Útsmognir þjófar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2019 21:11 Netþjófar geta oft á tíðum verið útsmognir og tekist að láta allt þýfið hverfa á aðeins nokkrum klukkustund. Þetta segir netöryggissérfræðingur banka og að snör viðbrögð skipti öllu máli. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá einum stærsta netþjófnaði sem komið hefur inn á borð lögreglunnar á Íslandi. Níu hundruð milljónum króna var stolið frá móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu í samtali við fréttstofu að tekist hafi að ná nær öllum peningunum til baka. Það hefði verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Málum sem þessum hefur fjölgað ört undanfarin misseri og óskir til bankanna um að reyna að frysta greiðslur berast æ oftar. Hákon Lennart Aakerlund, netöryggissérfræðingur hjá Landsbankanum, segir snör viðbrögð skipta öllu máli. Mikilvægt sé, að ef grunur vaknar um netsvik eða netþjófnað, að þá sé strax haft samband við viðskiptabanka eða lögreglu. Ef að gefnar eru upplýsingar um inn á hvaða reikning hafi verið lagt geti starfsmenn bankanna reynt að rekja hvert greiðslan fór. „Ef að við erum nógu fljótir þá náum við að stoppa þetta hjá okkur. Ef að peningurinn nær að fara út þá er bara endurheimtuferli sem við þurfum að fara í gegnum og er tiltölulega tímafrekt að gera,“ segir Hákon. Hákon segir upphæðina líka hafa mikið að segja um það hvort eitthvað af peningunum náist til baka. „Ef þetta eru litlar upphæðir þá getur gengið tiltölulega fjótt fyrir óprútnu aðilana að taka út þennan pening og færa hann annað. Ef þetta eru stórar upphæðir þá á þetta eftir að liggja kannski í einhvern tíma á erlendum reikningum og stærri líkur á að endurheimta þetta,“ segir Hákon. Hann segir netþjófa sífellt verða færari í því sem þeir eru að gera og vera mjög útsmogna. Þeir reyni að skilja hvernig fórnarlömbin hugsi og líkja eftir þeirra hegðun í tölvupóstsamskiptum. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21 Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Netþjófar geta oft á tíðum verið útsmognir og tekist að láta allt þýfið hverfa á aðeins nokkrum klukkustund. Þetta segir netöryggissérfræðingur banka og að snör viðbrögð skipti öllu máli. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá einum stærsta netþjófnaði sem komið hefur inn á borð lögreglunnar á Íslandi. Níu hundruð milljónum króna var stolið frá móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu í samtali við fréttstofu að tekist hafi að ná nær öllum peningunum til baka. Það hefði verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Málum sem þessum hefur fjölgað ört undanfarin misseri og óskir til bankanna um að reyna að frysta greiðslur berast æ oftar. Hákon Lennart Aakerlund, netöryggissérfræðingur hjá Landsbankanum, segir snör viðbrögð skipta öllu máli. Mikilvægt sé, að ef grunur vaknar um netsvik eða netþjófnað, að þá sé strax haft samband við viðskiptabanka eða lögreglu. Ef að gefnar eru upplýsingar um inn á hvaða reikning hafi verið lagt geti starfsmenn bankanna reynt að rekja hvert greiðslan fór. „Ef að við erum nógu fljótir þá náum við að stoppa þetta hjá okkur. Ef að peningurinn nær að fara út þá er bara endurheimtuferli sem við þurfum að fara í gegnum og er tiltölulega tímafrekt að gera,“ segir Hákon. Hákon segir upphæðina líka hafa mikið að segja um það hvort eitthvað af peningunum náist til baka. „Ef þetta eru litlar upphæðir þá getur gengið tiltölulega fjótt fyrir óprútnu aðilana að taka út þennan pening og færa hann annað. Ef þetta eru stórar upphæðir þá á þetta eftir að liggja kannski í einhvern tíma á erlendum reikningum og stærri líkur á að endurheimta þetta,“ segir Hákon. Hann segir netþjófa sífellt verða færari í því sem þeir eru að gera og vera mjög útsmogna. Þeir reyni að skilja hvernig fórnarlömbin hugsi og líkja eftir þeirra hegðun í tölvupóstsamskiptum.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21 Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21
Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00
Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15