Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2019 11:31 Fjóir nýjir slökkvibílar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru komnar til landsins. Þeim fylgir ýmis nýr búnaður. Bílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum. Vísir/Aðsend Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur fengið til landsins fjórar nýjar slökkvibifreiðar sem teknar verða í notkun á næstu vikum. Ráðist var í útboð á síðasta ári en þetta er í fyrsta skipti sem slökkviliðið fær fjóra nýja dælubíla á einu bretti. Veruleg þörf var orðin fyrir endurnýjun. Bifreiðarnar voru keyptar af fyrirtækinu Ólafi Gíslasyni & co. Bílarnir eru af Scania tegund og voru smíðaðar og breytt hjá Wiss í Póllandi. Bílarnir eru með tvöföldu áhafnarhúsi sem rúmar fimm slökkviliðsmenn.Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Nýjir bílar bylting fyrir slökkviliðið Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að koma bílanna sé algjör bylting. "Ekki bara nýjar bifreiðar með öllu því sem því fylgir, heldur ýmis nýr búnaður sem á eftir að gefa okkur meiri möguleika á árangursríku og öruggu slökkvi- og björgunarstarfi. Svo eru þetta fjórar eins bifreiðar, eins búnar, en í dag erum við með margar tegundir," segir Birgir. Hefðbundinn slökkvibúnaður er í bílunum. 3000 lítra vatnstankur, dæla, slöngur, stútar og þess háttar. Þá er í bílunum ýmiss björgunarbúnaður sem notast er við vegna umferðarslysa, svo sem klippubúnaður sem nær allur er rafknúinn. Áður hefur verið notast við bensínknúin verkfæri.Elsta bifreiðin 29 ára gömul Bílunum fylgir sú nýjung að í þeim er forðukerfi sem notast í eldsvoðum. Sá búnaður hefur ekki verið til hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hingað til en froðbúnaðurinn byggist upp á blöndu vatns, froðuvökva og þrýstilofts. Þá er í bílunum háþrýstibúnaður með skurðarmöguleika, Cobra, sem hefur verið að aukast notkun á erlendis en þetta eru fyrstu tækin af þessari tegund á Íslandi. Búnaðurinn gefur mikla möguleika í slökkvistarfi, bæði sem öflugur slökkvibúnaður og meira öryggi fyrir slökkviliðsmenn. Elsta slökkvibifreiðin sem nú er í notkun sem fyrsta útkallstæki er frá árinu 1990. Aðrar eru frá árunum 1998, 2002 og 2003. Varabifreiðar slökkviliðsins eru en eldri. Nýju bílarnir munu taka við sem fyrsta útkallstæki á öllum fjórum starfsstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, það er í Skógarhlíð og Tunguhálsi í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Elstu bifreiðarnar sem eru í notkun verða teknar út þjónustu, en þær nýrri verða áfram hjá SHS sem varabifreiðar. Slökkvibílarnir hafa ekki verið afhentir formlega en þjálfun leiðbeinenda innan SHS er hafin og eru það starfsmenn WISS sem þjálfa þá. Samhliða þjálfun mun fara fram lokafrágangur á bílunum. Í framhaldi hefst svo innanhúsþjálfun hjá slökkviliðinu, en þjálfa þarf alla slökkviliðsmenn liðsins í notkun á búnað bifreiðanna. Reiknað er með að bifreiðarnar fari í notkun hver af annarri og verði allar komnar í notkun fyrir áramót.Ýmiss nýr búnaður fylgir nýju bílunum.Vísir/Aðsend Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur fengið til landsins fjórar nýjar slökkvibifreiðar sem teknar verða í notkun á næstu vikum. Ráðist var í útboð á síðasta ári en þetta er í fyrsta skipti sem slökkviliðið fær fjóra nýja dælubíla á einu bretti. Veruleg þörf var orðin fyrir endurnýjun. Bifreiðarnar voru keyptar af fyrirtækinu Ólafi Gíslasyni & co. Bílarnir eru af Scania tegund og voru smíðaðar og breytt hjá Wiss í Póllandi. Bílarnir eru með tvöföldu áhafnarhúsi sem rúmar fimm slökkviliðsmenn.Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Nýjir bílar bylting fyrir slökkviliðið Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að koma bílanna sé algjör bylting. "Ekki bara nýjar bifreiðar með öllu því sem því fylgir, heldur ýmis nýr búnaður sem á eftir að gefa okkur meiri möguleika á árangursríku og öruggu slökkvi- og björgunarstarfi. Svo eru þetta fjórar eins bifreiðar, eins búnar, en í dag erum við með margar tegundir," segir Birgir. Hefðbundinn slökkvibúnaður er í bílunum. 3000 lítra vatnstankur, dæla, slöngur, stútar og þess háttar. Þá er í bílunum ýmiss björgunarbúnaður sem notast er við vegna umferðarslysa, svo sem klippubúnaður sem nær allur er rafknúinn. Áður hefur verið notast við bensínknúin verkfæri.Elsta bifreiðin 29 ára gömul Bílunum fylgir sú nýjung að í þeim er forðukerfi sem notast í eldsvoðum. Sá búnaður hefur ekki verið til hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hingað til en froðbúnaðurinn byggist upp á blöndu vatns, froðuvökva og þrýstilofts. Þá er í bílunum háþrýstibúnaður með skurðarmöguleika, Cobra, sem hefur verið að aukast notkun á erlendis en þetta eru fyrstu tækin af þessari tegund á Íslandi. Búnaðurinn gefur mikla möguleika í slökkvistarfi, bæði sem öflugur slökkvibúnaður og meira öryggi fyrir slökkviliðsmenn. Elsta slökkvibifreiðin sem nú er í notkun sem fyrsta útkallstæki er frá árinu 1990. Aðrar eru frá árunum 1998, 2002 og 2003. Varabifreiðar slökkviliðsins eru en eldri. Nýju bílarnir munu taka við sem fyrsta útkallstæki á öllum fjórum starfsstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, það er í Skógarhlíð og Tunguhálsi í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Elstu bifreiðarnar sem eru í notkun verða teknar út þjónustu, en þær nýrri verða áfram hjá SHS sem varabifreiðar. Slökkvibílarnir hafa ekki verið afhentir formlega en þjálfun leiðbeinenda innan SHS er hafin og eru það starfsmenn WISS sem þjálfa þá. Samhliða þjálfun mun fara fram lokafrágangur á bílunum. Í framhaldi hefst svo innanhúsþjálfun hjá slökkviliðinu, en þjálfa þarf alla slökkviliðsmenn liðsins í notkun á búnað bifreiðanna. Reiknað er með að bifreiðarnar fari í notkun hver af annarri og verði allar komnar í notkun fyrir áramót.Ýmiss nýr búnaður fylgir nýju bílunum.Vísir/Aðsend
Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira