Vilja að rekstur grunnskóla í Staðahverfi verði tryggður til frambúðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2019 12:11 Til skoðunar hefur verið að leggja niður starfsstöð Kelduskóla í Staðahverfi. Fréttablaðið/Ernir Það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgaryfirvöld hafi ekki brugðist með fullnægjandi hætti við skýrslu innri endurskoðunar um bága rekstrarstöðu grunnskólanna. Fulltrúar allra flokka minnihlutans í Reykjavík ætla að leggja fram sameiginlega tillögu í borgarstjórn á morgun um að rekstur grunnskóla í Staðahverfi í Grafarvogi verði tryggður til frambúðar. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um sameiningu starfsstöðva grunnskóla í Staðahverfi en sá möguleiki hefur verið til skoðunar. Slík áform hafa mætt nokkurri andstöðu meðal íbúa og foreldra en Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að lokun grunnskóla í Staðahverfi myndi brjóta í bága við gildandi deiliskipulag. „Tillagan sem við ætlum að leggja fram á morgun felst í því að grunnskólinn í Staðahverfi verði einfaldlega bara rekinn til frambúðar í samræmi við gildandi skipulag hverfisins sem segir til um að þar eigi að vera grunnskóli,” segir Valgerður. „Það er í raun og veru búið að dæma í því máli. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit þess efnis að það verði að vera rekinn grunnskóli fyrir fyrsta til tíunda bekk í hverfinu.”Segir sorglegt að punkurinn um lokanir og sameiningar sé aðeins dreginn framÍ skýrslu innri endurskoðunar frá því í sumar kemur fram að grunnskólar borgarinnar hafi fengið of knappt fjármagn og fari margir hverjir ítrekað fram úr fjárhagsramma sínum. Í skýrslunni segir einnig að fara þurfi fram ítarleg skoðun á möguleikum þess að sameina starfsstöðvar Kelduskóla í eina starfsstöð. „Það er allt í lagi að skoða þessa hluti og velta þeim fyrir sér en það er margt annað sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar. Til dæmis úthlutun varðandi sérkennslu og stuðning og hann er minni en skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann ætti að vera. Sama máli gegnir um aðstoð við börn af erlendu bergi brotin,” segir Valgerður. „Þannig að það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík og mér finnst dapurlegt að við séum að nýta þessa skýrslu og þennan eina punkt um það að loka skólum og sameina, í staðinn fyrir það að við munum bara byggja upp og gefa í,” segir Valgerður. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur verulegu fjármagni verið bætt við málaflokkinn, einkum til að bregðast við mikilli viðhaldsþörf á skólahúsnæði. Þótt það sé af hinu góða telur Valgerður að ekki hafi verið brugðist við með fullnægjandi hætti. „Mér finnst vanta algjörlega svör við því hvernig á að bregðast við öllum öðrum þeim ábendingum sem þarna eru í þessari skýrslu,” segir Valgerður. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgaryfirvöld hafi ekki brugðist með fullnægjandi hætti við skýrslu innri endurskoðunar um bága rekstrarstöðu grunnskólanna. Fulltrúar allra flokka minnihlutans í Reykjavík ætla að leggja fram sameiginlega tillögu í borgarstjórn á morgun um að rekstur grunnskóla í Staðahverfi í Grafarvogi verði tryggður til frambúðar. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um sameiningu starfsstöðva grunnskóla í Staðahverfi en sá möguleiki hefur verið til skoðunar. Slík áform hafa mætt nokkurri andstöðu meðal íbúa og foreldra en Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að lokun grunnskóla í Staðahverfi myndi brjóta í bága við gildandi deiliskipulag. „Tillagan sem við ætlum að leggja fram á morgun felst í því að grunnskólinn í Staðahverfi verði einfaldlega bara rekinn til frambúðar í samræmi við gildandi skipulag hverfisins sem segir til um að þar eigi að vera grunnskóli,” segir Valgerður. „Það er í raun og veru búið að dæma í því máli. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit þess efnis að það verði að vera rekinn grunnskóli fyrir fyrsta til tíunda bekk í hverfinu.”Segir sorglegt að punkurinn um lokanir og sameiningar sé aðeins dreginn framÍ skýrslu innri endurskoðunar frá því í sumar kemur fram að grunnskólar borgarinnar hafi fengið of knappt fjármagn og fari margir hverjir ítrekað fram úr fjárhagsramma sínum. Í skýrslunni segir einnig að fara þurfi fram ítarleg skoðun á möguleikum þess að sameina starfsstöðvar Kelduskóla í eina starfsstöð. „Það er allt í lagi að skoða þessa hluti og velta þeim fyrir sér en það er margt annað sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar. Til dæmis úthlutun varðandi sérkennslu og stuðning og hann er minni en skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann ætti að vera. Sama máli gegnir um aðstoð við börn af erlendu bergi brotin,” segir Valgerður. „Þannig að það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík og mér finnst dapurlegt að við séum að nýta þessa skýrslu og þennan eina punkt um það að loka skólum og sameina, í staðinn fyrir það að við munum bara byggja upp og gefa í,” segir Valgerður. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur verulegu fjármagni verið bætt við málaflokkinn, einkum til að bregðast við mikilli viðhaldsþörf á skólahúsnæði. Þótt það sé af hinu góða telur Valgerður að ekki hafi verið brugðist við með fullnægjandi hætti. „Mér finnst vanta algjörlega svör við því hvernig á að bregðast við öllum öðrum þeim ábendingum sem þarna eru í þessari skýrslu,” segir Valgerður.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira