Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. október 2019 06:30 Sigurður Halldór Jesson uppskar þakklæti í gær. „Það eru allir að hrósa manni og þakka fyrir. Þetta er dulinn hópur og menn hafa ekki mikið viljað koma fram,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að hann þarf að nota óhentugri þvagleggi en áður eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands í fyrra. Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. „Fólk er að segja sínar reynslusögur. Það eru greinilega fleiri en ég sem hafa ekki fengið leggina sem þeir voru áður að nota eftir útboðið í fyrra,“ segir Sigurður sem kveður þar um að ræða aðrar tegundir heldur en þá sem hann sjálfur notaði áður. „Það er nánast jöfn skipting karla og kvenna í hópnum og ein skrifaði að hún hefði óttast það í mjög langan tíma að einmitt þetta myndi gerast. Hún þekkti eina sem notar stóma og lenti í niðurskurði hjá Sjúkratryggingum þannig að hún þarf að borga hluta af sínum búnaði sjálf ef hún ætlar að fá að vera með það sem hentar henni,“ segir Sigurður. Það séu því ekki aðeins þvagleggjanotendur sem séu í vanda. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir eina kvörtun hafa borist um þá þvagleggi sem nú séu í boði. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ. Við bendum notendum á þá leið ef þeir hafa samband við okkur vegna vöru sem þeir telja ekki henta sér nægilega vel,“ segir María. Þá kveður María Sjúkratryggingar Íslands harma það ef Icepharma hafi greint viðmælanda Fréttablaðsins rangt frá framkvæmd útboðsins og gildi þeirra tilboða sem bárust. „Staðreyndin er sú að þvagleggir af þeirri tegund sem um er rætt voru ekki boðnir og því ekki unnt að semja um kaup á þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Sjá meira
„Það eru allir að hrósa manni og þakka fyrir. Þetta er dulinn hópur og menn hafa ekki mikið viljað koma fram,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að hann þarf að nota óhentugri þvagleggi en áður eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands í fyrra. Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. „Fólk er að segja sínar reynslusögur. Það eru greinilega fleiri en ég sem hafa ekki fengið leggina sem þeir voru áður að nota eftir útboðið í fyrra,“ segir Sigurður sem kveður þar um að ræða aðrar tegundir heldur en þá sem hann sjálfur notaði áður. „Það er nánast jöfn skipting karla og kvenna í hópnum og ein skrifaði að hún hefði óttast það í mjög langan tíma að einmitt þetta myndi gerast. Hún þekkti eina sem notar stóma og lenti í niðurskurði hjá Sjúkratryggingum þannig að hún þarf að borga hluta af sínum búnaði sjálf ef hún ætlar að fá að vera með það sem hentar henni,“ segir Sigurður. Það séu því ekki aðeins þvagleggjanotendur sem séu í vanda. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir eina kvörtun hafa borist um þá þvagleggi sem nú séu í boði. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ. Við bendum notendum á þá leið ef þeir hafa samband við okkur vegna vöru sem þeir telja ekki henta sér nægilega vel,“ segir María. Þá kveður María Sjúkratryggingar Íslands harma það ef Icepharma hafi greint viðmælanda Fréttablaðsins rangt frá framkvæmd útboðsins og gildi þeirra tilboða sem bárust. „Staðreyndin er sú að þvagleggir af þeirri tegund sem um er rætt voru ekki boðnir og því ekki unnt að semja um kaup á þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Sjá meira
Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30