Netið notað til að brjótast inn í lækningatæki Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2019 12:00 Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Lögreglan telur fjölgun netglæpa áhyggjuefni. Aðeins hluti brotanna endi á borði lögreglu og afbrotamennirnir finni sífellt nýjar leiðir til að ná sínu fram. Til að mynda sé hægt að nota dróna í annarlegum tilgangi og nýta netið til að brjótast inn í lækningatæki. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Á meðal þeirra sem hélt þar erindi var Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði það áhyggjuefni hversu mikið brotum, þar sem netið er notað, hafi fjölgað og að aðeins brot af þeim endi á borði lögreglu. „Við höfum auðvitað áhyggjur af því að það er náttúrulega í auknu mæli sem að eru brot framin með ýmsum hætti sem að tengist netinu. Það er annaðhvort netið er notað. Við erum að tala um brot sem eru þannig að það er verið að brjótast inn í tölvukerfi. Það er verið að nota tölvur til þess að líka brjótast inn í samskipti fólks og oft er það þannig að tilgangurinn er að ná í fjármuni,“ segir Karl. Hann telur jafnframt að talsvert meira sé um þessi brot en þau sem rati á borð lögreglunnar. „Það séu bæði fyrirtæki og einstaklingar sem að kannski skammast sín fyrir að þetta hafi gerst fyrir þau og vilja ekki tilkynna það,“ segir Karl. Sífellt nýjar leiðir eru farnar til að nýta netið þegar afbrot eru framin. „Það er auðvitað hægt að nota dróna til dæmis og það er hægt að brjótast inn í svo margt. Það er auðvitað allskyns stofnanir eins og við höfum kannski séð sem er hægt að vinna tjón á með netinnbrotum. Það er líka auðvitað hægt að brjótast inn í þess vegna lækningatæki. Þetta er bara gerir það að verkum að við verðum að hafa svona í gangi ákveðna vitundarvakningu á hvaða hættum við stöndum frammi fyrir,“ segir Karl. Lögreglumál Netöryggi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Lögreglan telur fjölgun netglæpa áhyggjuefni. Aðeins hluti brotanna endi á borði lögreglu og afbrotamennirnir finni sífellt nýjar leiðir til að ná sínu fram. Til að mynda sé hægt að nota dróna í annarlegum tilgangi og nýta netið til að brjótast inn í lækningatæki. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Á meðal þeirra sem hélt þar erindi var Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði það áhyggjuefni hversu mikið brotum, þar sem netið er notað, hafi fjölgað og að aðeins brot af þeim endi á borði lögreglu. „Við höfum auðvitað áhyggjur af því að það er náttúrulega í auknu mæli sem að eru brot framin með ýmsum hætti sem að tengist netinu. Það er annaðhvort netið er notað. Við erum að tala um brot sem eru þannig að það er verið að brjótast inn í tölvukerfi. Það er verið að nota tölvur til þess að líka brjótast inn í samskipti fólks og oft er það þannig að tilgangurinn er að ná í fjármuni,“ segir Karl. Hann telur jafnframt að talsvert meira sé um þessi brot en þau sem rati á borð lögreglunnar. „Það séu bæði fyrirtæki og einstaklingar sem að kannski skammast sín fyrir að þetta hafi gerst fyrir þau og vilja ekki tilkynna það,“ segir Karl. Sífellt nýjar leiðir eru farnar til að nýta netið þegar afbrot eru framin. „Það er auðvitað hægt að nota dróna til dæmis og það er hægt að brjótast inn í svo margt. Það er auðvitað allskyns stofnanir eins og við höfum kannski séð sem er hægt að vinna tjón á með netinnbrotum. Það er líka auðvitað hægt að brjótast inn í þess vegna lækningatæki. Þetta er bara gerir það að verkum að við verðum að hafa svona í gangi ákveðna vitundarvakningu á hvaða hættum við stöndum frammi fyrir,“ segir Karl.
Lögreglumál Netöryggi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira