Fatakeðjan Forever 21 sækir um gjaldþrotavernd Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2019 07:52 Verslun Forever 21 í London. Getty Bandaríska fataverslunarkeðjan Forever 21 hefur sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt elleftu grein bandarískra gjaldþrotalaga. Stendur til að endurskipuleggja reksturinn meðan á greiðslustöðvun stendur og semja við lánardrottna. Til stendur að loka verslunum í fjörutíu löndum og fjölda verslana í Bandaríkjunum. Í frétt CNN segir að Forever 21 sé nýjasta fórnarlamb aukinnar netverslunar og þess að dregið hafi úr heimsóknum viðskiptavina í verslunarmiðstöðvar og verslunargötur. Þá hafi skuldastaða og hátt leiguverð einnig gert fataversluninni erfitt fyrir. Forever 21 var stofnað í Kaliforníu á níunda áratugnum. Verslunum Forever 21 verður lokað í fjörutíu löndum, meðal annars Kanada og Japan, auk þess að 178 verslunum verður lokað í Bandaríkjunum. Linda Chang, dóttir stofnanda Forever 21, segist vona að með aðgerðunum verði hægt að einfalda reksturinn þannig að fatakeðjan geti einbeitt sér að því að gera það sem hún gerir best. Forever 21 hefur lagt áherslu á nýtískufatnað á lágu verði, en tekjur fatakeðjunnar hafa mikið dregist saman á síðustu árum. Þá hefur hún þurft að glíma við ákveðja vaxtaverki eftir sókn inn á nýja markaði, svo sem Kína. Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandaríska fataverslunarkeðjan Forever 21 hefur sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt elleftu grein bandarískra gjaldþrotalaga. Stendur til að endurskipuleggja reksturinn meðan á greiðslustöðvun stendur og semja við lánardrottna. Til stendur að loka verslunum í fjörutíu löndum og fjölda verslana í Bandaríkjunum. Í frétt CNN segir að Forever 21 sé nýjasta fórnarlamb aukinnar netverslunar og þess að dregið hafi úr heimsóknum viðskiptavina í verslunarmiðstöðvar og verslunargötur. Þá hafi skuldastaða og hátt leiguverð einnig gert fataversluninni erfitt fyrir. Forever 21 var stofnað í Kaliforníu á níunda áratugnum. Verslunum Forever 21 verður lokað í fjörutíu löndum, meðal annars Kanada og Japan, auk þess að 178 verslunum verður lokað í Bandaríkjunum. Linda Chang, dóttir stofnanda Forever 21, segist vona að með aðgerðunum verði hægt að einfalda reksturinn þannig að fatakeðjan geti einbeitt sér að því að gera það sem hún gerir best. Forever 21 hefur lagt áherslu á nýtískufatnað á lágu verði, en tekjur fatakeðjunnar hafa mikið dregist saman á síðustu árum. Þá hefur hún þurft að glíma við ákveðja vaxtaverki eftir sókn inn á nýja markaði, svo sem Kína.
Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira