City gaf eftir í toppbaráttunni við Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2019 15:00 Traore fagnar öðru marka sinna í dag. vísir/getty Liverpool heldur inn í landsleikjahlé ensku úrvalsdeildarinnar með átta stiga forystu eftir að Manchester City tapaði fyrir Wolves á heimavelli í dag, 2-0. Adama Traore skoraði sigurmark Úlfanna á 80. mínútu. Raul Jimenez vann boltann á eigin vallarhelmingi og hélt í sókn þar sem hann gaf laglega stoðsendingu á Traore sem afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Heimamenn sóttu stíft á lokamínútum leiksins. Gabriel Jesus komst í færi, sem og Joao Cancelo, en þeim tókst ekki að nýta sér þau. Til að bæta gráu á svart skoraði Traore öðru sinni með síðasta skoti leiksins. Rétt eins og í fyrri markinu vann Jimenez boltann þegar City var í sókn, kom boltanum á Traore sem brást ekki bogalistin. Kevin De Bruyne lék ekki með City í dag og var hans saknað. Þetta var aðeins annar deildarsigur Úlfanna á tímabilinu og er liðið komið upp í ellefta sæti deildarinnar. Enski boltinn
Liverpool heldur inn í landsleikjahlé ensku úrvalsdeildarinnar með átta stiga forystu eftir að Manchester City tapaði fyrir Wolves á heimavelli í dag, 2-0. Adama Traore skoraði sigurmark Úlfanna á 80. mínútu. Raul Jimenez vann boltann á eigin vallarhelmingi og hélt í sókn þar sem hann gaf laglega stoðsendingu á Traore sem afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Heimamenn sóttu stíft á lokamínútum leiksins. Gabriel Jesus komst í færi, sem og Joao Cancelo, en þeim tókst ekki að nýta sér þau. Til að bæta gráu á svart skoraði Traore öðru sinni með síðasta skoti leiksins. Rétt eins og í fyrri markinu vann Jimenez boltann þegar City var í sókn, kom boltanum á Traore sem brást ekki bogalistin. Kevin De Bruyne lék ekki með City í dag og var hans saknað. Þetta var aðeins annar deildarsigur Úlfanna á tímabilinu og er liðið komið upp í ellefta sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti