Segir skort á samráði vegna áforma um urðunarskatt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2019 15:06 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það gæti kostað heimilin í landinu allt að 12 þúsund krónur á ári í aukna skatta að þurfa að greiða sérstakt urðunargjald sem ríkisstjórnin hefur boðað. Aldís gagnrýndi áformin í opnunarávarpi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem sett var í morgun. „Umhverfisráðherra hefur boðað frumvarp þar sem hann leggur til urðunarskatt þannig að það verði lagt á sérstakt gjald,“ segir Aldís í samtali við fréttastofu. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um sjö krónur og fimm aura á kíló þess úrgangs sem fer til urðunar. Hugsunin er auðvitað að mynda einhvers konar pressu á íbúa að flokka betur og hætta að senda sorp til urðunar, á meðan við sveitarfélögin segjum að akkúrat núna þá er ekki tæknibúnaður með þeim hætti að við getum haft skattinn þannig að hver borgi bara fyrir það sorp sem hann sendi.“ Þá telur hún að það hefði átt að hafa meira samráð við sveitarfélögin. „Um það með hvaða hætti við gætum í sameiningu, ríki og sveitarfélög, farið í þá vegferð að minnka neyslu, auka flokkun og þar af leiðandi að minnka það sem fer til urðunar,“ segir Aldís. Þá séu þessi áform ekki í neinu samráði við Lífskjarasamningana svokölluðu þar sem loforð voru gefin um að hækka ekki gjaldskrár umfram 2,5%. Með urðunarskattinum sé sveitarfélögunum gert ókleyft að standa við það markmið.Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem nú stendur yfir á Hilton Hotel Nordica.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson svaraði gagnrýni Aldísar ávarpi sínu á fjármálaráðstefnunni í morgun þar sem hann sagði málið fyrst og fremst snúa að því markmiði að gera minna af því að urða en ekki því að vera tekjuöflun fyrir ríkið. Gert er ráð fyrir urðunarskattinum í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist hafa fundið fyrir því í kjördæmavikunni sem nú er að ljúka að sveitarstjórnarfólk kallar eftir auknu samráði um þetta. „Ég held að öll þessi urðunarmál og úrgangsmál krefjist þess að við setjumst niður og finnum svona meiri sameiginlegar lausnir. Þetta er vissulega á verksviði sveitarfélaganna en ég held að það myndi hjálpa málaflokknum og okkur íbúum landsins mjög ef að við værum með meiri samræmdar aðgerðir á landsvísu um hvernig við ætlum að leysa það,“ segir Sigurður Ingi. Fjárlagafrumvarp 2020 Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það gæti kostað heimilin í landinu allt að 12 þúsund krónur á ári í aukna skatta að þurfa að greiða sérstakt urðunargjald sem ríkisstjórnin hefur boðað. Aldís gagnrýndi áformin í opnunarávarpi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem sett var í morgun. „Umhverfisráðherra hefur boðað frumvarp þar sem hann leggur til urðunarskatt þannig að það verði lagt á sérstakt gjald,“ segir Aldís í samtali við fréttastofu. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um sjö krónur og fimm aura á kíló þess úrgangs sem fer til urðunar. Hugsunin er auðvitað að mynda einhvers konar pressu á íbúa að flokka betur og hætta að senda sorp til urðunar, á meðan við sveitarfélögin segjum að akkúrat núna þá er ekki tæknibúnaður með þeim hætti að við getum haft skattinn þannig að hver borgi bara fyrir það sorp sem hann sendi.“ Þá telur hún að það hefði átt að hafa meira samráð við sveitarfélögin. „Um það með hvaða hætti við gætum í sameiningu, ríki og sveitarfélög, farið í þá vegferð að minnka neyslu, auka flokkun og þar af leiðandi að minnka það sem fer til urðunar,“ segir Aldís. Þá séu þessi áform ekki í neinu samráði við Lífskjarasamningana svokölluðu þar sem loforð voru gefin um að hækka ekki gjaldskrár umfram 2,5%. Með urðunarskattinum sé sveitarfélögunum gert ókleyft að standa við það markmið.Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem nú stendur yfir á Hilton Hotel Nordica.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson svaraði gagnrýni Aldísar ávarpi sínu á fjármálaráðstefnunni í morgun þar sem hann sagði málið fyrst og fremst snúa að því markmiði að gera minna af því að urða en ekki því að vera tekjuöflun fyrir ríkið. Gert er ráð fyrir urðunarskattinum í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist hafa fundið fyrir því í kjördæmavikunni sem nú er að ljúka að sveitarstjórnarfólk kallar eftir auknu samráði um þetta. „Ég held að öll þessi urðunarmál og úrgangsmál krefjist þess að við setjumst niður og finnum svona meiri sameiginlegar lausnir. Þetta er vissulega á verksviði sveitarfélaganna en ég held að það myndi hjálpa málaflokknum og okkur íbúum landsins mjög ef að við værum með meiri samræmdar aðgerðir á landsvísu um hvernig við ætlum að leysa það,“ segir Sigurður Ingi.
Fjárlagafrumvarp 2020 Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira