Rihanna knúsaði Ágústu Ýr Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 21. september 2019 08:00 Ágústa Ýr á sýningu Rihönnu í New York. NordicPhotos/Getty Íslenska fyrirsætan Ágústa Ýr segir það hafa verið súrrealíska lífsreynslu þegar henni var með litlum sem engum fyrirvara skutlað í fyrirsætuhópinn sem spókaði sig á New York Fashion Week í undirfötum úr fatalínu söngkonunnar Rihönnu. Hápunkturinn á þessu ævintýri öllu saman, kirsuberið á toppnum, eins og hún orðar þar var svo þegar hún fékk knús frá Rihönnu sjálfri sem kom fram á sýningunni. Þá voru einnig mætt til leiks rapparinn 21 Savage, ofurfyrirsæturnar Joan Smalls, Cara Delevingne, Bella og Gigi Hadid. Ágústa Ýr starfar sem leikstjóri, listakona og fyrirsæta í London en flaug til New York með eins dags fyrirvara. Þegar þangað var komið voru hraðinn og spennan slík að hún segir sýninguna sjálfa, sem stóð í um 40 mínútur, hafa liðið eins og fimm mínútur. „Daginn eftir að ég lenti var svo tískusýningin og allir mættir, þvílíkt adrenalín í gangi hjá okkur. Við gerðum svokallaða prufusýningu, svo var farið beint í hár, förðun og svo í fötin. Rétt fyrir sýninguna var verið að taka mynd af mér baksviðs og ég heyri í 21 Savage segja: „Get them angels!“ sem er auðvitað bara mjög fyndið!“ Ágústa Ýr segir sýninguna og andrúmsloftið hafa verið frábært í alla staði og svo „var allt í einu allt búið. Það voru allir svo ánægðir með sýninguna og ég endaði kvöldið með því að fá knús frá Rihönnu sem var algjörlega kirsuberið á toppinn,“ segir Ágústa. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Hollywood Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Íslenska fyrirsætan Ágústa Ýr segir það hafa verið súrrealíska lífsreynslu þegar henni var með litlum sem engum fyrirvara skutlað í fyrirsætuhópinn sem spókaði sig á New York Fashion Week í undirfötum úr fatalínu söngkonunnar Rihönnu. Hápunkturinn á þessu ævintýri öllu saman, kirsuberið á toppnum, eins og hún orðar þar var svo þegar hún fékk knús frá Rihönnu sjálfri sem kom fram á sýningunni. Þá voru einnig mætt til leiks rapparinn 21 Savage, ofurfyrirsæturnar Joan Smalls, Cara Delevingne, Bella og Gigi Hadid. Ágústa Ýr starfar sem leikstjóri, listakona og fyrirsæta í London en flaug til New York með eins dags fyrirvara. Þegar þangað var komið voru hraðinn og spennan slík að hún segir sýninguna sjálfa, sem stóð í um 40 mínútur, hafa liðið eins og fimm mínútur. „Daginn eftir að ég lenti var svo tískusýningin og allir mættir, þvílíkt adrenalín í gangi hjá okkur. Við gerðum svokallaða prufusýningu, svo var farið beint í hár, förðun og svo í fötin. Rétt fyrir sýninguna var verið að taka mynd af mér baksviðs og ég heyri í 21 Savage segja: „Get them angels!“ sem er auðvitað bara mjög fyndið!“ Ágústa Ýr segir sýninguna og andrúmsloftið hafa verið frábært í alla staði og svo „var allt í einu allt búið. Það voru allir svo ánægðir með sýninguna og ég endaði kvöldið með því að fá knús frá Rihönnu sem var algjörlega kirsuberið á toppinn,“ segir Ágústa.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Hollywood Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira