Störfum gæti fækkað um 700 á næstu sex mánuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2019 11:36 Mesta eftirspurn eftir starfsfólki er í greinum tengdum sjávarútvegi. Vísir/vilhelm Ætla má að að starfsmönnum 400 stærstu fyrirtækja landsins muni fækka um 0,5 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það hlutfall fært yfir á allan almenna vinnumarkaðinn má ætla að á næsta hálfa ári muni störfum fækka um 700. Lítill skortur er á starfsfólki og hafa þær aðstæður ekki breyst á árinu. Þetta er meðal niðurstaðna könnunnar sem framkvæmd var meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fyrir Samtök atvinnulífsins. Þrátt fyrir fyrrgreindar væntingar um fækkun starfsmanna er það mat stjórnendanna að staðan í atvinnulífinu versni ekki mikið á næstu sex mánuðum.Sjá einnig: Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Færri stjórnendur segjast þó finna fyrir skorti á starfsfólki en fyrir ári síðan, 17 prósent samanborið við 22 prósent í fyrra, og er skorturinn sagður mestur í sjávarútvegi. Sautján prósent fyrirtækjanna 400 gera aukinheldur ráð fyrir því að fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum, en 22 prósent búast við fækkun í starfsliðinu.Botninum ekki náð Alls starfa 25 þúsund manns í umræddum fyrirtækjum og af svörum stjórnenda þeirra að dæma er ætlað að starfsmönnunum fækki um 0,5 prósent næsta hálfa árið. „Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um 700 á næstu sex mánuðum. Fjölgunin er 200 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin 900 hjá þeim sem áforma fækkun,“ segir í útlistun Samtaka atvinnulífsins á könnuninni. Þar segir jafnframt að stjórnendur fjármálafyrirtækja sjái fram á mesta fækkun starfsmanna en þar á eftir komi stjórnendur í byggingarstarfsemi og verslun. Þannig virðist fækkun starfa vera framundan í flestum atvinnugreinum nema ýmissi sérhæfðri þjónustu. Það virðist því ætla að verða áframhald á uppsagnarhrinu síðustu mánaða, ef marka má svör stjórnendanna, sem kemur heim og saman við svör forstjóra Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir sagði í samtali við fréttastofu í liðinni viku að botninum væri ekki náð, þrátt fyrir að hópuppsagnir það sem af er ári séu orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Úttekt á svörum stjórnendanna má nálgast á vef Samtaka atvinnulífsins. Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Ætla má að að starfsmönnum 400 stærstu fyrirtækja landsins muni fækka um 0,5 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það hlutfall fært yfir á allan almenna vinnumarkaðinn má ætla að á næsta hálfa ári muni störfum fækka um 700. Lítill skortur er á starfsfólki og hafa þær aðstæður ekki breyst á árinu. Þetta er meðal niðurstaðna könnunnar sem framkvæmd var meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fyrir Samtök atvinnulífsins. Þrátt fyrir fyrrgreindar væntingar um fækkun starfsmanna er það mat stjórnendanna að staðan í atvinnulífinu versni ekki mikið á næstu sex mánuðum.Sjá einnig: Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Færri stjórnendur segjast þó finna fyrir skorti á starfsfólki en fyrir ári síðan, 17 prósent samanborið við 22 prósent í fyrra, og er skorturinn sagður mestur í sjávarútvegi. Sautján prósent fyrirtækjanna 400 gera aukinheldur ráð fyrir því að fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum, en 22 prósent búast við fækkun í starfsliðinu.Botninum ekki náð Alls starfa 25 þúsund manns í umræddum fyrirtækjum og af svörum stjórnenda þeirra að dæma er ætlað að starfsmönnunum fækki um 0,5 prósent næsta hálfa árið. „Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um 700 á næstu sex mánuðum. Fjölgunin er 200 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin 900 hjá þeim sem áforma fækkun,“ segir í útlistun Samtaka atvinnulífsins á könnuninni. Þar segir jafnframt að stjórnendur fjármálafyrirtækja sjái fram á mesta fækkun starfsmanna en þar á eftir komi stjórnendur í byggingarstarfsemi og verslun. Þannig virðist fækkun starfa vera framundan í flestum atvinnugreinum nema ýmissi sérhæfðri þjónustu. Það virðist því ætla að verða áframhald á uppsagnarhrinu síðustu mánaða, ef marka má svör stjórnendanna, sem kemur heim og saman við svör forstjóra Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir sagði í samtali við fréttastofu í liðinni viku að botninum væri ekki náð, þrátt fyrir að hópuppsagnir það sem af er ári séu orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Úttekt á svörum stjórnendanna má nálgast á vef Samtaka atvinnulífsins.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27