Ákærður fyrir að brjóta endurtekið á kærustu sinni þegar hún var sofandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 10:00 Maðurinn er ákærður Fréttablaðið/Anton Brink Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur karlmanni fyrir brot í nánu sambandi og kynferðisbrot með því að hafa á árinu 2017, endurtekið og á alvarlegan hátt, ógnað heilsu og velferð þáverandi kærustu sinnar. Brotin áttu sér stað á heimili þeirra en vísað er til fjögurra brota í ákærunni á hendur manninum. Öll brotin áttu sér stað á nokkrum vikum eftir að konan var sofnuð. Er maðurinn í tvígang kærður fyrir nauðgun. Í fyrra skiptið fyrir að hafa að næturlagi, án samþykkis konunnar, klætt hana úr nærbuxunum og fjarlægt túrtappa úr leggöngum hennar og haft við hana samræði. Er hann sakaður um að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga. Í síðara skiptið er maðurinn kærður fyrir að hafa reynt að hafa endaþarmsmök við konuna eftir að hún var sofnuð. Lét hann af háttsemi sinni þegar konan vaknaði og varð þess vör að getnaðarlimur hans snerti endaþarm hennar. Þá er maðurinn kærður fyrir brot gegn blygðunarsemi með því að hafa að næturlagi, eftir að konan var sofnuð, afklætt hana úr nærbuxunum og stundað sjálfsfróun yfir konunni þar til hann fékk sáðfall yfir líkama hennar. Að lokum er hann kærður fyrir annað brot gegn blygðunarsemi með því að hafa að næturlagi eftir að konan var sofnuð fróað sér yfir höfði hennar þar til hann fékk sáðfall yfir andlit hennar og hár. Á sama tíma er honum gefið að sök að hafa tekið atvikið upp á síma sinn. Konan gerir kröfu um rúmlega sjö milljóna króna bótakröfu í málinu. Málið var þingfest við Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur karlmanni fyrir brot í nánu sambandi og kynferðisbrot með því að hafa á árinu 2017, endurtekið og á alvarlegan hátt, ógnað heilsu og velferð þáverandi kærustu sinnar. Brotin áttu sér stað á heimili þeirra en vísað er til fjögurra brota í ákærunni á hendur manninum. Öll brotin áttu sér stað á nokkrum vikum eftir að konan var sofnuð. Er maðurinn í tvígang kærður fyrir nauðgun. Í fyrra skiptið fyrir að hafa að næturlagi, án samþykkis konunnar, klætt hana úr nærbuxunum og fjarlægt túrtappa úr leggöngum hennar og haft við hana samræði. Er hann sakaður um að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga. Í síðara skiptið er maðurinn kærður fyrir að hafa reynt að hafa endaþarmsmök við konuna eftir að hún var sofnuð. Lét hann af háttsemi sinni þegar konan vaknaði og varð þess vör að getnaðarlimur hans snerti endaþarm hennar. Þá er maðurinn kærður fyrir brot gegn blygðunarsemi með því að hafa að næturlagi, eftir að konan var sofnuð, afklætt hana úr nærbuxunum og stundað sjálfsfróun yfir konunni þar til hann fékk sáðfall yfir líkama hennar. Að lokum er hann kærður fyrir annað brot gegn blygðunarsemi með því að hafa að næturlagi eftir að konan var sofnuð fróað sér yfir höfði hennar þar til hann fékk sáðfall yfir andlit hennar og hár. Á sama tíma er honum gefið að sök að hafa tekið atvikið upp á síma sinn. Konan gerir kröfu um rúmlega sjö milljóna króna bótakröfu í málinu. Málið var þingfest við Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira