Yngsti prestur landsins fær brauð í Heydölum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2019 19:15 Yngsti prestur landsins fer nú í Austfjarðaprestakall og tekur við starfi prest í Heydölum. Hér erum við að tala um Selfyssinginn og frjálsíþróttakappann, Dag Fannar Magnússon, sem hefur getið sér gott orð sem sleggjukastari. Dagur Fannar er 27 ára Selfyssingur. Hann útskrifaðist úr guðfræði í vor og nýlega vígði Biskups Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir hann til prestþjónustu, ásamt þremur öðrum guðfræðingum og tveir voru vígðir til djáknaþjónustu. Dagur Fannar fékk brauð í Heydölum í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi en það þykir með betri brauðum enda hafa margir vel metnir prestar setið þar. En af hverju ákvað Dagur Fannar að fara að læra guðfræði? „Það er kannski röð tilviljana og atvika sem leiddu mig út í það og svo kannski þessi hræðsla við dauðann á sínum tíma, þá var ég svo afskaplega hræddur við dauðann, maður var að leita svar, þá ákvað ég að skrá mig í guðfræðideildina“. Dagur Fannar segist ekki hræðast dauðann lengur enda er hann sannfærður um að við getum upplifað guðsríki á jörðinni í dag. En hann segist ekki vita hver guð sé, það sé spurning aldanna, sem verði aldrei svarað með góðu móti. En Jesús Kristur, þú ert nú svolítið líkur honum. „Já, finnst þér það, verður maður ekki að feta í fótspor frelsarans“, segir Dagur Fannar og hlær Dagur Fannar tekur við embætti prests í Heydölum 1. nóvember 2019 og flytur þangað með fjölskylduna sína, konu og tvö börn. Hann er yngsti prestur landsins. Séra Dagur Fannar eftir prestvígsluna í Dómkirkjunni, ásamt konu sinni, Þóru Grétu Pálmarsdóttur og börnunum þeirra, Kristbjörgu Lilju og Skarphéðni Krumma.Linda Björg Perludóttir.En verður hann skemmtilegur prestur eða leiðinlegur? „Ég ætla rétt að vona að ég verði skemmtilegur en ég er kannski ekki sá besti að dæma um það“. Dagur Fannar hefur getið sér gott orð í frjálsíþróttum og hefur unnið til margra titla á þeim vettvangi. „Já, ég var mikið í frjálsum á Selfossi eða þar til að ég byrjað í háskólanum. Ég var að æfa sleggjukast. Ég kem nú stundum hingað austur til að keppa á héraðsmótum enn þá, ég er skráður í HSK, rífa í sleggjuna fyrir bikarmót og safna nokkrum stigum“, segir Dagur Fannar, sem er búsettur með fjölskyldu sinni í Hafnarfirði Árborg Trúmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Yngsti prestur landsins fer nú í Austfjarðaprestakall og tekur við starfi prest í Heydölum. Hér erum við að tala um Selfyssinginn og frjálsíþróttakappann, Dag Fannar Magnússon, sem hefur getið sér gott orð sem sleggjukastari. Dagur Fannar er 27 ára Selfyssingur. Hann útskrifaðist úr guðfræði í vor og nýlega vígði Biskups Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir hann til prestþjónustu, ásamt þremur öðrum guðfræðingum og tveir voru vígðir til djáknaþjónustu. Dagur Fannar fékk brauð í Heydölum í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi en það þykir með betri brauðum enda hafa margir vel metnir prestar setið þar. En af hverju ákvað Dagur Fannar að fara að læra guðfræði? „Það er kannski röð tilviljana og atvika sem leiddu mig út í það og svo kannski þessi hræðsla við dauðann á sínum tíma, þá var ég svo afskaplega hræddur við dauðann, maður var að leita svar, þá ákvað ég að skrá mig í guðfræðideildina“. Dagur Fannar segist ekki hræðast dauðann lengur enda er hann sannfærður um að við getum upplifað guðsríki á jörðinni í dag. En hann segist ekki vita hver guð sé, það sé spurning aldanna, sem verði aldrei svarað með góðu móti. En Jesús Kristur, þú ert nú svolítið líkur honum. „Já, finnst þér það, verður maður ekki að feta í fótspor frelsarans“, segir Dagur Fannar og hlær Dagur Fannar tekur við embætti prests í Heydölum 1. nóvember 2019 og flytur þangað með fjölskylduna sína, konu og tvö börn. Hann er yngsti prestur landsins. Séra Dagur Fannar eftir prestvígsluna í Dómkirkjunni, ásamt konu sinni, Þóru Grétu Pálmarsdóttur og börnunum þeirra, Kristbjörgu Lilju og Skarphéðni Krumma.Linda Björg Perludóttir.En verður hann skemmtilegur prestur eða leiðinlegur? „Ég ætla rétt að vona að ég verði skemmtilegur en ég er kannski ekki sá besti að dæma um það“. Dagur Fannar hefur getið sér gott orð í frjálsíþróttum og hefur unnið til margra titla á þeim vettvangi. „Já, ég var mikið í frjálsum á Selfossi eða þar til að ég byrjað í háskólanum. Ég var að æfa sleggjukast. Ég kem nú stundum hingað austur til að keppa á héraðsmótum enn þá, ég er skráður í HSK, rífa í sleggjuna fyrir bikarmót og safna nokkrum stigum“, segir Dagur Fannar, sem er búsettur með fjölskyldu sinni í Hafnarfirði
Árborg Trúmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira