Barátta gegn hamfarahlýnun inn í alla stefnumótun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2019 11:44 ASÍ ætlar að setja umhverfismálin á oddinn og móta skýra stefnu í málaflokknum. vísir/Baldur Hrafnkell Umhverfismálþing ASÍ sem haldið er í dag er hluti af ráðstefnuröð í vetur. Markmiðið er að móta skýra og markvissa stefnu verkalýðshreyfingarinnar til að sporna við hamfarahlýnun af mannavöldum. Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir verkalýðshreyfinguna bera ábyrgð. „Hamfarahlýnun af mannavöldum hefur nú þegar áhrif á atvinnulífið, efnahag og lífskjör almennings. Það er hlutverk ASÍ að standa vörð um hag almennings.“ Maríanna bendir á að þótt hamfarahlýnun hafi ekki enn mikil áhrif á daglegt líf Íslendinga þá hafi hún gífurleg áhrif á lífsafkomu fjölda fólks víða um heim. Milljónir manna séu á flótta og hamfarahlýnun hafi til að mynda mikil áhrif á daglegt líf og öryggi kvenna í dreifðum byggðum Afríku þar sem þær þurfa að fara lengri og hættulegri leið til að sækja vatn á hverjum degi. Á Íslandi þurfi að fara úr vörn í sókn. „Það sem verkalýðshreyfingin þarf að gera er að samþætta umhverfisáherslur á alla okkar málaflokka. Hvort sem við erum að horfa á atvinnumál, kjaramál, húsnæðismál eða lífeyrissjóðsmál. Við eigum að samþætta umhverfissjónarmiðið í allar okkar ákvarðanartökur.“ Maríanna bendir á að slíkt hið sama hafi verið gert með jafnréttismál á sínum tíma. „Okkur finnst eðlilegt að við tökum jafnréttisvinkilinn inn í allt sem við gerum í dag. Til dæmis varðandi atvinnustefnu, þá horfum við til þess hvort hún hafi sömu áhrif á konur og karla. Nú þurfum við, þegar við tökum allar ákvarðanir, að skoða hvort við séum að hugsa um umhverfið. Hvort ákvörðunin hafi áhrif á umhverfið og náttúruna,“ segir Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Umhverfismálþing ASÍ sem haldið er í dag er hluti af ráðstefnuröð í vetur. Markmiðið er að móta skýra og markvissa stefnu verkalýðshreyfingarinnar til að sporna við hamfarahlýnun af mannavöldum. Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir verkalýðshreyfinguna bera ábyrgð. „Hamfarahlýnun af mannavöldum hefur nú þegar áhrif á atvinnulífið, efnahag og lífskjör almennings. Það er hlutverk ASÍ að standa vörð um hag almennings.“ Maríanna bendir á að þótt hamfarahlýnun hafi ekki enn mikil áhrif á daglegt líf Íslendinga þá hafi hún gífurleg áhrif á lífsafkomu fjölda fólks víða um heim. Milljónir manna séu á flótta og hamfarahlýnun hafi til að mynda mikil áhrif á daglegt líf og öryggi kvenna í dreifðum byggðum Afríku þar sem þær þurfa að fara lengri og hættulegri leið til að sækja vatn á hverjum degi. Á Íslandi þurfi að fara úr vörn í sókn. „Það sem verkalýðshreyfingin þarf að gera er að samþætta umhverfisáherslur á alla okkar málaflokka. Hvort sem við erum að horfa á atvinnumál, kjaramál, húsnæðismál eða lífeyrissjóðsmál. Við eigum að samþætta umhverfissjónarmiðið í allar okkar ákvarðanartökur.“ Maríanna bendir á að slíkt hið sama hafi verið gert með jafnréttismál á sínum tíma. „Okkur finnst eðlilegt að við tökum jafnréttisvinkilinn inn í allt sem við gerum í dag. Til dæmis varðandi atvinnustefnu, þá horfum við til þess hvort hún hafi sömu áhrif á konur og karla. Nú þurfum við, þegar við tökum allar ákvarðanir, að skoða hvort við séum að hugsa um umhverfið. Hvort ákvörðunin hafi áhrif á umhverfið og náttúruna,“ segir Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira