhjákvæmilega áhrif á hina bankana.Átti fyrir 19 milljónir í LAIS Aðrir hæstaréttardómarar áttu einnig verulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta sem tengdust viðskiptabönkunum þremur og dæmdu í málum tengdum bankahruninu. Ákvörðun Mannréttindadómstólsins um að taka mál Markúsar og Árna til skoðunar vegna hlutabréfaeignar þeirra í bönkunum á árunum fyrir fall þeirra kann því að hafa afleiðingar í öðrum sambærilegum málum. Þannig áttu meðal annars hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson hlutabréf í Landsbanka Íslands að andvirði samtals 11 milljónir þegar bankinn féll. Hlutabréfaeign Viðars Más var umtalsvert meiri en Eiríks en þegar gengi bréfa bankans stóð hvað hæst nam virði bréfanna um 19 milljónum króna. Eiríkur og Viðar Már skipuðu báðir fimm manna dóm Hæstaréttar sem dæmdi ýmsa fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Landsbankans seka um markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik í tveimur málum fyrir Hæstarétti í október 2015 og febrúar 2016. Í kæru Ólafs til Mannréttindadómstóls Evrópu kom fram að talið væri réttmætt tilefni til þess að efast um óhlutdrægni dómara í Al-Thani málinu vegna þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem þeir áttu undir í bönkunum við fall þeirra. Af þeim sökum hafi hann ekki verið dæmdur af óvilhöllum dómstóli þegar Hæstiréttur sakfelldi hann fyrir markaðsmisnotkun í febrúar 2015. Kæra Ólafs byggir á þeim upplýsingum sem fram komu í fjölmiðlum í desember 2016 um fjárfestingarumsvif hæstaréttardómara tengd gömlu viðskiptabönkunum. Taldi ekki skylt að upplýsa Hæstaréttardómararnir höfðu í flestum tilfellum ekki tilkynnt nefnd um dómarastörf um hlutabréfaeign þeirra í bönkunum á þeim tíma. Samkvæmt þeim reglum bar þeim lögum samkvæmt að tilkynna nefndinni ef þeir ættu hlut í félagi sem væri allt að þriggja milljóna króna virði, eða sem nam yfir fimm prósentum af eignarhlut í félagi. Ef hluturinn var aftur á móti meira virði en þrjár milljónir þurfa dómarar jafnframt að fá heimild nefndarinnar fyrir slíkri fjárfestingu. Í yfirlýsingu sem Markús sendi frá sér eftir umfjöllun fjölmiðla kom fram að hann hefði tilkynnt nefndinni um eignarhlut sinn í Glitni og óskað eftir heimild fyrir fjárfestingunni – og sömuleiðis upplýst nefndina þegar hann seldi bréfin 2007. Hann sagðist hins vegar ekki hafa talið sér skylt að upplýsa um þá fjármuni sem hann hefði sett í fjárfestingarsjóði sem voru í eignastýringu Glitnis. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur tekið kæru Ólafs Ólafssonar, sem var einn aðaleigenda Kaupþings, vegna fjárfestingarumsvifa tveggja hæstaréttardómara, þeirra Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta dómsins, og Árna Kolbeinssonar, í aðdraganda falls stóru viðskiptabankanna til meðferðar. Í bréfi sem Mannréttindardómstóllinn sendi til málsaðila fyrr í þessum mánuði, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er farið þess á leit við íslenska ríkið hvort hægt sé að ná samkomulagi um sátt við Ólaf, sem gæti þá meðal annars grundvallast á skaða- og miskabótum, vegna dóms í svonefndu Al-Thani máli. Var Ólafur dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun. Þá hefur dómstóllinn beint þremur spurningum til íslenska ríkisins og Ólafs þar sem óskað er eftir skýringum er snúa að málinu, meðferð þess fyrir dómstólum og hver fjárfestingarumsvif þeirra dómara sem dæmdu málið hafi verið í bönkunum. Náist ekki sættir milli málsaðila fyrir 2. desember næstkomandi mun Mannréttindadómstóllinn halda áfram með málið og taka það til frekari efnismeðferðar. Þetta er í fyrsta sinn sem fjárfestingarumsvif hæstaréttardómara eru tekin til umfjöllunar fyrir dómstólum eftir að upplýst var um það í fjölmiðlum, meðal annars Fréttablaðinu, í byrjun desember 2016 að þeir hefðu í mörgum tilfellum átt hlutabréf í bönkunum að andvirði margra milljóna króna í aðdraganda falls þeirra haustið 2008. Sjaldgæft er að mál sem eru kærð til Mannréttindadómstólsins séu tekin til meðferðar en í fyrra var tæplega 80 prósentum mála vísað frá dómnum eða þau talin ótæk. Í máli Ólafs, sem sendi inn kæru til Mannréttindadómstólsins í byrjun júní 2017, eru það Markús og Árni, sem dæmdu í Al-Thani málinu ásamt þremur öðrum dómurum, sem eiga hlut að máli vegna fjárhagslegra hagsmuna þeirra tengdra bönkunum þremur.Húsakynni Hæstaréttar.FBL/GVAMarkús seldi megnið af hlutabréfum sínum í Glitni 2007 fyrir 44,6 milljónir króna með umtalsverðum söluhagnaði en hann hafði eignast bréfin fimm árum áður. Hagnaðinn af sölu bréfanna, auk annarra fjármuna, setti hann í hluta- og skuldabréfasjóði í stýringu í einkabankaþjónustu Glitnis en þeir fjárfestu einkum í félögum sem tengdust bankanum. Áætlað tap Markúsar við fall bankanna er talið vera um 7 til 10 milljónir. Fjárfestingarumsvif Árna voru minni en hann átti bréf í Glitni að andvirði 2,4 milljónir króna þegar hlutabréfaverð bankans var hvað hæst í júlí 2007. Þau bréf urðu verðlaus við gjaldþrot bankans. Þrátt fyrir að Markús og Árni hafi ekki átt beina hagsmuni undir vegna Kaupþings, en Al-Thani málið varðaði viðskipti með hlutabréf í þeim banka, þá segir í greinargerð Ólafs vegna kæru hans til Mannréttindadómstólsins að fjárhagslegir hagsmunir hafi verið samtvinnaðir öllu bankakerfinu. Fall eins banka hafði óhjákvæmilega áhrif á hina bankana.Átti fyrir 19 milljónir í LAIS Aðrir hæstaréttardómarar áttu einnig verulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta sem tengdust viðskiptabönkunum þremur og dæmdu í málum tengdum bankahruninu. Ákvörðun Mannréttindadómstólsins um að taka mál Markúsar og Árna til skoðunar vegna hlutabréfaeignar þeirra í bönkunum á árunum fyrir fall þeirra kann því að hafa afleiðingar í öðrum sambærilegum málum. Þannig áttu meðal annars hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson hlutabréf í Landsbanka Íslands að andvirði samtals 11 milljónir þegar bankinn féll. Hlutabréfaeign Viðars Más var umtalsvert meiri en Eiríks en þegar gengi bréfa bankans stóð hvað hæst nam virði bréfanna um 19 milljónum króna. Eiríkur og Viðar Már skipuðu báðir fimm manna dóm Hæstaréttar sem dæmdi ýmsa fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Landsbankans seka um markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik í tveimur málum fyrir Hæstarétti í október 2015 og febrúar 2016. Í kæru Ólafs til Mannréttindadómstóls Evrópu kom fram að talið væri réttmætt tilefni til þess að efast um óhlutdrægni dómara í Al-Thani málinu vegna þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem þeir áttu undir í bönkunum við fall þeirra. Af þeim sökum hafi hann ekki verið dæmdur af óvilhöllum dómstóli þegar Hæstiréttur sakfelldi hann fyrir markaðsmisnotkun í febrúar 2015. Kæra Ólafs byggir á þeim upplýsingum sem fram komu í fjölmiðlum í desember 2016 um fjárfestingarumsvif hæstaréttardómara tengd gömlu viðskiptabönkunum. Taldi ekki skylt að upplýsa Hæstaréttardómararnir höfðu í flestum tilfellum ekki tilkynnt nefnd um dómarastörf um hlutabréfaeign þeirra í bönkunum á þeim tíma. Samkvæmt þeim reglum bar þeim lögum samkvæmt að tilkynna nefndinni ef þeir ættu hlut í félagi sem væri allt að þriggja milljóna króna virði, eða sem nam yfir fimm prósentum af eignarhlut í félagi. Ef hluturinn var aftur á móti meira virði en þrjár milljónir þurfa dómarar jafnframt að fá heimild nefndarinnar fyrir slíkri fjárfestingu. Í yfirlýsingu sem Markús sendi frá sér eftir umfjöllun fjölmiðla kom fram að hann hefði tilkynnt nefndinni um eignarhlut sinn í Glitni og óskað eftir heimild fyrir fjárfestingunni – og sömuleiðis upplýst nefndina þegar hann seldi bréfin 2007. Hann sagðist hins vegar ekki hafa talið sér skylt að upplýsa um þá fjármuni sem hann hefði sett í fjárfestingarsjóði sem voru í eignastýringu Glitnis.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira