Fór hörðum orðum um ríkisstjórnina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. október 2019 12:21 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, flytur ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir. Vísir/Arnar Samfylkingin mun gegna lykilhlutverki við að reyna að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir loftslagsmálin í lamasessi og menntamálin í afturför undir stjórn núverandi ríkisstjórnar. Þetta kom fram í máli Loga í formannsræðu hans á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Austurbæ. Logi fór hörðum orðum um ríkisstjórnina og sagði ríkisstjórnarflokkana hafa fyrir löngu misst tiltrú og stuðning meirihluta kjósenda. „Við erum hér komin til að ræða áskoranir framtíðarinnar en líka við erum líka komin til að ræða stöðuna í stjórnmálum. Og við erum með ríkisstjórn sem að er mynduð af flokkum pólanna á milli og niðurstaðan er lægsti samnefnari í öllum málum og moð og það er ekki það sem við þurfum á að halda í dag,” segir Logi í samtali við fréttastofu. Í ræðu sinni sagði Logi það vera skýrt markmið flokksins að fella ríkisstjórnina í næstu þingkosningum 2021. „Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem krefjast bara djarfra ákvarðana og frumlegra lausna og markvissra aðgerða og það held ég að verði ekki gert nema umbótaöflin taki höndum saman og myndi ríkisstjórn eftir næstu kosningar,” segir Logi. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Logi kveðst binda vonir við að flokkur hans fái umboð til að leiða saman ríkisstjórn í næstu kosningum en Samfylkingin hefur mælst næst stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum í skoðanakönnunum að undanförnu. Seint kæmi til greina að mati Loga að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Flokkur á borð við Vinstri græna gæti náð meiri árangri í annars konar ríkisstjórn, til að mynda með tilliti til loftslagsmála. „Það er vissulega aukning í loftslagsmál en prósentuhækkun úr engu í nokkra milljarða er auðvitað á blaði töluvert mikið en langt í frá það sem við þurfum. Og ég held að Vinstri græn myndu ná miklu betri árangri ef þau störfuðu saman með flokkum sem að raunverulega taka þetta verkefni alvarlega og vilja stíga fastari skref,” segir Logi. Samfylkingin Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Samfylkingin mun gegna lykilhlutverki við að reyna að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir loftslagsmálin í lamasessi og menntamálin í afturför undir stjórn núverandi ríkisstjórnar. Þetta kom fram í máli Loga í formannsræðu hans á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Austurbæ. Logi fór hörðum orðum um ríkisstjórnina og sagði ríkisstjórnarflokkana hafa fyrir löngu misst tiltrú og stuðning meirihluta kjósenda. „Við erum hér komin til að ræða áskoranir framtíðarinnar en líka við erum líka komin til að ræða stöðuna í stjórnmálum. Og við erum með ríkisstjórn sem að er mynduð af flokkum pólanna á milli og niðurstaðan er lægsti samnefnari í öllum málum og moð og það er ekki það sem við þurfum á að halda í dag,” segir Logi í samtali við fréttastofu. Í ræðu sinni sagði Logi það vera skýrt markmið flokksins að fella ríkisstjórnina í næstu þingkosningum 2021. „Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem krefjast bara djarfra ákvarðana og frumlegra lausna og markvissra aðgerða og það held ég að verði ekki gert nema umbótaöflin taki höndum saman og myndi ríkisstjórn eftir næstu kosningar,” segir Logi. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Logi kveðst binda vonir við að flokkur hans fái umboð til að leiða saman ríkisstjórn í næstu kosningum en Samfylkingin hefur mælst næst stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum í skoðanakönnunum að undanförnu. Seint kæmi til greina að mati Loga að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Flokkur á borð við Vinstri græna gæti náð meiri árangri í annars konar ríkisstjórn, til að mynda með tilliti til loftslagsmála. „Það er vissulega aukning í loftslagsmál en prósentuhækkun úr engu í nokkra milljarða er auðvitað á blaði töluvert mikið en langt í frá það sem við þurfum. Og ég held að Vinstri græn myndu ná miklu betri árangri ef þau störfuðu saman með flokkum sem að raunverulega taka þetta verkefni alvarlega og vilja stíga fastari skref,” segir Logi.
Samfylkingin Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira