Innlent

Ræddu samgöngumál í Höfða

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Þingmenn og borgarfulltrúar áttu fund í Höfða í hádeginu í dag.
Þingmenn og borgarfulltrúar áttu fund í Höfða í hádeginu í dag. Vísir/Vilhelm
Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna og öll borgarstjórn Reykjavíkur funduðu í Höfða í dag. Þessa vikuna er kjördæmavika á Alþingi en þá tíðkast jafnan að þingmenn eigi fundi með sveitastjórnarfólki í sínu kjördæmi.

Skólamálin bar nokkuð á góma á fundinum í Höfða í dag en samgöngumálin voru þó fyrirferðarmikil á fundinum samkvæmt heimildum fréttastofu. Það kemur eflaust ekki á óvart enda var samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára undirritað í síðustu viku. Af ýmsu er að taka í því samkomulagi en skiptar skoðanir hafa verið uppi um ýmis efnisatriði samkomulagsins.

Fyrsta umræða um samgönguáætlunina fer fram á fundi borgarstjórnar á morgun og borgarstjórn greiðir atkvæði um samkomulagið sjálft á fundi sínum eftir tvær vikur.

Hildur Björnsdóttir, Hanna Katrín Friðrikson og Guðlaugur Þór Þórðarson á spjalli í Höfða í dag.Mynd/aðsend
Þingmenn og borgarfulltrúar snæddu saman hádegisverð.Mynd/aðsend

Tengdar fréttir

Oddvitinn í borginni sagður úti í horni

Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað.

Skoða Gautaborgarmódelið við útfærslu veggjalda

Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×