Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. október 2019 09:00 Bekkurinn fær brottvísun. VÍSIR/SKJÁSKOT Mikill hiti var eftir leik FH og Aftureldingar í Olís-deildinni á sunnudagskvöldið en FH vann nauman sigur eftir spennuleik. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var heitt í hamsi eftir leikinn og lét dómara leiksins og eftirlitsdómara heyra það eftir leikinn. „Ég held að Einar Andri taki pirringinn út á þessu atviki eftir að það sem gerðist fyrr í leiknum hvað varðar brottvísunina sem þeir fá þegar lítið er eftir,“ sagði Guðlaugur Arnarsson. Gestur Ólafur Ingvarsson er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og tæpum tíu mínútum fyrir leikslok meiddist hann illa. Þrír starfsmenn Aftureldingar fóru inn á völlinn og fyrir það fengu þeir tveggja mínútna brottvísun. „Fyrsta orðið sem mér datt í hug var orð sem Guðmundur Guðmundsson kenndi mér snemma á ferlinum: katastrófa. Það fara þrír starfsmenn inn á völlinn og samkvæmt ströngustu reglum eru það tvær mínútur.“ „Þarna er ekkert verið að lesa leikinn. Þú ert með ungan strák sem er að slíta krossband í annað skiptið og það eru ekki eins og það séu sjö veðhlaupahestar inn á. Það eru tilfinningar í þessu.“ Jóhann Gunnar segir að Gísli Hlynur, eftirlitsdómari, hafi átt að skilja stöðuna sem upp var komin og leysa þetta betur. „Það er verið að setja manninn á börur og Gísli á bara að lesa leikinn og segja við Ásgeir að hann megi ekki vera inn á. Staðan er 20-20 og fer í 23-20; vegna áfallsins og að vera einum færri. Ég skil Einar Andra að vera brjálaðan.“ „Þetta er hálfgert hneyksli. Það er ekki eins og hann hafi fengið högg í magann og þeir hafa komið inn á og röflað í dómaranum. Þú ert að slíta krossband og auðvitað ferðu inn á og spyrð hann hvernig hann hefur það. Ég varð eiginlega smá reiður,“ sagði Jóhann Gunnar. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Dómgæslan í FH-Afturelding Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Hann er tveir metrar og á ekki séns í sirkúsinn“ Valsmenn eru með þrjú stig af átta mögulegum í Olís-deild karla. 1. október 2019 08:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Mikill hiti var eftir leik FH og Aftureldingar í Olís-deildinni á sunnudagskvöldið en FH vann nauman sigur eftir spennuleik. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var heitt í hamsi eftir leikinn og lét dómara leiksins og eftirlitsdómara heyra það eftir leikinn. „Ég held að Einar Andri taki pirringinn út á þessu atviki eftir að það sem gerðist fyrr í leiknum hvað varðar brottvísunina sem þeir fá þegar lítið er eftir,“ sagði Guðlaugur Arnarsson. Gestur Ólafur Ingvarsson er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og tæpum tíu mínútum fyrir leikslok meiddist hann illa. Þrír starfsmenn Aftureldingar fóru inn á völlinn og fyrir það fengu þeir tveggja mínútna brottvísun. „Fyrsta orðið sem mér datt í hug var orð sem Guðmundur Guðmundsson kenndi mér snemma á ferlinum: katastrófa. Það fara þrír starfsmenn inn á völlinn og samkvæmt ströngustu reglum eru það tvær mínútur.“ „Þarna er ekkert verið að lesa leikinn. Þú ert með ungan strák sem er að slíta krossband í annað skiptið og það eru ekki eins og það séu sjö veðhlaupahestar inn á. Það eru tilfinningar í þessu.“ Jóhann Gunnar segir að Gísli Hlynur, eftirlitsdómari, hafi átt að skilja stöðuna sem upp var komin og leysa þetta betur. „Það er verið að setja manninn á börur og Gísli á bara að lesa leikinn og segja við Ásgeir að hann megi ekki vera inn á. Staðan er 20-20 og fer í 23-20; vegna áfallsins og að vera einum færri. Ég skil Einar Andra að vera brjálaðan.“ „Þetta er hálfgert hneyksli. Það er ekki eins og hann hafi fengið högg í magann og þeir hafa komið inn á og röflað í dómaranum. Þú ert að slíta krossband og auðvitað ferðu inn á og spyrð hann hvernig hann hefur það. Ég varð eiginlega smá reiður,“ sagði Jóhann Gunnar. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Dómgæslan í FH-Afturelding
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Hann er tveir metrar og á ekki séns í sirkúsinn“ Valsmenn eru með þrjú stig af átta mögulegum í Olís-deild karla. 1. október 2019 08:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Seinni bylgjan: „Hann er tveir metrar og á ekki séns í sirkúsinn“ Valsmenn eru með þrjú stig af átta mögulegum í Olís-deild karla. 1. október 2019 08:00