Aleigan brann á hálftíma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. október 2019 20:00 Eldur sem kviknaði í litlum potti á eldavél varð að báli á örskömmum tíma og gjöreyðilagði heila íbúð. Fjölskyldan hafði skroppið frá um kvöldmatarleitið á fimmtudag og þegar hún kom til baka hálftíma síðar lagði svartan reyk út um eldhúsgluggann. Aleigan fór í eldsvoðanum og þau þurfa tíma til að jafna sig eftir áfallið að sögn systra fjölskylduföðursins. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Suðurhólum í Breiðholti á fimmtudag þar sem kviknað hafði í íbúð. Mikill eldur var á staðnum þegar slökkvilið bar að en það tók innan við klukkustund að slökkva hann. Íbúðin gjöreyðilagðist í brunanum en engin slasaðist. Eldurinn kviknaði út frá litlum potti á eldavélinni.Ungt par með tvö börn bjó þar og hafði skroppið örstutt frá þegar eldurinn kviknaði. Ættingar fjölskyldunnar hafa aðstoðað hana frá því bruninn varð og hafa þau búið hjá systur fjölskylduföðursins. „Fjölskyldufaðirinn var að koma heim og ákvað að hringja í konuna sína og bað hana að sinna erindi með sér. Hún var byrjuð að undirbúa matinn og en gerir krakkana klára og fer út og þau sinna erindi í svona þrjátíu mínútur en þegar þau koma til baka leggur svartan reyk út um eldhúsgluggann. Hann gerði slökkviliði þegar viðvart og hljóp inní stigaganginn til að gera fólki viðvart og koma því út. Hann fylgdi dreng út en aðrir íbúar voru komnir út á svalir og slökkvilið sótti þá. Konan hans og börn biðu á meðan úti. Það slasaðist engin en hann fékk snert af reykeitrun,“ segir Guðlaug Ósk Ólafsdóttir systir mannsins. Eldur , reykur og sót gjöreyðilagði íbúðina á hálftíma.Fjölskyldan hefur búið hjá Guðlaugu síðan á fimmtudag og hún segir að þau séu að fara í gegnum alls konar tilfinningar. „Þetta tekur á, stundum er allt í lagi og svo muna þau eftir einhverjum hlut sem hefur tilfinningalegt gildi og það er erfitt. Börnin eru eins, þau sakna bangsana sinna og leikfanga og annarra muna sem voru þeim kærir,“ segir Guðlaug. Fjölskyldan var tryggð en þær segja að það dekki ekki allt tjónið. Til að mynda hafi þau ekki verið búin að tryggja allt verðmæti innbúsins. Þá þurfa þau að leigja sér íbúð um tíma meðan verið er standsetja íbúðina. Þær systur segja að þau hafi mætt mikilli góðvild og hæla Rauða krossinum og Fjölskylduhjálpinni sem hafi aðstoðað þau mikið. Þá hefur fólk komið með föt fyrir þau síðustu daga. Þær systur hafa einnig stofnað styrktarreikning fyrir fjölskylduna á Facebook. „Hugur fólks er alveg ótrúlegur og það hefur gefið þeim mikinn styrk finna allan samhugann sem er í þjóðfélaginu þegar svona gerist,“ segja þær systur Guðlaug Ósk og Finndís Helga Ólafsdætur, Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Eldur sem kviknaði í litlum potti á eldavél varð að báli á örskömmum tíma og gjöreyðilagði heila íbúð. Fjölskyldan hafði skroppið frá um kvöldmatarleitið á fimmtudag og þegar hún kom til baka hálftíma síðar lagði svartan reyk út um eldhúsgluggann. Aleigan fór í eldsvoðanum og þau þurfa tíma til að jafna sig eftir áfallið að sögn systra fjölskylduföðursins. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Suðurhólum í Breiðholti á fimmtudag þar sem kviknað hafði í íbúð. Mikill eldur var á staðnum þegar slökkvilið bar að en það tók innan við klukkustund að slökkva hann. Íbúðin gjöreyðilagðist í brunanum en engin slasaðist. Eldurinn kviknaði út frá litlum potti á eldavélinni.Ungt par með tvö börn bjó þar og hafði skroppið örstutt frá þegar eldurinn kviknaði. Ættingar fjölskyldunnar hafa aðstoðað hana frá því bruninn varð og hafa þau búið hjá systur fjölskylduföðursins. „Fjölskyldufaðirinn var að koma heim og ákvað að hringja í konuna sína og bað hana að sinna erindi með sér. Hún var byrjuð að undirbúa matinn og en gerir krakkana klára og fer út og þau sinna erindi í svona þrjátíu mínútur en þegar þau koma til baka leggur svartan reyk út um eldhúsgluggann. Hann gerði slökkviliði þegar viðvart og hljóp inní stigaganginn til að gera fólki viðvart og koma því út. Hann fylgdi dreng út en aðrir íbúar voru komnir út á svalir og slökkvilið sótti þá. Konan hans og börn biðu á meðan úti. Það slasaðist engin en hann fékk snert af reykeitrun,“ segir Guðlaug Ósk Ólafsdóttir systir mannsins. Eldur , reykur og sót gjöreyðilagði íbúðina á hálftíma.Fjölskyldan hefur búið hjá Guðlaugu síðan á fimmtudag og hún segir að þau séu að fara í gegnum alls konar tilfinningar. „Þetta tekur á, stundum er allt í lagi og svo muna þau eftir einhverjum hlut sem hefur tilfinningalegt gildi og það er erfitt. Börnin eru eins, þau sakna bangsana sinna og leikfanga og annarra muna sem voru þeim kærir,“ segir Guðlaug. Fjölskyldan var tryggð en þær segja að það dekki ekki allt tjónið. Til að mynda hafi þau ekki verið búin að tryggja allt verðmæti innbúsins. Þá þurfa þau að leigja sér íbúð um tíma meðan verið er standsetja íbúðina. Þær systur segja að þau hafi mætt mikilli góðvild og hæla Rauða krossinum og Fjölskylduhjálpinni sem hafi aðstoðað þau mikið. Þá hefur fólk komið með föt fyrir þau síðustu daga. Þær systur hafa einnig stofnað styrktarreikning fyrir fjölskylduna á Facebook. „Hugur fólks er alveg ótrúlegur og það hefur gefið þeim mikinn styrk finna allan samhugann sem er í þjóðfélaginu þegar svona gerist,“ segja þær systur Guðlaug Ósk og Finndís Helga Ólafsdætur,
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira