Störfum gæti fækkað um 700 á næstu sex mánuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2019 11:36 Mesta eftirspurn eftir starfsfólki er í greinum tengdum sjávarútvegi. Vísir/vilhelm Ætla má að að starfsmönnum 400 stærstu fyrirtækja landsins muni fækka um 0,5 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það hlutfall fært yfir á allan almenna vinnumarkaðinn má ætla að á næsta hálfa ári muni störfum fækka um 700. Lítill skortur er á starfsfólki og hafa þær aðstæður ekki breyst á árinu. Þetta er meðal niðurstaðna könnunnar sem framkvæmd var meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fyrir Samtök atvinnulífsins. Þrátt fyrir fyrrgreindar væntingar um fækkun starfsmanna er það mat stjórnendanna að staðan í atvinnulífinu versni ekki mikið á næstu sex mánuðum.Sjá einnig: Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Færri stjórnendur segjast þó finna fyrir skorti á starfsfólki en fyrir ári síðan, 17 prósent samanborið við 22 prósent í fyrra, og er skorturinn sagður mestur í sjávarútvegi. Sautján prósent fyrirtækjanna 400 gera aukinheldur ráð fyrir því að fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum, en 22 prósent búast við fækkun í starfsliðinu.Botninum ekki náð Alls starfa 25 þúsund manns í umræddum fyrirtækjum og af svörum stjórnenda þeirra að dæma er ætlað að starfsmönnunum fækki um 0,5 prósent næsta hálfa árið. „Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um 700 á næstu sex mánuðum. Fjölgunin er 200 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin 900 hjá þeim sem áforma fækkun,“ segir í útlistun Samtaka atvinnulífsins á könnuninni. Þar segir jafnframt að stjórnendur fjármálafyrirtækja sjái fram á mesta fækkun starfsmanna en þar á eftir komi stjórnendur í byggingarstarfsemi og verslun. Þannig virðist fækkun starfa vera framundan í flestum atvinnugreinum nema ýmissi sérhæfðri þjónustu. Það virðist því ætla að verða áframhald á uppsagnarhrinu síðustu mánaða, ef marka má svör stjórnendanna, sem kemur heim og saman við svör forstjóra Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir sagði í samtali við fréttastofu í liðinni viku að botninum væri ekki náð, þrátt fyrir að hópuppsagnir það sem af er ári séu orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Úttekt á svörum stjórnendanna má nálgast á vef Samtaka atvinnulífsins. Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Ætla má að að starfsmönnum 400 stærstu fyrirtækja landsins muni fækka um 0,5 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það hlutfall fært yfir á allan almenna vinnumarkaðinn má ætla að á næsta hálfa ári muni störfum fækka um 700. Lítill skortur er á starfsfólki og hafa þær aðstæður ekki breyst á árinu. Þetta er meðal niðurstaðna könnunnar sem framkvæmd var meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fyrir Samtök atvinnulífsins. Þrátt fyrir fyrrgreindar væntingar um fækkun starfsmanna er það mat stjórnendanna að staðan í atvinnulífinu versni ekki mikið á næstu sex mánuðum.Sjá einnig: Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Færri stjórnendur segjast þó finna fyrir skorti á starfsfólki en fyrir ári síðan, 17 prósent samanborið við 22 prósent í fyrra, og er skorturinn sagður mestur í sjávarútvegi. Sautján prósent fyrirtækjanna 400 gera aukinheldur ráð fyrir því að fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum, en 22 prósent búast við fækkun í starfsliðinu.Botninum ekki náð Alls starfa 25 þúsund manns í umræddum fyrirtækjum og af svörum stjórnenda þeirra að dæma er ætlað að starfsmönnunum fækki um 0,5 prósent næsta hálfa árið. „Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um 700 á næstu sex mánuðum. Fjölgunin er 200 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin 900 hjá þeim sem áforma fækkun,“ segir í útlistun Samtaka atvinnulífsins á könnuninni. Þar segir jafnframt að stjórnendur fjármálafyrirtækja sjái fram á mesta fækkun starfsmanna en þar á eftir komi stjórnendur í byggingarstarfsemi og verslun. Þannig virðist fækkun starfa vera framundan í flestum atvinnugreinum nema ýmissi sérhæfðri þjónustu. Það virðist því ætla að verða áframhald á uppsagnarhrinu síðustu mánaða, ef marka má svör stjórnendanna, sem kemur heim og saman við svör forstjóra Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir sagði í samtali við fréttastofu í liðinni viku að botninum væri ekki náð, þrátt fyrir að hópuppsagnir það sem af er ári séu orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Úttekt á svörum stjórnendanna má nálgast á vef Samtaka atvinnulífsins.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27