Telja óheppilega fræðslu hafa ratað í framhaldsskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. október 2019 20:30 Samtökin Heimili og skóli vill að öryggismál og aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. Nýleg dæmi eins og brot gegn skólabarni, skemmdarverk og þjófnaðir gefi tilefni til að staldra við og fara yfir öryggisferla. Þá hafi borið á því að óheppileg fræðsla hafi ratað inn í framhaldsskóla. Nauðsynlegt sé að setja viðmið um hverjir mega sinna því. Í bréfi sem landssamtökin Heimili og skóli hafa sent til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands er athygli vakin á að efla þurfi öryggi og reglur um fræðslur fyrir börn og ungt fólk. Fram kemur að haust hafi komið upp alvarlegt atvik í Austurbæjarskóla þar sem átti sér stað brot gegn barni á skólatíma. Undanfarið hafi borið á því að losað hafi verið um skrúfur og dekk á hjólum skólabarna og drengur hafi slasast vegna slíks hrekks. Þá séu þjófnaðir í skólum ekki óalgengir þar sem fatnaði og öðrum verðmætum er stolið.Aðgangsstýrðing verði endurskoðuð Hildur Halldórsdóttir verkefnastýra hjá Heimili og skóla segir að samtökin mælist til þess að aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. „Við teljum til dæmis mikilvægt að starfsfólk skóla sé vel merkt þannig að krakkarnir sjái vel hverjir starfa í skólunum það eru oft örar mannabreytingar og því þarf að yfirfara þetta reglulega,“ segir Hildur.Viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu Í bréfinu kemur enn fremur fram að gera þurfi viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu fyrir börn og unglinga. Áhyggjur séu af því að mönnum sem hafi ekki faglega þekkingu til að sinna slíku starfi sé hleypt í fræðslu og forvarnastarf. Þarna sé um öryggisgloppu að ræða. „Það er alls kona fólk með alls konar bakgrunn að fara með fræðslu og forvarnafræðslu inní skólanna og við teljum mikilvægt að foreldrar og skólastjórnendur séu meðvitaðir um hvað er í boði. Landlæknisembættið er til að mynda með afar góðar leiðbeiningar varðandi forvarnarstarf og hvað hafi sýnt að virki og hvað ekki og við teljum mikilvægt að fólk kynni sér það og setji enn fremur viðmið um slíka fræðslu,“ segir Hildur að lokum. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Samtökin Heimili og skóli vill að öryggismál og aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. Nýleg dæmi eins og brot gegn skólabarni, skemmdarverk og þjófnaðir gefi tilefni til að staldra við og fara yfir öryggisferla. Þá hafi borið á því að óheppileg fræðsla hafi ratað inn í framhaldsskóla. Nauðsynlegt sé að setja viðmið um hverjir mega sinna því. Í bréfi sem landssamtökin Heimili og skóli hafa sent til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands er athygli vakin á að efla þurfi öryggi og reglur um fræðslur fyrir börn og ungt fólk. Fram kemur að haust hafi komið upp alvarlegt atvik í Austurbæjarskóla þar sem átti sér stað brot gegn barni á skólatíma. Undanfarið hafi borið á því að losað hafi verið um skrúfur og dekk á hjólum skólabarna og drengur hafi slasast vegna slíks hrekks. Þá séu þjófnaðir í skólum ekki óalgengir þar sem fatnaði og öðrum verðmætum er stolið.Aðgangsstýrðing verði endurskoðuð Hildur Halldórsdóttir verkefnastýra hjá Heimili og skóla segir að samtökin mælist til þess að aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. „Við teljum til dæmis mikilvægt að starfsfólk skóla sé vel merkt þannig að krakkarnir sjái vel hverjir starfa í skólunum það eru oft örar mannabreytingar og því þarf að yfirfara þetta reglulega,“ segir Hildur.Viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu Í bréfinu kemur enn fremur fram að gera þurfi viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu fyrir börn og unglinga. Áhyggjur séu af því að mönnum sem hafi ekki faglega þekkingu til að sinna slíku starfi sé hleypt í fræðslu og forvarnastarf. Þarna sé um öryggisgloppu að ræða. „Það er alls kona fólk með alls konar bakgrunn að fara með fræðslu og forvarnafræðslu inní skólanna og við teljum mikilvægt að foreldrar og skólastjórnendur séu meðvitaðir um hvað er í boði. Landlæknisembættið er til að mynda með afar góðar leiðbeiningar varðandi forvarnarstarf og hvað hafi sýnt að virki og hvað ekki og við teljum mikilvægt að fólk kynni sér það og setji enn fremur viðmið um slíka fræðslu,“ segir Hildur að lokum.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira