Þeir ákváðu loks að sjóða saman í plötuna Days of Tundra sem þeir segja innihalda „lágtíðnistemningar og aggressívar skeytasendingar til frídjassguðsins“ sem þeir kenna við rafdjass.
Eiríur Orri segist aðspurður þó ekki vita nákvæmlega hvað sá merkimiði felur í sér. „Þetta er eiginlega bara eitthvað sem ég bjó til þegar ég reyndi að ná utan um þetta. Þetta er svolítið eins og raftónlist en við notum kannski aðferðir og orðaforða sem sprottin eru upp úr djassinum.
Gestir og gangandi í útgáfuhófinu létu skilgreiningar þó ekki trufla sig frekar en léttleikandi tónlistarmennirnir sem ætla síðan að halda almennilega útgáfutónleika 25. og 26. október í Mengi við Óðinsgötu.

