Mikil aukning á árinu í sjálfsvígssímtölum Björn Þorfinnsson skrifar 1. október 2019 07:45 Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparlínu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Um 30 prósent fleiri sjálfsvígssímtöl hafa borist í Hjálparsíma Rauða krossins það sem af er ári miðað við sama tímabil 2018. Samtökin hafa í samstarfi við Geðhjálp sett í gang herferð til þess að uppfræða ungmenni um geðheilsu. Rauði krossinn hefur um árabil starfrækt Hjálparsíma þar sem einstaklingar geta hringt inn eða sent skilaboð á netinu um ýmis vandamál. Úrræðið er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sjálfboðaliðar manna vaktirnar á daginn og kvöldin en næturvaktirnar eru launaðar. „Við erum með um 90 til 100 sjálfboðaliða sem manna vaktirnar. Þörfin er ærin því okkur berast um fjórtán þúsund símtöl og skilaboð á ári. Við tökum á öllum vandamálum fólks en flest þeirra eru þó sálræns eðlis. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Samkvæmt skráningu Hjálparsímans hafa það sem af er ári borist 717 samtöl frá einstaklingum í sjálfsvígshugleiðingum. Fjöldinn var 553 á sama tíma í fyrra og því er aukningin um 30 prósent. „Það þarf ekki að þýða að það séu fleiri í sjálfsvígshugleiðingum en áður, heldur að það séu fleiri sem leita sér hjálpar og þora að tala um það þegar þeim líður illa,“ segir Sandra Björk. Rauði krossinn og Geðhjálp blésu í herlúðra og hrintu forvarnarverkefninu Útmeð’a í framkvæmd til að minna á hvaða þættir geta stuðlað að góðu andlegu heilbrigði. Um er að ræða tíu myndbönd sem eiga að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf halda. „Það má segja að við höfum uppfært Geðorðin tíu, sem margir þekkja, og fært þau í nútímalegri búning. Þetta eru gagnvirk myndbönd, unnin í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Tjarnargötu, þar sem áhorfandinn á að geta upplifað hvernig lífið getur breyst með því að temja sér betri venjur og hugsa vel um sjálfan sig. Þetta er í formi tíu skrefa sem öll eiga að hjálpa til við að stuðla að betri geðheilsu,“ segir Sandra Björk. Myndböndin eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins, utmeda.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Um 30 prósent fleiri sjálfsvígssímtöl hafa borist í Hjálparsíma Rauða krossins það sem af er ári miðað við sama tímabil 2018. Samtökin hafa í samstarfi við Geðhjálp sett í gang herferð til þess að uppfræða ungmenni um geðheilsu. Rauði krossinn hefur um árabil starfrækt Hjálparsíma þar sem einstaklingar geta hringt inn eða sent skilaboð á netinu um ýmis vandamál. Úrræðið er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sjálfboðaliðar manna vaktirnar á daginn og kvöldin en næturvaktirnar eru launaðar. „Við erum með um 90 til 100 sjálfboðaliða sem manna vaktirnar. Þörfin er ærin því okkur berast um fjórtán þúsund símtöl og skilaboð á ári. Við tökum á öllum vandamálum fólks en flest þeirra eru þó sálræns eðlis. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Samkvæmt skráningu Hjálparsímans hafa það sem af er ári borist 717 samtöl frá einstaklingum í sjálfsvígshugleiðingum. Fjöldinn var 553 á sama tíma í fyrra og því er aukningin um 30 prósent. „Það þarf ekki að þýða að það séu fleiri í sjálfsvígshugleiðingum en áður, heldur að það séu fleiri sem leita sér hjálpar og þora að tala um það þegar þeim líður illa,“ segir Sandra Björk. Rauði krossinn og Geðhjálp blésu í herlúðra og hrintu forvarnarverkefninu Útmeð’a í framkvæmd til að minna á hvaða þættir geta stuðlað að góðu andlegu heilbrigði. Um er að ræða tíu myndbönd sem eiga að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf halda. „Það má segja að við höfum uppfært Geðorðin tíu, sem margir þekkja, og fært þau í nútímalegri búning. Þetta eru gagnvirk myndbönd, unnin í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Tjarnargötu, þar sem áhorfandinn á að geta upplifað hvernig lífið getur breyst með því að temja sér betri venjur og hugsa vel um sjálfan sig. Þetta er í formi tíu skrefa sem öll eiga að hjálpa til við að stuðla að betri geðheilsu,“ segir Sandra Björk. Myndböndin eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins, utmeda.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels