Dýpkun skuldabréfamarkaðar Birgir Haraldsson skrifar 25. september 2019 07:00 Samhliða versnandi horfum í alþjóðahagkerfinu á þessu ári hafa langtímavextir á skuldabréfamörkuðum hríðlækkað víðsvegar um heiminn og fjöldi seðlabanka keyrt stýrivexti niður. Þessa þróun má glögglega sjá í hlutdeild skuldabréfa í heiminum sem bera neikvæða vexti en hún hafði aukist í tæp 30% í lok ágúst úr 12% seint á síðasta ári, samkvæmt bandaríska fjárfestingarbankanum J.P. Morgan. Aldrei hefur þessi hlutdeild mælst hærri áður en hún nær yfir 24 lönd, bæði iðnaðar- og nýmarkaðslönd, og meðal annars skuldabréf ríkja, opinberra stofnana og fyrirtækja. Vaxtagrunnur upp á 3,5% líkt og á Íslandi í dag er því „vara“ sem er að verða af skornum skammti á heimsvísu. Í þessu ljósi er áhugavert að sjá að þátttaka erlendra fjárfesta á íslenskum skuldabréfamarkaði er engu að síður við sögulegt lágmark um þessar mundir en samkvæmt markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins áttu alþjóðafjárfestar eingöngu 14,6% af útistandandi ríkisskuldabréfum í ágúst. Þetta hlutfall var um tvöfalt hærra rétt fyrir innleiðingu innflæðishaftanna í júní 2016 en til samanburðar má nefna að nýlegar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um hlutdeild erlendra fjárfesta í skuldum nýmarkaðsríkja í eigin gjaldmiðli sýna hana um 18% að meðaltali. Lönd eins og Pólland og Mexíkó standa í 30% (bæði voru í 40% fyrir fjórum árum), Suður-Afríka í 38%, Indónesía í 40% og Perú situr efst með hlutdeild erlendra fjárfesta í 44% (fór hæst í 57% í lok árs 2013). Segja má að rýmið til að tvöfalda og jafnvel þrefalda þátttöku alþjóðafjárfesta í íslenskum skuldabréfum sé til staðar en það tryggir á engan hátt að slík þróun muni eiga sér stað. Helsta áskorunin er smæð markaðarins en heildarvirði allra íslenskra skuldabréfa samsvarar útistandandi skuldabréfaútgáfu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing (21 milljarðar Bandaríkjadala). Sömuleiðis myndi tvöföldun á þátttöku erlendra aðila í ríkisskuldabréfum eingöngu þýða innflæði upp á 800 milljónir Bandaríkjadala – upphæð sem sjóðsstjóri innan meðalstórs vogunarsjóðs í New York eða London stýrir. Vaxtagrunnur upp á 3,5% ætti því eingöngu að vera nauðsynlegt skilyrði til að vekja áhuga erlendra aðila í dag en ekki endilega nægjanlegt því að smæðin setur ákveðnar hömlur á íslensk skuldabréfatækifæri fyrir alþjóðafjárfesta. Það er því einkar áhugavert að fylgjast með markaðnum fyrir íslensk fyrirtækjaskuldabréf um þessar mundir en ákveðnar sviptingar eru að eiga sér stað sem benda til þess að útgáfa skuldabréfa fyrirtækja gæti aukist á komandi misserum. Nýverið í þessum miðli lýsti til að mynda bankastjóri eins af viðskiptabönkunum því yfir að fjármögnun stærri fyrirtækja myndi í auknum mæli leita út á skuldabréfamarkaðinn þar sem bankarnir væru ekki lengur samkeppnishæfir í kjörum til þessa hóps. Þessi þróun er nú hafin með skuldabréfaútgáfu Haga* í þessum mánuði og ef staflinn af bankalánum sem situr á efnahagsreikningum skráðra fyrirtækja myndi færast inn á skuldabréfamarkaðinn myndu stoðir hans styrkjast til muna. Innlendir togkraftar fyrir alþjóðafjárfesta gætu því mögulega aukist ef fyrirtækjahluti skuldabréfamarkaðarins dýpkar í náinni framtíð á meðan markaðsaðstæður erlendis ættu að að ýta fjárfestum í fræknari landkannanir. Tíminn mun leiða í ljós hvort og hversu hratt þessi þróun á sér stað en það væri til mikils að vinna fyrir íslenskan skuldabréfamarkað ef fjölbreytileiki í fjárfestingarkostum og fjárfestahópnum myndi aukast.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance *Arctica Finance sér um framkvæmd skuldabréfaútgáfu Haga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samhliða versnandi horfum í alþjóðahagkerfinu á þessu ári hafa langtímavextir á skuldabréfamörkuðum hríðlækkað víðsvegar um heiminn og fjöldi seðlabanka keyrt stýrivexti niður. Þessa þróun má glögglega sjá í hlutdeild skuldabréfa í heiminum sem bera neikvæða vexti en hún hafði aukist í tæp 30% í lok ágúst úr 12% seint á síðasta ári, samkvæmt bandaríska fjárfestingarbankanum J.P. Morgan. Aldrei hefur þessi hlutdeild mælst hærri áður en hún nær yfir 24 lönd, bæði iðnaðar- og nýmarkaðslönd, og meðal annars skuldabréf ríkja, opinberra stofnana og fyrirtækja. Vaxtagrunnur upp á 3,5% líkt og á Íslandi í dag er því „vara“ sem er að verða af skornum skammti á heimsvísu. Í þessu ljósi er áhugavert að sjá að þátttaka erlendra fjárfesta á íslenskum skuldabréfamarkaði er engu að síður við sögulegt lágmark um þessar mundir en samkvæmt markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins áttu alþjóðafjárfestar eingöngu 14,6% af útistandandi ríkisskuldabréfum í ágúst. Þetta hlutfall var um tvöfalt hærra rétt fyrir innleiðingu innflæðishaftanna í júní 2016 en til samanburðar má nefna að nýlegar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um hlutdeild erlendra fjárfesta í skuldum nýmarkaðsríkja í eigin gjaldmiðli sýna hana um 18% að meðaltali. Lönd eins og Pólland og Mexíkó standa í 30% (bæði voru í 40% fyrir fjórum árum), Suður-Afríka í 38%, Indónesía í 40% og Perú situr efst með hlutdeild erlendra fjárfesta í 44% (fór hæst í 57% í lok árs 2013). Segja má að rýmið til að tvöfalda og jafnvel þrefalda þátttöku alþjóðafjárfesta í íslenskum skuldabréfum sé til staðar en það tryggir á engan hátt að slík þróun muni eiga sér stað. Helsta áskorunin er smæð markaðarins en heildarvirði allra íslenskra skuldabréfa samsvarar útistandandi skuldabréfaútgáfu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing (21 milljarðar Bandaríkjadala). Sömuleiðis myndi tvöföldun á þátttöku erlendra aðila í ríkisskuldabréfum eingöngu þýða innflæði upp á 800 milljónir Bandaríkjadala – upphæð sem sjóðsstjóri innan meðalstórs vogunarsjóðs í New York eða London stýrir. Vaxtagrunnur upp á 3,5% ætti því eingöngu að vera nauðsynlegt skilyrði til að vekja áhuga erlendra aðila í dag en ekki endilega nægjanlegt því að smæðin setur ákveðnar hömlur á íslensk skuldabréfatækifæri fyrir alþjóðafjárfesta. Það er því einkar áhugavert að fylgjast með markaðnum fyrir íslensk fyrirtækjaskuldabréf um þessar mundir en ákveðnar sviptingar eru að eiga sér stað sem benda til þess að útgáfa skuldabréfa fyrirtækja gæti aukist á komandi misserum. Nýverið í þessum miðli lýsti til að mynda bankastjóri eins af viðskiptabönkunum því yfir að fjármögnun stærri fyrirtækja myndi í auknum mæli leita út á skuldabréfamarkaðinn þar sem bankarnir væru ekki lengur samkeppnishæfir í kjörum til þessa hóps. Þessi þróun er nú hafin með skuldabréfaútgáfu Haga* í þessum mánuði og ef staflinn af bankalánum sem situr á efnahagsreikningum skráðra fyrirtækja myndi færast inn á skuldabréfamarkaðinn myndu stoðir hans styrkjast til muna. Innlendir togkraftar fyrir alþjóðafjárfesta gætu því mögulega aukist ef fyrirtækjahluti skuldabréfamarkaðarins dýpkar í náinni framtíð á meðan markaðsaðstæður erlendis ættu að að ýta fjárfestum í fræknari landkannanir. Tíminn mun leiða í ljós hvort og hversu hratt þessi þróun á sér stað en það væri til mikils að vinna fyrir íslenskan skuldabréfamarkað ef fjölbreytileiki í fjárfestingarkostum og fjárfestahópnum myndi aukast.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance *Arctica Finance sér um framkvæmd skuldabréfaútgáfu Haga.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar