Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 11:45 Hópurinn sem Íslendingurinn leggur nafn sitt við heldur því fram að jákvætt sé að losa enn meira af gróðurhúsalofttegundunum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni en áður. Vísir/Getty Íslenskur heiðursprófessor í hagfræði er á meðal fimm hundruð manns sem leggja nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Margir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna tengjast iðnaði, námuvinnslu og hugveitum sem afneita þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Yfirlýsing hóps sem nefnir sig CLINTEL var send á Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið í aðdraganda loftslagsráðstefnu Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York í síðustu viku. Í yfirlýsingunni, sem ber yfirskriftina „Það er ekkert loftslagsneyðarástand“, fullyrðir hópurinn að það sé „ímyndun“ að það hafi kosti í för með sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þvert á móti talar hópurinn fyrir því að gott sé að auka losunina enn frekar þó að vísindamenn segi að haldi losun áfram óbreytt gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum áhrifum á lífríki jarðar og samfélög manna. Farið er frjálslega með staðreyndir í yfirlýsingunni um þekkingu manna á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og áreiðanleika loftslagslíkana. Þar eru settar fram löngu hraktar fullyrðingar sem andmælendur loftslagsvísinda hafa borið fram um árabil og stangast á við þekkingu vísindamanna og stofnana um allan heim. Þar er meðal annars fullyrt að hlýnun sé mun minni en „upphaflega var spáð“ og að loftslagslíkön séu óáreiðanleg. Þvert á móti hafa loftslagslíkön verið í góðu samræmi við mælda hlýnun.Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus í hagfræði.Kirkjufell notað í kynningarefninu Fæstir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna hafa nokkra sérþekkingu á loftslagsvísindum. Í mörgum tilfellum er um að ræða verkfræðinga, hagfræðinga og prófessora á eftirlaunum. The Guardian segir að námuverkfræðingar og viðskiptamenn séu einnig í hópnum auk stjórnenda hugveitna sem þræta fyrir loftslagsvísindi og þrýsta á um afnám reglugerða, þar á meðal Heartland-hugveitunnar bandarísku. Þannig er íslenski fræðimaðurinn sem leggur nafn sitt við yfirlýsinguna ekki með sérþekkingu á loftslagsvísindum. Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus við Hagfræðiskóla Noregs. Í tilkynningu á vef Háskólans á Akureyri frá því að Rögnvaldur var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í janúar kemur fram að hann sé auðlindahagfræðingur sem hafi kennt fiskihagfræðingi við sjávarútvegsdeild skólans. Á vefsíðu norska skólans kemur fram að hann sérhæfi sig meðal annars í „olíuhagfræði“. Athygli vekur að í yfirlýsingunni má finna mynd af Kirkjufelli við Grundarfjörð. The Guardian í Ástralíu segir enn frekar að CLINTEL-hópurinn sé að miklu leyti skipaður sama fólki og skipuleggjendum og hópur sem skaut upp kollinum gegn loftslagsvísindum í kjölfar Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sá hópur hafi einnig haldið því fram að gott væri að losa meira af gróðurhúsalofttegundum.Vefsíðan DeSmog, sem fjallar um loftslagsvísindaafneitun, fjallaði um aðdraganda yfirlýsingar CLINTEL í byrjun september. CLINTEL sjálft hafi verið stofnað í apríl af hollenska verkfræðingnum Guus Berkhout sem starfaði áður fyrir olíurisann Shell og fyrir olíu- og gasiðnaðinn. Aðeins örfáir þeirra sem hafi skrifað undir yfirlýsingu hópsins hafi bakgrunn í loftslagsvísindum, aðrir vinni við skriftir eða séu verkfræðingar eða jarðfræðingar með enga bein sérþekkingu. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Íslenskur heiðursprófessor í hagfræði er á meðal fimm hundruð manns sem leggja nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Margir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna tengjast iðnaði, námuvinnslu og hugveitum sem afneita þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Yfirlýsing hóps sem nefnir sig CLINTEL var send á Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið í aðdraganda loftslagsráðstefnu Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York í síðustu viku. Í yfirlýsingunni, sem ber yfirskriftina „Það er ekkert loftslagsneyðarástand“, fullyrðir hópurinn að það sé „ímyndun“ að það hafi kosti í för með sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þvert á móti talar hópurinn fyrir því að gott sé að auka losunina enn frekar þó að vísindamenn segi að haldi losun áfram óbreytt gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum áhrifum á lífríki jarðar og samfélög manna. Farið er frjálslega með staðreyndir í yfirlýsingunni um þekkingu manna á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og áreiðanleika loftslagslíkana. Þar eru settar fram löngu hraktar fullyrðingar sem andmælendur loftslagsvísinda hafa borið fram um árabil og stangast á við þekkingu vísindamanna og stofnana um allan heim. Þar er meðal annars fullyrt að hlýnun sé mun minni en „upphaflega var spáð“ og að loftslagslíkön séu óáreiðanleg. Þvert á móti hafa loftslagslíkön verið í góðu samræmi við mælda hlýnun.Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus í hagfræði.Kirkjufell notað í kynningarefninu Fæstir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna hafa nokkra sérþekkingu á loftslagsvísindum. Í mörgum tilfellum er um að ræða verkfræðinga, hagfræðinga og prófessora á eftirlaunum. The Guardian segir að námuverkfræðingar og viðskiptamenn séu einnig í hópnum auk stjórnenda hugveitna sem þræta fyrir loftslagsvísindi og þrýsta á um afnám reglugerða, þar á meðal Heartland-hugveitunnar bandarísku. Þannig er íslenski fræðimaðurinn sem leggur nafn sitt við yfirlýsinguna ekki með sérþekkingu á loftslagsvísindum. Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus við Hagfræðiskóla Noregs. Í tilkynningu á vef Háskólans á Akureyri frá því að Rögnvaldur var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í janúar kemur fram að hann sé auðlindahagfræðingur sem hafi kennt fiskihagfræðingi við sjávarútvegsdeild skólans. Á vefsíðu norska skólans kemur fram að hann sérhæfi sig meðal annars í „olíuhagfræði“. Athygli vekur að í yfirlýsingunni má finna mynd af Kirkjufelli við Grundarfjörð. The Guardian í Ástralíu segir enn frekar að CLINTEL-hópurinn sé að miklu leyti skipaður sama fólki og skipuleggjendum og hópur sem skaut upp kollinum gegn loftslagsvísindum í kjölfar Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sá hópur hafi einnig haldið því fram að gott væri að losa meira af gróðurhúsalofttegundum.Vefsíðan DeSmog, sem fjallar um loftslagsvísindaafneitun, fjallaði um aðdraganda yfirlýsingar CLINTEL í byrjun september. CLINTEL sjálft hafi verið stofnað í apríl af hollenska verkfræðingnum Guus Berkhout sem starfaði áður fyrir olíurisann Shell og fyrir olíu- og gasiðnaðinn. Aðeins örfáir þeirra sem hafi skrifað undir yfirlýsingu hópsins hafi bakgrunn í loftslagsvísindum, aðrir vinni við skriftir eða séu verkfræðingar eða jarðfræðingar með enga bein sérþekkingu.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30