Ríkislögreglustjóri verði að skýra orð sín um spillingu Sylvía Hall skrifar 22. september 2019 23:15 Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. Þar vísar hún í orð Haraldar Johannessen í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann segir það vera „efni í sérstakt viðtal“ að ræða hvað hafi gengið á á bak við tjöldin innan lögreglunnar ef til starfsloka kæmi. Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem meðal annars var rætt um stöðuna innan lögreglunnar. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald innan lögreglunnar og sagði formaður lögreglufélags Reykjavíkur framkomu ríkislögreglustjóra langt í frá vera honum til framdráttar.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Mér finnst að það þurfi að koma upp á yfirborðið og hann þurfi að skýra sín orð betur vegna þess að það í raun og veru er mjög slæmt bara inn á við inn í lögregluna og líka fyrir okkur borgara samfélagsins, að vita það að æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu tali um spillingu innan lögreglunnar. Við þurfum bara að fá botn í það mál, af því ef svo er þá er það mjög alvarlegur hlutur og hann þarf í raun og veru að útskýra það,“ segir Rósa Björk. Hún segir það vera erfitt fyrir fólk sem ekki þekkti til innri starfsemi lögreglunnar að átta sig á þeirri stöðu sem þar er uppi. Hinn almenni borgari geti ekki vitað hvaða öfl séu að takast á. „Það er svolítið erfitt að vita nákvæmlega hvað á sér stað. Þess vegna þarf kannski bara að leiða það til lykta ef það er eitthvað sem er eins og hann gefur sterklega til kynna, einhver spilling og einhver átök sem eiga ekki að þurfa að vera innan lögreglunnar, þá þarf að leiða það til lykta.“ Þá áréttar Rósa Björk að slíkum yfirlýsingum fylgi mikil ábyrgð og þessi ummæli gætu mögulega rýrt traust almennings til lögreglunnar. „Það er auðvitað mjög slæmt ef ríkislögreglustjóri kemur ekki og útskýrir fyrir borgurunum hvað hann á nákvæmlega við eins og til að mynda í þessu tilviki. Það er ábyrgð að koma fram með svona yfirlýsingar, eins og þegar kemur að trausti í garð lögreglunnar,“ segir Rósa Björk. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Víglínan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. Þar vísar hún í orð Haraldar Johannessen í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann segir það vera „efni í sérstakt viðtal“ að ræða hvað hafi gengið á á bak við tjöldin innan lögreglunnar ef til starfsloka kæmi. Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem meðal annars var rætt um stöðuna innan lögreglunnar. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald innan lögreglunnar og sagði formaður lögreglufélags Reykjavíkur framkomu ríkislögreglustjóra langt í frá vera honum til framdráttar.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Mér finnst að það þurfi að koma upp á yfirborðið og hann þurfi að skýra sín orð betur vegna þess að það í raun og veru er mjög slæmt bara inn á við inn í lögregluna og líka fyrir okkur borgara samfélagsins, að vita það að æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu tali um spillingu innan lögreglunnar. Við þurfum bara að fá botn í það mál, af því ef svo er þá er það mjög alvarlegur hlutur og hann þarf í raun og veru að útskýra það,“ segir Rósa Björk. Hún segir það vera erfitt fyrir fólk sem ekki þekkti til innri starfsemi lögreglunnar að átta sig á þeirri stöðu sem þar er uppi. Hinn almenni borgari geti ekki vitað hvaða öfl séu að takast á. „Það er svolítið erfitt að vita nákvæmlega hvað á sér stað. Þess vegna þarf kannski bara að leiða það til lykta ef það er eitthvað sem er eins og hann gefur sterklega til kynna, einhver spilling og einhver átök sem eiga ekki að þurfa að vera innan lögreglunnar, þá þarf að leiða það til lykta.“ Þá áréttar Rósa Björk að slíkum yfirlýsingum fylgi mikil ábyrgð og þessi ummæli gætu mögulega rýrt traust almennings til lögreglunnar. „Það er auðvitað mjög slæmt ef ríkislögreglustjóri kemur ekki og útskýrir fyrir borgurunum hvað hann á nákvæmlega við eins og til að mynda í þessu tilviki. Það er ábyrgð að koma fram með svona yfirlýsingar, eins og þegar kemur að trausti í garð lögreglunnar,“ segir Rósa Björk.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Víglínan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46
Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30