Síðasta haustið í heitasta hreppnum Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. september 2019 08:00 Hanna Björk og Yrsa Roca á Karlvy Vary-kvikmyndahátíðinni í Tékklandi í júlí þar sem þær heimsfrumsýndu Síðasta haustið. Nú eru þær mættar til keppni á RIFF í flokknum Nýjar vitranir. Leikstjórinn Yrsa Roca Fannberg frumsýnir í dag heimildarmynd sína, Síðasta haustið, á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík þar sem hún keppir til verðlauna í flokknum Nýjar vitranir. Yrsa segist í samtali við Fréttablaðið hafa bundist Árneshreppi tilfinningaböndum fyrir nokkrum árum þegar vinkona hennar bauð henni að koma þangað í smalamennskuna. „Fólkið þarna er svo fallegt og með svo gott hjarta að það skín einhvern veginn í gegn,“ segir Yrsa sem hefur síðan þá verið tíður gestur í haustverkin í þessum fámennasta hreppi og afskekktustu byggð landsins.Þögnin talar Haustið 2016 hættu fjórir bændur af átta búskap og þá festi Yrsa á 16 mm filmu þegar hjónin Úlfar Eyjólfsson og Oddný Þórðardóttir á Krossnesi smöluðu fé sínu í síðasta sinn og brugðu búi þannig að úr varð heimildarmyndin Síðasta haustið. „Þetta er í raun og veru mjög þögul mynd og Úlfar er ekkert mikið að tjá sig um hvað honum finnst,“ segir Yrsa og leggur áherslu á að gera þurfi skýrari greinarmun á heimildarþætti og heimildarmynd og ólíkt því sem margir haldi þá var hún ekki þarna að taka „eitthvert viðtal við Úlfar um hvernig honum líður,“ heldur hún áfram.Klippa: Síðasta haustið - sýnishorn „Þetta er meira heildarupplifun af stað og stund og mér finnst líka mjög mikilvægt hvernig þeir taka örlögum sínum að verða bóndi. Lífið er einhvern veginn bara örlög. Lömbin fæðast á vorin og deyja á haustin til að lífið geti haldið áfram og lífið heldur náttúrlega áfram þótt Úlfar hætti.“ „Þetta er náttúrlega missir og átök fyrir hann sem manneskju en þetta er ekki bara mynd um hann heldur alla bændurna og þá arfleið sem hann skilur eftir. Hann hættir og skepnan deyr en hringrásin heldur áfram og mér fannst svo fallegt að fjalla um lífið á þessum stað.“ Yrsa bendir á að þótt endalok og dauði setji mark sitt á myndina þá þurfi það ekki endilega að vera neikvætt. „Hann hættir og skepnan deyr en hringrásin heldur áfram og mér fannst svo fallegt að fjalla um lífið á þessum stað.“Hitnar í kolunum Lífið gekk sinn rólega vanagang í sveitinni þegar Yrsa var þar á ferð með tökuvélina en nú þegar Síðasta haustið er frumsýnd má segja að myndin komi lóðbeint inn í tilfinningaheita umræðuna um fyrirhugaða Hvalárvirkjun sem hefur gert þessa afskekktustu byggð landsins að heitasta hreppi landsins. „Já, það má segja að þetta sé heitasti hreppur landsins en sem betur fer var hann það ekki þá,“ segir Yrsa, sem hefur sína skoðun á virkjunarmálinu og sé vitaskuld ekki sammála öllum sem komu að myndinni með henni.Síðasta haustið er frumsýnd á RIFF í dag en fer í almennar sýningar í Bíó Paradís að hátíðinni lokinni.Hápólitískt afstöðuleysi „En ég er ekkert að tjá mig um það og myndin fjallar ekki um þetta, en hún fjallar kannski um það af hverju byggðir verða svona brothættar. Hún sýnir lífið fyrir þessa umbreytingu, sem er bara mjög mikilvægt að skrásetja á einn eða annan hátt,“ segir Yrsa og segir hana og framleiðandann, Hönnu Björk Valsdóttur, hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að halda virkjuninni utan við myndina. „Það er svo mikils virði að hafa framleiðanda sem styður mann og treystir í þessu ferli sem gerð heimildarmyndar er. Þótt ég hafi verið með handrit þá veit maður ekki alltaf hvernig útkoman verður,“ heldur Yrsa áfram og bendir á hversu mjög kvikmyndagerð, umfram mörg önnur listform, byggi á samvinnu. „Baklandið, traustið og stuðningurinn er mjög mikilvægt. Það er bara þannig, hvernig sem það kann að hljóma.“ „Við vildum ekki fá þetta inn og ég vil líka gera myndina tímalausa þannig að þú átt að geta horft á hana eftir 50 ár sem listaverk. Hún vekur samt fullt af spurningum um hvað við viljum varðveita af menningu okkar þannig að hún er líka hápólitísk.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikstjórinn Yrsa Roca Fannberg frumsýnir í dag heimildarmynd sína, Síðasta haustið, á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík þar sem hún keppir til verðlauna í flokknum Nýjar vitranir. Yrsa segist í samtali við Fréttablaðið hafa bundist Árneshreppi tilfinningaböndum fyrir nokkrum árum þegar vinkona hennar bauð henni að koma þangað í smalamennskuna. „Fólkið þarna er svo fallegt og með svo gott hjarta að það skín einhvern veginn í gegn,“ segir Yrsa sem hefur síðan þá verið tíður gestur í haustverkin í þessum fámennasta hreppi og afskekktustu byggð landsins.Þögnin talar Haustið 2016 hættu fjórir bændur af átta búskap og þá festi Yrsa á 16 mm filmu þegar hjónin Úlfar Eyjólfsson og Oddný Þórðardóttir á Krossnesi smöluðu fé sínu í síðasta sinn og brugðu búi þannig að úr varð heimildarmyndin Síðasta haustið. „Þetta er í raun og veru mjög þögul mynd og Úlfar er ekkert mikið að tjá sig um hvað honum finnst,“ segir Yrsa og leggur áherslu á að gera þurfi skýrari greinarmun á heimildarþætti og heimildarmynd og ólíkt því sem margir haldi þá var hún ekki þarna að taka „eitthvert viðtal við Úlfar um hvernig honum líður,“ heldur hún áfram.Klippa: Síðasta haustið - sýnishorn „Þetta er meira heildarupplifun af stað og stund og mér finnst líka mjög mikilvægt hvernig þeir taka örlögum sínum að verða bóndi. Lífið er einhvern veginn bara örlög. Lömbin fæðast á vorin og deyja á haustin til að lífið geti haldið áfram og lífið heldur náttúrlega áfram þótt Úlfar hætti.“ „Þetta er náttúrlega missir og átök fyrir hann sem manneskju en þetta er ekki bara mynd um hann heldur alla bændurna og þá arfleið sem hann skilur eftir. Hann hættir og skepnan deyr en hringrásin heldur áfram og mér fannst svo fallegt að fjalla um lífið á þessum stað.“ Yrsa bendir á að þótt endalok og dauði setji mark sitt á myndina þá þurfi það ekki endilega að vera neikvætt. „Hann hættir og skepnan deyr en hringrásin heldur áfram og mér fannst svo fallegt að fjalla um lífið á þessum stað.“Hitnar í kolunum Lífið gekk sinn rólega vanagang í sveitinni þegar Yrsa var þar á ferð með tökuvélina en nú þegar Síðasta haustið er frumsýnd má segja að myndin komi lóðbeint inn í tilfinningaheita umræðuna um fyrirhugaða Hvalárvirkjun sem hefur gert þessa afskekktustu byggð landsins að heitasta hreppi landsins. „Já, það má segja að þetta sé heitasti hreppur landsins en sem betur fer var hann það ekki þá,“ segir Yrsa, sem hefur sína skoðun á virkjunarmálinu og sé vitaskuld ekki sammála öllum sem komu að myndinni með henni.Síðasta haustið er frumsýnd á RIFF í dag en fer í almennar sýningar í Bíó Paradís að hátíðinni lokinni.Hápólitískt afstöðuleysi „En ég er ekkert að tjá mig um það og myndin fjallar ekki um þetta, en hún fjallar kannski um það af hverju byggðir verða svona brothættar. Hún sýnir lífið fyrir þessa umbreytingu, sem er bara mjög mikilvægt að skrásetja á einn eða annan hátt,“ segir Yrsa og segir hana og framleiðandann, Hönnu Björk Valsdóttur, hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að halda virkjuninni utan við myndina. „Það er svo mikils virði að hafa framleiðanda sem styður mann og treystir í þessu ferli sem gerð heimildarmyndar er. Þótt ég hafi verið með handrit þá veit maður ekki alltaf hvernig útkoman verður,“ heldur Yrsa áfram og bendir á hversu mjög kvikmyndagerð, umfram mörg önnur listform, byggi á samvinnu. „Baklandið, traustið og stuðningurinn er mjög mikilvægt. Það er bara þannig, hvernig sem það kann að hljóma.“ „Við vildum ekki fá þetta inn og ég vil líka gera myndina tímalausa þannig að þú átt að geta horft á hana eftir 50 ár sem listaverk. Hún vekur samt fullt af spurningum um hvað við viljum varðveita af menningu okkar þannig að hún er líka hápólitísk.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira