Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. september 2019 06:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,, dómsmálaráðherra. Að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafa kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kvartanirnar hafa borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Kvartanirnar snúa einkum að framkomu ríkislögreglustjóra í garð lögreglumannanna sem um ræðir. Þá voru möguleg starfslok Haraldar rædd í sumar, þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hélt utan um dómsmálin tímabundið, en samkomulag á milli hans og ráðuneytisins um starfslok varð að engu. Málefni Haraldar og lögreglunnar voru til umræðu á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur ætlaði ekki að stíga sjálfur til hliðar, í samtali við frettabladid.is, að ríkisstjórnarfundinum loknum. Í bréfi sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sendi lögreglustjórum allra níu lögregluumdæmanna í síðustu viku og varðar sívaxandi óánægju innan lögreglunnar, sem beinist sérstaklega að þætti ríkislögreglustjóra, segir að togstreita á milli manna hafi verið áberandi undanfarið.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. „Sérstaklega hefur verið bent á að staða embættis ríkislögreglustjóra sé ekki nógu skýr og að margþætt hlutverk hans beinlínis kalli á deilur og togstreitu, m.a. um reglur, fjármuni og mannafla,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að ráðherra telji það rétt að lögreglan í landinu verði í vaxandi mæli rekin sem ein samhent heild, „óháð því hvernig yfirstjórn hennar verður háttað“. Í bréfinu leggur ráðherra jafnframt mikla áherslu á að við vinnuna verði kortlagt í hvaða skrefum rétt kann að vera að gera breytingar á skipulagi lögreglu og hvaða skref, ef einhver, væri unnt að stíga strax til að bregðast við þeim vanda sem nú er uppi. Ráðuneytið muni leita til forystumanna lögreglu og annarra sem málið varðar á komandi vikum. Í bréfinu er þess óskað að lögregluembættin verði ráðuneytinu innan handar í þeirri vinnu sem fram undan er. Ljóst er að lögreglumenn um allt landið eru óánægðir með störf og í einhverjum tilfellum framkomu Haraldar, en í fyrradag lýstu átta af níu lögreglustjórum yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra – allir nema Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald. Ráðherra mun funda með lögreglustjórum, sérsveitinni, öðrum lögreglumönnum og starfsmönnum löggæslunnar á næstu dögum og viðra hugmyndir sínar um sameiningu embætta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafa kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kvartanirnar hafa borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Kvartanirnar snúa einkum að framkomu ríkislögreglustjóra í garð lögreglumannanna sem um ræðir. Þá voru möguleg starfslok Haraldar rædd í sumar, þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hélt utan um dómsmálin tímabundið, en samkomulag á milli hans og ráðuneytisins um starfslok varð að engu. Málefni Haraldar og lögreglunnar voru til umræðu á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur ætlaði ekki að stíga sjálfur til hliðar, í samtali við frettabladid.is, að ríkisstjórnarfundinum loknum. Í bréfi sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sendi lögreglustjórum allra níu lögregluumdæmanna í síðustu viku og varðar sívaxandi óánægju innan lögreglunnar, sem beinist sérstaklega að þætti ríkislögreglustjóra, segir að togstreita á milli manna hafi verið áberandi undanfarið.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. „Sérstaklega hefur verið bent á að staða embættis ríkislögreglustjóra sé ekki nógu skýr og að margþætt hlutverk hans beinlínis kalli á deilur og togstreitu, m.a. um reglur, fjármuni og mannafla,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að ráðherra telji það rétt að lögreglan í landinu verði í vaxandi mæli rekin sem ein samhent heild, „óháð því hvernig yfirstjórn hennar verður háttað“. Í bréfinu leggur ráðherra jafnframt mikla áherslu á að við vinnuna verði kortlagt í hvaða skrefum rétt kann að vera að gera breytingar á skipulagi lögreglu og hvaða skref, ef einhver, væri unnt að stíga strax til að bregðast við þeim vanda sem nú er uppi. Ráðuneytið muni leita til forystumanna lögreglu og annarra sem málið varðar á komandi vikum. Í bréfinu er þess óskað að lögregluembættin verði ráðuneytinu innan handar í þeirri vinnu sem fram undan er. Ljóst er að lögreglumenn um allt landið eru óánægðir með störf og í einhverjum tilfellum framkomu Haraldar, en í fyrradag lýstu átta af níu lögreglustjórum yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra – allir nema Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald. Ráðherra mun funda með lögreglustjórum, sérsveitinni, öðrum lögreglumönnum og starfsmönnum löggæslunnar á næstu dögum og viðra hugmyndir sínar um sameiningu embætta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48