Stendur loksins undir væntingum Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. október 2019 11:00 Traore fagnar. Alex Livesey/Getty Images) Adama Traore minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Úlfanna í 2-0 sigri á Manchester City á Etihad-vellinum. Traore reyndist varnarmönnum Manchester City afar erfiður með styrk sínum og hraða og voru Úlfarnir búnir að hóta marki þegar Traore braut ísinn skömmu fyrir leikslok. Með mörkunum tveimur hefur Traore þegar skorað meira en í 66 leikjum á þremur tímabilum á undan þessu. Úlfarnir eru farnir að sýna sitt rétta andlit og eru nú búnir að vinna þrjá leiki í röð í öllum keppnum með heimsókn til Tyrklands síðasta fimmtudag og eru farnir að þokast upp töfluna á meðan Manchester City er að missa Liverpool fram úr sér á toppi deildarinnar. Eftir átta umferðir er forskot Liverpool átta stig enda hefur Manchester City þegar tapað átta stigum á tímabilinu eftir að hafa aðeins tapað sextán stigum allt síðasta tímabil. Fram undan er landsleikjahlé. Að landsleikjahlénu loknu eru fimm umferðir sem gætu átt eftir að skipta heilmiklu máli í vor þegar Liverpool og City mætast á Anfield ásamt því að Liverpool mætir Tottenham og Manchester United á meðan Manchester City mætir Chelsea.MANCHESTER, ENGLAND - OCTOBER 06: Adama Traore of Wolverhampton Wanderers celebrates after scoring hisGekk illa að festa rætur Traore er fæddur og uppalinn í Katalóníu þar sem hann kom upp úr hinni margrómuðu unglingaakademíu Barcelona, La Masia. Traore vakti ungur athygli, sautján ára var hann kominn í varalið Barcelona og því fylgdi eldskírn með aðalliði Barcelona rúmum mánuði síðar sem varamaður fyrir Neymar í deildinni og þremur dögum síðar fékk Traore fyrstu mínútur sínar í Meistaradeildinni. Það reyndust síðustu mínútur hans með aðalliði Barcelona það árið en ári síðar skoraði Traore fyrsta mark sitt fyrir aðallið Barcelona í spænska bikarnum. Ljóst var að það yrði afar erfitt fyrir Traore að brjóta sér leið inn í aðalliðið enda Barcelona með hið ógnarlega sóknarþríeyki Lionel Messi, Neymar og Luis Suárez á þeim tíma. Kaus Traore því að yfirgefa Barcelona nítján ára gamall og koma til Englands þar sem Aston Villa varð fyrir valinu. Börsungar höfðu þó það miklar mætur á Traore að þeir kröfðust þess að hafa klásúlu um endurkaup (e. buy back clause) í samningi Traore. Honum tókst hvorki að standa undir væntingum hjá Aston Villa né Middlesbrough sem keypti Traore einu ári síðar og olli miklum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni. Hraði og styrkur var til staðar en Traore tókst aldrei að nýta sér líkamlega burði sína á vellinum. Tvö ár í röð féll Traore úr ensku úrvalsdeildinni, með Aston Villa og Middlesbrough, en þegar komið var í Championship-deildina tókst honum loksins að sýna sitt rétta andlit og var hann einn af bestu leikmönnum deildarinnar með Middlesbrough. Það leiddi til þess að Wolves keypti Traore síðasta sumar fyrir átján milljónir punda. Fyrsta tímabil Traore með Úlfunum gekk illa og byrjaði hann aðeins átta leiki þegar Úlfarnir lentu í sjöunda sæti. Á síðasta tímabili fékk Traore aldrei að leika heilar 90 mínútur – í þeim átta leikjum sem hann byrjaði var hann tekinn af velli – en eftir heilt undirbúningstímabil með þjálfarateymi Úlfanna hefur Traore byrjað leiktímabilið mun betur. Hann hefur byrjað fimm leiki af átta og sýndi um helgina hversu hættulegt vopn hann getur verið í sóknarleik Úlfanna. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Sjá meira
Adama Traore minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Úlfanna í 2-0 sigri á Manchester City á Etihad-vellinum. Traore reyndist varnarmönnum Manchester City afar erfiður með styrk sínum og hraða og voru Úlfarnir búnir að hóta marki þegar Traore braut ísinn skömmu fyrir leikslok. Með mörkunum tveimur hefur Traore þegar skorað meira en í 66 leikjum á þremur tímabilum á undan þessu. Úlfarnir eru farnir að sýna sitt rétta andlit og eru nú búnir að vinna þrjá leiki í röð í öllum keppnum með heimsókn til Tyrklands síðasta fimmtudag og eru farnir að þokast upp töfluna á meðan Manchester City er að missa Liverpool fram úr sér á toppi deildarinnar. Eftir átta umferðir er forskot Liverpool átta stig enda hefur Manchester City þegar tapað átta stigum á tímabilinu eftir að hafa aðeins tapað sextán stigum allt síðasta tímabil. Fram undan er landsleikjahlé. Að landsleikjahlénu loknu eru fimm umferðir sem gætu átt eftir að skipta heilmiklu máli í vor þegar Liverpool og City mætast á Anfield ásamt því að Liverpool mætir Tottenham og Manchester United á meðan Manchester City mætir Chelsea.MANCHESTER, ENGLAND - OCTOBER 06: Adama Traore of Wolverhampton Wanderers celebrates after scoring hisGekk illa að festa rætur Traore er fæddur og uppalinn í Katalóníu þar sem hann kom upp úr hinni margrómuðu unglingaakademíu Barcelona, La Masia. Traore vakti ungur athygli, sautján ára var hann kominn í varalið Barcelona og því fylgdi eldskírn með aðalliði Barcelona rúmum mánuði síðar sem varamaður fyrir Neymar í deildinni og þremur dögum síðar fékk Traore fyrstu mínútur sínar í Meistaradeildinni. Það reyndust síðustu mínútur hans með aðalliði Barcelona það árið en ári síðar skoraði Traore fyrsta mark sitt fyrir aðallið Barcelona í spænska bikarnum. Ljóst var að það yrði afar erfitt fyrir Traore að brjóta sér leið inn í aðalliðið enda Barcelona með hið ógnarlega sóknarþríeyki Lionel Messi, Neymar og Luis Suárez á þeim tíma. Kaus Traore því að yfirgefa Barcelona nítján ára gamall og koma til Englands þar sem Aston Villa varð fyrir valinu. Börsungar höfðu þó það miklar mætur á Traore að þeir kröfðust þess að hafa klásúlu um endurkaup (e. buy back clause) í samningi Traore. Honum tókst hvorki að standa undir væntingum hjá Aston Villa né Middlesbrough sem keypti Traore einu ári síðar og olli miklum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni. Hraði og styrkur var til staðar en Traore tókst aldrei að nýta sér líkamlega burði sína á vellinum. Tvö ár í röð féll Traore úr ensku úrvalsdeildinni, með Aston Villa og Middlesbrough, en þegar komið var í Championship-deildina tókst honum loksins að sýna sitt rétta andlit og var hann einn af bestu leikmönnum deildarinnar með Middlesbrough. Það leiddi til þess að Wolves keypti Traore síðasta sumar fyrir átján milljónir punda. Fyrsta tímabil Traore með Úlfunum gekk illa og byrjaði hann aðeins átta leiki þegar Úlfarnir lentu í sjöunda sæti. Á síðasta tímabili fékk Traore aldrei að leika heilar 90 mínútur – í þeim átta leikjum sem hann byrjaði var hann tekinn af velli – en eftir heilt undirbúningstímabil með þjálfarateymi Úlfanna hefur Traore byrjað leiktímabilið mun betur. Hann hefur byrjað fimm leiki af átta og sýndi um helgina hversu hættulegt vopn hann getur verið í sóknarleik Úlfanna.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Sjá meira