Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2019 18:49 Eldur kom upp í svefnherbergi í Jórufelli í Breiðholti fyrir rúmri viku síðan og varð íbúðin alelda. Í íbúðinni bjó einstæður faðir, Árni Gunnlaugsson, með þrjá syni sína og voru tveir drengjanna heima þegar eldurinn kom upp. Árni er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Árni var í vinnunni og fékk símtal frá elsta drengnum um að það væri eldur heima en svo náði hann ekkert í syni sína aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fann þá ekki í fyrstu fyrir framan blokkina. Hann óttaðist hið versta. „Ég veit ekki hversu langur tími leið þar til ég rak augun í þá í mannmergðinni fyrir framan húsið og því verður náttúrulega aldrei með orðum lýst hversu létt mér varð,“ segir Árni og verður klökkur við að rifja upp þetta kvöld.Var að fikta með eld Elías og Gunnlaugur, fjórtán og sextán ára, voru einir heima. Eldurinn kom upp í herbergi Gunnlaugs. „Ég var að fikta með eld. Ég var að leika mér að kveikja í Haribo-umbúðum og það fór á dýnuna og eldurinn fór hratt um,“ segir Gunnlaugur. Það var eldri bróðir hans Elías Aron sem hringdi í pabba sinn og svo í Neyðarlínuna. Fyrst hélt hann að þetta væri eitthvað sem þeir gætu slökkt. „En svo kom ég inn í herbergið hans og sá að það var heilt bál á rúminu,“ segir Elías. Hann hafði mestar áhyggjur af fólkinu í blokkinni og hugsaði ekki eitt andartak um að bjarga hlutum úr íbúðinni. Sem betur fer komust allir heilir á húfi úr húsinu og engan sakaði. Feðgarnir gistu á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann. Rauði krossinn greiddi fyrir tvær nætur en svo leyfði eigandi farfuglaheimilisins þeim að gista lengur eða þar til þeir fengu tóma íbúð í smáíbúðahverfinu að láni til að vera í. Það er ekkert í íbúðinni nema dýnur og sængur. „Það er allt farið. Allt,“ segir Árni. „Eins og segir í gömlu auglýsingunni „þú tryggir ekki eftir á.“ Það er allt ótryggt, engin heimilistrygging, þannig að það er allt farið. Við verðum bara að byrja upp á nýtt,“ segir Árni.Hafa stofnað söfnunarreikning En það er erfitt að byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar og því hefur fjölskylda og vinir feðganna opnað söfnunarreikning. Fanney Gunnlaugsdóttir, systir Árna, segir róður Árna hafa verið nægilega þungan fyrir brunann. „Staðan hans er eins slæm og hægt er,“ segir hún. „Hann er einn með þrjá stráka og missti allt í brunanum. Þetta eru unglingsstrákar sem þurfa mikinn stuðning og ofboðslega mikilvægt að þeir fái öryggi sitt aftur.“ Þau sem vilja styrkja feðgana er bent á söfnunarreikning til stuðnings þeim. Reikningurinn er skráður á yngsta soninn í fjölskyldunni.Reikningsnúmerið er: 0331-22-003842 / kt. 090206-3380 Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst (arnihelgi1@hotmail.com) ef fólk vill styðja feðgana með húsgögnum, fatnaði, tölvum eða öðrum hlutum sem gagnast í daglegu lífi. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Eldur kom upp í svefnherbergi í Jórufelli í Breiðholti fyrir rúmri viku síðan og varð íbúðin alelda. Í íbúðinni bjó einstæður faðir, Árni Gunnlaugsson, með þrjá syni sína og voru tveir drengjanna heima þegar eldurinn kom upp. Árni er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Árni var í vinnunni og fékk símtal frá elsta drengnum um að það væri eldur heima en svo náði hann ekkert í syni sína aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fann þá ekki í fyrstu fyrir framan blokkina. Hann óttaðist hið versta. „Ég veit ekki hversu langur tími leið þar til ég rak augun í þá í mannmergðinni fyrir framan húsið og því verður náttúrulega aldrei með orðum lýst hversu létt mér varð,“ segir Árni og verður klökkur við að rifja upp þetta kvöld.Var að fikta með eld Elías og Gunnlaugur, fjórtán og sextán ára, voru einir heima. Eldurinn kom upp í herbergi Gunnlaugs. „Ég var að fikta með eld. Ég var að leika mér að kveikja í Haribo-umbúðum og það fór á dýnuna og eldurinn fór hratt um,“ segir Gunnlaugur. Það var eldri bróðir hans Elías Aron sem hringdi í pabba sinn og svo í Neyðarlínuna. Fyrst hélt hann að þetta væri eitthvað sem þeir gætu slökkt. „En svo kom ég inn í herbergið hans og sá að það var heilt bál á rúminu,“ segir Elías. Hann hafði mestar áhyggjur af fólkinu í blokkinni og hugsaði ekki eitt andartak um að bjarga hlutum úr íbúðinni. Sem betur fer komust allir heilir á húfi úr húsinu og engan sakaði. Feðgarnir gistu á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann. Rauði krossinn greiddi fyrir tvær nætur en svo leyfði eigandi farfuglaheimilisins þeim að gista lengur eða þar til þeir fengu tóma íbúð í smáíbúðahverfinu að láni til að vera í. Það er ekkert í íbúðinni nema dýnur og sængur. „Það er allt farið. Allt,“ segir Árni. „Eins og segir í gömlu auglýsingunni „þú tryggir ekki eftir á.“ Það er allt ótryggt, engin heimilistrygging, þannig að það er allt farið. Við verðum bara að byrja upp á nýtt,“ segir Árni.Hafa stofnað söfnunarreikning En það er erfitt að byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar og því hefur fjölskylda og vinir feðganna opnað söfnunarreikning. Fanney Gunnlaugsdóttir, systir Árna, segir róður Árna hafa verið nægilega þungan fyrir brunann. „Staðan hans er eins slæm og hægt er,“ segir hún. „Hann er einn með þrjá stráka og missti allt í brunanum. Þetta eru unglingsstrákar sem þurfa mikinn stuðning og ofboðslega mikilvægt að þeir fái öryggi sitt aftur.“ Þau sem vilja styrkja feðgana er bent á söfnunarreikning til stuðnings þeim. Reikningurinn er skráður á yngsta soninn í fjölskyldunni.Reikningsnúmerið er: 0331-22-003842 / kt. 090206-3380 Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst (arnihelgi1@hotmail.com) ef fólk vill styðja feðgana með húsgögnum, fatnaði, tölvum eða öðrum hlutum sem gagnast í daglegu lífi.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50