Gagnrýnir stjórnlausa útgjaldaaukningu Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. október 2019 08:00 segir Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd. „Ríkisstjórnin segist vera að forgangsraða í mennta- og velferðarmálum. Auðvitað er mesta aukningin í milljörðum talið í þessum málaflokkum, enda eru þetta langstærstu útgjaldaliðirnir. En þegar við horfum á hlutfallslega aukningu eru þessir liðir langt undir meðaltali,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd. Þorsteinn segir það sláandi hversu mikil hlutfallsleg útgjaldaaukning sé til opinbera kerfisins og opinbers reksturs. Hann birtir í dag aðsenda grein á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, þar sem hann gagnrýnir hið vaxandi ríkisbákn. „Þetta er bara stjórnlaus útgjaldaaukning. Áhyggjuefnið er tvíþætt. Afkoma ríkissjóðs mun versna verulega nú þegar tekið er að hægja mjög á í hagkerfinu. Þá er bara spurning hvort við séum búin að ganga of langt í útgjaldaaukningunni. Mun ríkissjóður standa undir þessu með góðu móti á næstu árum án þess að hallinn verði verulegur?“ Með þessari útgjaldaaukningu sé búið að festa í sessi skattahækkanirnar sem urðu í tíð vinstristjórnarinnar. „Þær voru rökstuddar með því að skattstofnar hefðu dregist mikið saman. Nú er skattheimta 120 milljörðum meiri á ári hverju en hún hefði verið ef skattprósentur væru þær sömu og fyrir hrun.“ Atvinnulíf og heimili hefðu gott af innspýtingu sem fælist í skattalækkunum. Vegna útgjaldaaukningar sé hins vegar ekkert svigrúm til slíks. „Hér voru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem gagnrýndu mjög harkalega þessar skattahækkanir á sínum tíma. Þeir eru búnir að vera nær óslitið við völd síðan og hafa ekki gert annað heldur en í raun og veru hækkað skatta frekar.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
„Ríkisstjórnin segist vera að forgangsraða í mennta- og velferðarmálum. Auðvitað er mesta aukningin í milljörðum talið í þessum málaflokkum, enda eru þetta langstærstu útgjaldaliðirnir. En þegar við horfum á hlutfallslega aukningu eru þessir liðir langt undir meðaltali,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd. Þorsteinn segir það sláandi hversu mikil hlutfallsleg útgjaldaaukning sé til opinbera kerfisins og opinbers reksturs. Hann birtir í dag aðsenda grein á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, þar sem hann gagnrýnir hið vaxandi ríkisbákn. „Þetta er bara stjórnlaus útgjaldaaukning. Áhyggjuefnið er tvíþætt. Afkoma ríkissjóðs mun versna verulega nú þegar tekið er að hægja mjög á í hagkerfinu. Þá er bara spurning hvort við séum búin að ganga of langt í útgjaldaaukningunni. Mun ríkissjóður standa undir þessu með góðu móti á næstu árum án þess að hallinn verði verulegur?“ Með þessari útgjaldaaukningu sé búið að festa í sessi skattahækkanirnar sem urðu í tíð vinstristjórnarinnar. „Þær voru rökstuddar með því að skattstofnar hefðu dregist mikið saman. Nú er skattheimta 120 milljörðum meiri á ári hverju en hún hefði verið ef skattprósentur væru þær sömu og fyrir hrun.“ Atvinnulíf og heimili hefðu gott af innspýtingu sem fælist í skattalækkunum. Vegna útgjaldaaukningar sé hins vegar ekkert svigrúm til slíks. „Hér voru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem gagnrýndu mjög harkalega þessar skattahækkanir á sínum tíma. Þeir eru búnir að vera nær óslitið við völd síðan og hafa ekki gert annað heldur en í raun og veru hækkað skatta frekar.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira