Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 11:45 Hópurinn sem Íslendingurinn leggur nafn sitt við heldur því fram að jákvætt sé að losa enn meira af gróðurhúsalofttegundunum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni en áður. Vísir/Getty Íslenskur heiðursprófessor í hagfræði er á meðal fimm hundruð manns sem leggja nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Margir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna tengjast iðnaði, námuvinnslu og hugveitum sem afneita þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Yfirlýsing hóps sem nefnir sig CLINTEL var send á Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið í aðdraganda loftslagsráðstefnu Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York í síðustu viku. Í yfirlýsingunni, sem ber yfirskriftina „Það er ekkert loftslagsneyðarástand“, fullyrðir hópurinn að það sé „ímyndun“ að það hafi kosti í för með sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þvert á móti talar hópurinn fyrir því að gott sé að auka losunina enn frekar þó að vísindamenn segi að haldi losun áfram óbreytt gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum áhrifum á lífríki jarðar og samfélög manna. Farið er frjálslega með staðreyndir í yfirlýsingunni um þekkingu manna á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og áreiðanleika loftslagslíkana. Þar eru settar fram löngu hraktar fullyrðingar sem andmælendur loftslagsvísinda hafa borið fram um árabil og stangast á við þekkingu vísindamanna og stofnana um allan heim. Þar er meðal annars fullyrt að hlýnun sé mun minni en „upphaflega var spáð“ og að loftslagslíkön séu óáreiðanleg. Þvert á móti hafa loftslagslíkön verið í góðu samræmi við mælda hlýnun.Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus í hagfræði.Kirkjufell notað í kynningarefninu Fæstir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna hafa nokkra sérþekkingu á loftslagsvísindum. Í mörgum tilfellum er um að ræða verkfræðinga, hagfræðinga og prófessora á eftirlaunum. The Guardian segir að námuverkfræðingar og viðskiptamenn séu einnig í hópnum auk stjórnenda hugveitna sem þræta fyrir loftslagsvísindi og þrýsta á um afnám reglugerða, þar á meðal Heartland-hugveitunnar bandarísku. Þannig er íslenski fræðimaðurinn sem leggur nafn sitt við yfirlýsinguna ekki með sérþekkingu á loftslagsvísindum. Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus við Hagfræðiskóla Noregs. Í tilkynningu á vef Háskólans á Akureyri frá því að Rögnvaldur var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í janúar kemur fram að hann sé auðlindahagfræðingur sem hafi kennt fiskihagfræðingi við sjávarútvegsdeild skólans. Á vefsíðu norska skólans kemur fram að hann sérhæfi sig meðal annars í „olíuhagfræði“. Athygli vekur að í yfirlýsingunni má finna mynd af Kirkjufelli við Grundarfjörð. The Guardian í Ástralíu segir enn frekar að CLINTEL-hópurinn sé að miklu leyti skipaður sama fólki og skipuleggjendum og hópur sem skaut upp kollinum gegn loftslagsvísindum í kjölfar Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sá hópur hafi einnig haldið því fram að gott væri að losa meira af gróðurhúsalofttegundum.Vefsíðan DeSmog, sem fjallar um loftslagsvísindaafneitun, fjallaði um aðdraganda yfirlýsingar CLINTEL í byrjun september. CLINTEL sjálft hafi verið stofnað í apríl af hollenska verkfræðingnum Guus Berkhout sem starfaði áður fyrir olíurisann Shell og fyrir olíu- og gasiðnaðinn. Aðeins örfáir þeirra sem hafi skrifað undir yfirlýsingu hópsins hafi bakgrunn í loftslagsvísindum, aðrir vinni við skriftir eða séu verkfræðingar eða jarðfræðingar með enga bein sérþekkingu. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Íslenskur heiðursprófessor í hagfræði er á meðal fimm hundruð manns sem leggja nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Margir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna tengjast iðnaði, námuvinnslu og hugveitum sem afneita þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Yfirlýsing hóps sem nefnir sig CLINTEL var send á Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið í aðdraganda loftslagsráðstefnu Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York í síðustu viku. Í yfirlýsingunni, sem ber yfirskriftina „Það er ekkert loftslagsneyðarástand“, fullyrðir hópurinn að það sé „ímyndun“ að það hafi kosti í för með sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þvert á móti talar hópurinn fyrir því að gott sé að auka losunina enn frekar þó að vísindamenn segi að haldi losun áfram óbreytt gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum áhrifum á lífríki jarðar og samfélög manna. Farið er frjálslega með staðreyndir í yfirlýsingunni um þekkingu manna á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og áreiðanleika loftslagslíkana. Þar eru settar fram löngu hraktar fullyrðingar sem andmælendur loftslagsvísinda hafa borið fram um árabil og stangast á við þekkingu vísindamanna og stofnana um allan heim. Þar er meðal annars fullyrt að hlýnun sé mun minni en „upphaflega var spáð“ og að loftslagslíkön séu óáreiðanleg. Þvert á móti hafa loftslagslíkön verið í góðu samræmi við mælda hlýnun.Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus í hagfræði.Kirkjufell notað í kynningarefninu Fæstir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna hafa nokkra sérþekkingu á loftslagsvísindum. Í mörgum tilfellum er um að ræða verkfræðinga, hagfræðinga og prófessora á eftirlaunum. The Guardian segir að námuverkfræðingar og viðskiptamenn séu einnig í hópnum auk stjórnenda hugveitna sem þræta fyrir loftslagsvísindi og þrýsta á um afnám reglugerða, þar á meðal Heartland-hugveitunnar bandarísku. Þannig er íslenski fræðimaðurinn sem leggur nafn sitt við yfirlýsinguna ekki með sérþekkingu á loftslagsvísindum. Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus við Hagfræðiskóla Noregs. Í tilkynningu á vef Háskólans á Akureyri frá því að Rögnvaldur var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í janúar kemur fram að hann sé auðlindahagfræðingur sem hafi kennt fiskihagfræðingi við sjávarútvegsdeild skólans. Á vefsíðu norska skólans kemur fram að hann sérhæfi sig meðal annars í „olíuhagfræði“. Athygli vekur að í yfirlýsingunni má finna mynd af Kirkjufelli við Grundarfjörð. The Guardian í Ástralíu segir enn frekar að CLINTEL-hópurinn sé að miklu leyti skipaður sama fólki og skipuleggjendum og hópur sem skaut upp kollinum gegn loftslagsvísindum í kjölfar Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sá hópur hafi einnig haldið því fram að gott væri að losa meira af gróðurhúsalofttegundum.Vefsíðan DeSmog, sem fjallar um loftslagsvísindaafneitun, fjallaði um aðdraganda yfirlýsingar CLINTEL í byrjun september. CLINTEL sjálft hafi verið stofnað í apríl af hollenska verkfræðingnum Guus Berkhout sem starfaði áður fyrir olíurisann Shell og fyrir olíu- og gasiðnaðinn. Aðeins örfáir þeirra sem hafi skrifað undir yfirlýsingu hópsins hafi bakgrunn í loftslagsvísindum, aðrir vinni við skriftir eða séu verkfræðingar eða jarðfræðingar með enga bein sérþekkingu.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30