Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 13:46 Feðgarnir Árni Gils og Hjalti Úrsus áður en aðalmeðferðin hófst á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Dómari í máli Árna Gils Hjaltasonar sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps féllst á kröfu saksóknara um að þinghald skyldi vera lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni um átök hans og annars manns við Leifasjoppu í dag. Konan var sögð óttaslegin og að viðvera fólks í salnum gæti haft áhrif á framburð hennar. Árni og verjandi hans fengu að vera viðstaddir vitnisburð konunnar en föður Árna og systur, blaðamanni Vísis og öðrum áhlýðendum var vísað úr dómsal samkvæmt ákvörðun Barböru Björnsdóttur, dómara. Málið varðar átök Árna við mann við Leifasjoppu í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði og var Árni ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna þess. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota en Hæstiréttur vísaði hnífstungumálinu aftur heim í hérað í desember árið 2017. Það er nú tekið fyrir af fjölskipuðum héraðsdómi. Konan sem bar vitni í dag var þáverandi vinkona Árna en í framburði hans á þriðjudag kom fram að þau hefði einnig átt í kynferðislegu sambandi. Þau væru ekki vinir lengur eftir atvikið. Árni var að skila bíl konunnar til hennar við Leifasjoppu þegar í brýnu sló á milli hans og manns sem var með konunni. Vitni sem komu fyrir dóminn á þriðjudag sögðu að konan hefði beðið manninn sem varð fyrir stungusári um að fylgja sér til móts við Árna þar sem hún óttaðist hann í því ástandi sem hann væri þá í. Maðurinn fullyrti fyrir dómnum á þriðjudag að Árni hefði ráðist á hann. Þegar hann hafi ætlað að standa upp hafi hann fundið mikið högg aftan á höfðinu. Þegar hann sneri sér við hafi Árni staðið með hnífinn í hendinni. Árni hélt því hins vegar fram að maðurinn hefði sjálfur komið með hnífinn og ógnað sér. Hann hafi þurft að verja líf sitt og yfirbuga manninn. Þeir hafi fallið í jörðina en hann hafi ekki orðið var við að blætt hafi úr manninum. Maðurinn útilokaði það ekki fyrir dómi að hnífurinn hefði verið í buxunum hans og dottið úr þeim í átökunum. Fleiri vitni báru um að hann hefði farið með hnífinn út til móts við Árna. Á meðal annarra vitna sem eiga að koma fyrir dóminn í dag er maður sem Árni viðurkenndi í fyrsta skipti á þriðjudag að hafa lent í átökum við fyrr um kvöldið sem árásin átti sér stað. Bar hann vitni um að hafa þurft að verja sig með hafnaboltakylfu fyrir manninum sem var vopnaður hnífi. Það hafi verið vegna ágreinings þar sem Árni taldi manninn hafa stolið frá sér. Maðurinn sem hlaut stungusárið við Leifasjoppu sagðist aftur á móti hafa heyrt frá manninum sem Árni átti í átökum við að Árni hafi ráðist aftan að honum á heimili móður mannsins. Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 „Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Dómari í máli Árna Gils Hjaltasonar sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps féllst á kröfu saksóknara um að þinghald skyldi vera lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni um átök hans og annars manns við Leifasjoppu í dag. Konan var sögð óttaslegin og að viðvera fólks í salnum gæti haft áhrif á framburð hennar. Árni og verjandi hans fengu að vera viðstaddir vitnisburð konunnar en föður Árna og systur, blaðamanni Vísis og öðrum áhlýðendum var vísað úr dómsal samkvæmt ákvörðun Barböru Björnsdóttur, dómara. Málið varðar átök Árna við mann við Leifasjoppu í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði og var Árni ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna þess. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota en Hæstiréttur vísaði hnífstungumálinu aftur heim í hérað í desember árið 2017. Það er nú tekið fyrir af fjölskipuðum héraðsdómi. Konan sem bar vitni í dag var þáverandi vinkona Árna en í framburði hans á þriðjudag kom fram að þau hefði einnig átt í kynferðislegu sambandi. Þau væru ekki vinir lengur eftir atvikið. Árni var að skila bíl konunnar til hennar við Leifasjoppu þegar í brýnu sló á milli hans og manns sem var með konunni. Vitni sem komu fyrir dóminn á þriðjudag sögðu að konan hefði beðið manninn sem varð fyrir stungusári um að fylgja sér til móts við Árna þar sem hún óttaðist hann í því ástandi sem hann væri þá í. Maðurinn fullyrti fyrir dómnum á þriðjudag að Árni hefði ráðist á hann. Þegar hann hafi ætlað að standa upp hafi hann fundið mikið högg aftan á höfðinu. Þegar hann sneri sér við hafi Árni staðið með hnífinn í hendinni. Árni hélt því hins vegar fram að maðurinn hefði sjálfur komið með hnífinn og ógnað sér. Hann hafi þurft að verja líf sitt og yfirbuga manninn. Þeir hafi fallið í jörðina en hann hafi ekki orðið var við að blætt hafi úr manninum. Maðurinn útilokaði það ekki fyrir dómi að hnífurinn hefði verið í buxunum hans og dottið úr þeim í átökunum. Fleiri vitni báru um að hann hefði farið með hnífinn út til móts við Árna. Á meðal annarra vitna sem eiga að koma fyrir dóminn í dag er maður sem Árni viðurkenndi í fyrsta skipti á þriðjudag að hafa lent í átökum við fyrr um kvöldið sem árásin átti sér stað. Bar hann vitni um að hafa þurft að verja sig með hafnaboltakylfu fyrir manninum sem var vopnaður hnífi. Það hafi verið vegna ágreinings þar sem Árni taldi manninn hafa stolið frá sér. Maðurinn sem hlaut stungusárið við Leifasjoppu sagðist aftur á móti hafa heyrt frá manninum sem Árni átti í átökum við að Árni hafi ráðist aftan að honum á heimili móður mannsins.
Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 „Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00
„Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59