Kallar eftir alvöru samráði, ekki sýndarsamráði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2019 20:00 Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG. Gera þarf róttækar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur segir félags- og barnamálaráðherra. Formaður Landssambands ungmennafélaga segir mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðkomu að því þegar gera á breytingar sem þau varðar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir tímabært að gera breytingar á kerfinu um alla þjónustu við börn enda hafi verið ákveðnir múrar á milli kerfa. „Við sjáum það að til að mynda börn sem þarfnast mikillar sérhæfðrar þjónustu, eru með fjölþættan vanda, að foreldrar þeirra og börnin þurfa að leita í þjónustu mjög víða í kerfinu,“ segir Ásmundur. Þessu þurfi að bregðast við en áform um breytingar voru kynnt á ráðstefnu í Hörpu í dag.Sjá einnig: Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur„Við erum í rauninni að boða hérna, eftir samráð og samvinnu fimm ráðuneyta og fulltrúa allra stjórnmálaflokka, er í rauninni nýtt stig eða nýtt kerfi í þjónustu við börn sem að miðar að því að kerfið gangi þvert á öll kerfi. Og ætlum að leggja slíkt fram í sérstöku lagafrumvarpi þannig að hin ólíku kerfi innan ólíkra ráðuneyta starfi saman að velferð barna í meira mæli en gert er í dag,“ segir Ásmundur. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/EgillUna Hildardóttir, formaður Landssamtaka ungmennafélaga, segir mikilvægt að hlustað sé á raddir ungs fólks í þeirri vinnu en samtökin stóðu að ráðstefnunni í dag í samstarfi við ráðuneytið. Hún segir að það þurfi alvöru samráð, ekki sýndarsamráð, við unga fólkið. „Það er ofboðslega stór hópur ungs fólks sem að virðist svolítið gleymast og það er sérstaklega, eins og er talað um, að eftir 18 ára þá er einmitt klippt á eiginlega allt öryggisnetið. Og við vildum svolítið koma að þessu með svolítið hliðsjón ungmenna á aldrinum 16 til 30 sem er svolítið okkar hópur,“ segir Una. Þessi hópur eigi það til að lenda ámilli kerfa. Ráðherra kveðst sammála því að hlusta þurfi á sjónarmið barna og ungmenna. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Skóla - og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Gera þarf róttækar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur segir félags- og barnamálaráðherra. Formaður Landssambands ungmennafélaga segir mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðkomu að því þegar gera á breytingar sem þau varðar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir tímabært að gera breytingar á kerfinu um alla þjónustu við börn enda hafi verið ákveðnir múrar á milli kerfa. „Við sjáum það að til að mynda börn sem þarfnast mikillar sérhæfðrar þjónustu, eru með fjölþættan vanda, að foreldrar þeirra og börnin þurfa að leita í þjónustu mjög víða í kerfinu,“ segir Ásmundur. Þessu þurfi að bregðast við en áform um breytingar voru kynnt á ráðstefnu í Hörpu í dag.Sjá einnig: Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur„Við erum í rauninni að boða hérna, eftir samráð og samvinnu fimm ráðuneyta og fulltrúa allra stjórnmálaflokka, er í rauninni nýtt stig eða nýtt kerfi í þjónustu við börn sem að miðar að því að kerfið gangi þvert á öll kerfi. Og ætlum að leggja slíkt fram í sérstöku lagafrumvarpi þannig að hin ólíku kerfi innan ólíkra ráðuneyta starfi saman að velferð barna í meira mæli en gert er í dag,“ segir Ásmundur. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/EgillUna Hildardóttir, formaður Landssamtaka ungmennafélaga, segir mikilvægt að hlustað sé á raddir ungs fólks í þeirri vinnu en samtökin stóðu að ráðstefnunni í dag í samstarfi við ráðuneytið. Hún segir að það þurfi alvöru samráð, ekki sýndarsamráð, við unga fólkið. „Það er ofboðslega stór hópur ungs fólks sem að virðist svolítið gleymast og það er sérstaklega, eins og er talað um, að eftir 18 ára þá er einmitt klippt á eiginlega allt öryggisnetið. Og við vildum svolítið koma að þessu með svolítið hliðsjón ungmenna á aldrinum 16 til 30 sem er svolítið okkar hópur,“ segir Una. Þessi hópur eigi það til að lenda ámilli kerfa. Ráðherra kveðst sammála því að hlusta þurfi á sjónarmið barna og ungmenna.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Skóla - og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“