Alþjóðlegur vitundarmánuður um ADHD ADHD samtökin kynna 5. október 2019 09:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk endurskinsmerki ADHD samtakanna. Október er alþjóðlegur vitundarmánuður um ADHD. ADHD samtökin standa fyrir fjölda viðburða nú í októbermánuði, alþjóðlegum vitundarmánuði um ADHD. Upphaf vitundarmánuðarins mörkuðu samtökin með því að afhenda Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, endurskinsmerki sem myndskreytt er af Hugleiki Dagssyni. Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakanna segir endurskinsmerkin stærsta liðinn í fjáröflun samtakanna en sala á þeim hefst í dag.Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakanna„Við erum svo lánsöm að fá Hugleik til liðs við okkur sem ljáir okkur myndefni fyrir endurskinsmerkin endurgjaldslaust. Myndirnar eru skemmtilegar og í hans anda. Það má vel horfa á skondnu hliðarnar á ADHD og krakkarnir taka vel í að skreyta sig með endurskinsmerkjunum eftir Hugleik,“ segir Elín. Sjálfboðaliðar samtakanna verða í dag, laugardag í Kringlunni að selja endurskinsmerkin og í Smáralind næstu helgi. Endurskinsmerkin munu jafnframt fást um allt land, í Eymundsson og Bónus hjá N1 og Íslandspósti sem og á heimasíðu samtakanna. Endurskinsmerkið kostar kr. 1.000, og rennur allur ágóði af sölunni til ADHD samtakanna.Ný heimasíða og málþing„Á mánudaginn opnum við nýja heimasíðu ADHD samtakanna. Af því tilefni tekur Líf Magneudóttur borgarfulltrúi á móti nýjum bæklingum um börn og ADHD sem við gefum nú út á pólsku og ensku, en fræðsluefni hefur vantað á þessum tungumálum,“ útskýrir Elín. „Um mánaðarmótin stöndum við fyrir málþingi undir yfirskriftinni Þú vinnur með ADHD, en málþingið er tengt vinnumarkaðnum og stöðu einstaklinga með ADHD í atvinnulífinu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, opnar ráðstefnuna og fram kemur fjöldi sérfræðinga. Við fáum meðal annars sérfræðing frá Virk sem segir frá nýju úrræði og þá mun danskur atvinnuráðgjafi tala um ADHD á vinnustað. Við fáum einnig einstaklinga sem segja frá eigin reynslu í atvinnulífinu og fjallað verður um kulnun í starfi en ýmislegt bendir til að einstaklingar með ADHD séu útsettari fyrir kulnun,“ segir Elín. Málþingið fer fram á Grand hótel þann 1. nóvember milli klukkan 12 og 16.Vitundarvakning síðustu árElín segir viðsnúning hafa orðið á viðhorfi til ADHD undanfarin áratug. Ekki sé lengur tabú að vera með ADHD en fordómar séu þó enn til staðar. Mikilvægt er að halda fræðslunni áfram. „Við hófum markvissa vitundarvakningu árið 2011 og finnum mikinn mun. Það þekkja allir einhvern með ADHD og almenn vitneskja er orðin mun meiri. Áherslur í kringum vitundarmánuð breytast ár hvert. Í fyrra einblíndum við til dæmis á konur með ADHD, birtingarmyndir ADHD eru ólíka og hjá konum virðist oft fylgja meiri kvíði, mögulega vegna þess að konur í nútíma samfélagi þurfa að halda svo mörgum boltum á lofti. Við tókum samhliða fyrir systkini barna með ADHD. Þau eiga til að gleymast eða halda sig ómeðvitað til hlés þar sem fyrirferðin í ADHD einstaklingnum kallar á alla athygli foreldranna,“ útskýrir Elín og bendir á að nálgast megi fræðsluefni á heimasíðu samtakanna um þessi og fleiri atriði. „Við gáfum til að mynda út bókina Ferðalag í flughálku – Unglingar og ADHD, en það er eina bókin sem til er á íslensku um unglinga og ADHD. Það hefur skort fræðsluefni á íslensku og samtökin gáfu einnig út bókina Leyndardómar heilans – láttu verkin tala, sem útskýrir á mannamáli um hvað ADHD snýst, hvaða áhrif það getur haft á daglegt líf og góð ráð fyrir einstaklinga og pör til að takast á við það.“ADHD ekki alslæmt„Við reynum eftir að fremsta megni að benda á það jákvæðar hliðar og kosti ADHD, sem eru fjölmargir,“ segir Elín. „Einstaklingar með ADHD eru yfirleitt mjög skapandi og orkumiklir og til dæmis eru margir íþróttamenn, rithöfundar og leikarar með ADHD. Á fundi með leikhúsfólki spurðum við hvort einhver þekkti til ADHD, salurinn hreinlega sprakk úr hlátri. Skólakerfi þar sem allir eiga að vera eins hentar ekki börnum með ADHD, sem þurfa fjölbreyttar kennsluaðferðir. Sem betur fer taka margir kennarar í dag tillit til þeirra þarfa. Enda aukinn skilningur á að einstaklingar með ADHD hugsi oft út fyrir kassann og komi auga á lausnir og nýjungar sem aðrir sjá ekki.“Þessi kynning er unnin í samstarfi við ADHD samtökin. Heilsa Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Sjá meira
ADHD samtökin standa fyrir fjölda viðburða nú í októbermánuði, alþjóðlegum vitundarmánuði um ADHD. Upphaf vitundarmánuðarins mörkuðu samtökin með því að afhenda Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, endurskinsmerki sem myndskreytt er af Hugleiki Dagssyni. Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakanna segir endurskinsmerkin stærsta liðinn í fjáröflun samtakanna en sala á þeim hefst í dag.Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakanna„Við erum svo lánsöm að fá Hugleik til liðs við okkur sem ljáir okkur myndefni fyrir endurskinsmerkin endurgjaldslaust. Myndirnar eru skemmtilegar og í hans anda. Það má vel horfa á skondnu hliðarnar á ADHD og krakkarnir taka vel í að skreyta sig með endurskinsmerkjunum eftir Hugleik,“ segir Elín. Sjálfboðaliðar samtakanna verða í dag, laugardag í Kringlunni að selja endurskinsmerkin og í Smáralind næstu helgi. Endurskinsmerkin munu jafnframt fást um allt land, í Eymundsson og Bónus hjá N1 og Íslandspósti sem og á heimasíðu samtakanna. Endurskinsmerkið kostar kr. 1.000, og rennur allur ágóði af sölunni til ADHD samtakanna.Ný heimasíða og málþing„Á mánudaginn opnum við nýja heimasíðu ADHD samtakanna. Af því tilefni tekur Líf Magneudóttur borgarfulltrúi á móti nýjum bæklingum um börn og ADHD sem við gefum nú út á pólsku og ensku, en fræðsluefni hefur vantað á þessum tungumálum,“ útskýrir Elín. „Um mánaðarmótin stöndum við fyrir málþingi undir yfirskriftinni Þú vinnur með ADHD, en málþingið er tengt vinnumarkaðnum og stöðu einstaklinga með ADHD í atvinnulífinu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, opnar ráðstefnuna og fram kemur fjöldi sérfræðinga. Við fáum meðal annars sérfræðing frá Virk sem segir frá nýju úrræði og þá mun danskur atvinnuráðgjafi tala um ADHD á vinnustað. Við fáum einnig einstaklinga sem segja frá eigin reynslu í atvinnulífinu og fjallað verður um kulnun í starfi en ýmislegt bendir til að einstaklingar með ADHD séu útsettari fyrir kulnun,“ segir Elín. Málþingið fer fram á Grand hótel þann 1. nóvember milli klukkan 12 og 16.Vitundarvakning síðustu árElín segir viðsnúning hafa orðið á viðhorfi til ADHD undanfarin áratug. Ekki sé lengur tabú að vera með ADHD en fordómar séu þó enn til staðar. Mikilvægt er að halda fræðslunni áfram. „Við hófum markvissa vitundarvakningu árið 2011 og finnum mikinn mun. Það þekkja allir einhvern með ADHD og almenn vitneskja er orðin mun meiri. Áherslur í kringum vitundarmánuð breytast ár hvert. Í fyrra einblíndum við til dæmis á konur með ADHD, birtingarmyndir ADHD eru ólíka og hjá konum virðist oft fylgja meiri kvíði, mögulega vegna þess að konur í nútíma samfélagi þurfa að halda svo mörgum boltum á lofti. Við tókum samhliða fyrir systkini barna með ADHD. Þau eiga til að gleymast eða halda sig ómeðvitað til hlés þar sem fyrirferðin í ADHD einstaklingnum kallar á alla athygli foreldranna,“ útskýrir Elín og bendir á að nálgast megi fræðsluefni á heimasíðu samtakanna um þessi og fleiri atriði. „Við gáfum til að mynda út bókina Ferðalag í flughálku – Unglingar og ADHD, en það er eina bókin sem til er á íslensku um unglinga og ADHD. Það hefur skort fræðsluefni á íslensku og samtökin gáfu einnig út bókina Leyndardómar heilans – láttu verkin tala, sem útskýrir á mannamáli um hvað ADHD snýst, hvaða áhrif það getur haft á daglegt líf og góð ráð fyrir einstaklinga og pör til að takast á við það.“ADHD ekki alslæmt„Við reynum eftir að fremsta megni að benda á það jákvæðar hliðar og kosti ADHD, sem eru fjölmargir,“ segir Elín. „Einstaklingar með ADHD eru yfirleitt mjög skapandi og orkumiklir og til dæmis eru margir íþróttamenn, rithöfundar og leikarar með ADHD. Á fundi með leikhúsfólki spurðum við hvort einhver þekkti til ADHD, salurinn hreinlega sprakk úr hlátri. Skólakerfi þar sem allir eiga að vera eins hentar ekki börnum með ADHD, sem þurfa fjölbreyttar kennsluaðferðir. Sem betur fer taka margir kennarar í dag tillit til þeirra þarfa. Enda aukinn skilningur á að einstaklingar með ADHD hugsi oft út fyrir kassann og komi auga á lausnir og nýjungar sem aðrir sjá ekki.“Þessi kynning er unnin í samstarfi við ADHD samtökin.
Heilsa Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Sjá meira