Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2019 13:26 Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Vísir/Einar Árnason Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. Dagurinn markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum. Forseti Stúdentaráðs segir málið brenna á ungmennum sem glími jafnvel við loftslagskvíða. Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal hér á landi. Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári. Í dag eru fullorðnir hvattir til að taka líka þátt. Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Í Ráðhúsinu stendur myndlistarfólk fyrir listsmiðjum frá klukkan eitt og bjóða fólki uppá kennslu í skiltagerð og bolaprentun.Frá Austurvelli í hádeginu.Einar ÁrnasonGanga og svo kröfufundur á Austurvelli Jóna Þórey Pétursdóttir er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem er eitt fjögurra félaga sem skipuleggja dagskrá tengda loftslagsmálum sem stendur til 27. september. „Í dag hefst ganga frá Hallgrímskirkju klukkan fimm niður á Austurvöll og á Austurvelli verða ávörp og tónlistaratriði. Við erum búin að fá þjóðþekkta einstaklinga og tónlistarmenn til að koma þar fram,“ segir Jóna Þórey.Einar ÁrnasonAðgerða krafist Stjórnvöld þurfi að fara í markvissari aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. „Núna fer af stað undirskriftasöfnun sem við vinnum að með Landvernd – en það er hægt að nálgast hana á askorun.landvernd.is – þar sem við köllum á landsmenn að krefja stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum.“ Hún segir ungt fólk hafa miklar áhyggjur af lofstlagsbreytingum. „Ungt fólk og orðið loftlagskvíði er eitthvað sem er að verða stöðugt algengara í umræðunni. Það er þannig að framtíðin sem unga fólkið hafði séð fyrir sér er að breytast. Það eru alvarlegar afleiðingar sem verða ef það er ekki gripið til viðeigandi aðgerða,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir. Loftslagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. Dagurinn markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum. Forseti Stúdentaráðs segir málið brenna á ungmennum sem glími jafnvel við loftslagskvíða. Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal hér á landi. Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári. Í dag eru fullorðnir hvattir til að taka líka þátt. Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Í Ráðhúsinu stendur myndlistarfólk fyrir listsmiðjum frá klukkan eitt og bjóða fólki uppá kennslu í skiltagerð og bolaprentun.Frá Austurvelli í hádeginu.Einar ÁrnasonGanga og svo kröfufundur á Austurvelli Jóna Þórey Pétursdóttir er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem er eitt fjögurra félaga sem skipuleggja dagskrá tengda loftslagsmálum sem stendur til 27. september. „Í dag hefst ganga frá Hallgrímskirkju klukkan fimm niður á Austurvöll og á Austurvelli verða ávörp og tónlistaratriði. Við erum búin að fá þjóðþekkta einstaklinga og tónlistarmenn til að koma þar fram,“ segir Jóna Þórey.Einar ÁrnasonAðgerða krafist Stjórnvöld þurfi að fara í markvissari aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. „Núna fer af stað undirskriftasöfnun sem við vinnum að með Landvernd – en það er hægt að nálgast hana á askorun.landvernd.is – þar sem við köllum á landsmenn að krefja stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum.“ Hún segir ungt fólk hafa miklar áhyggjur af lofstlagsbreytingum. „Ungt fólk og orðið loftlagskvíði er eitthvað sem er að verða stöðugt algengara í umræðunni. Það er þannig að framtíðin sem unga fólkið hafði séð fyrir sér er að breytast. Það eru alvarlegar afleiðingar sem verða ef það er ekki gripið til viðeigandi aðgerða,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir.
Loftslagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26