Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2019 13:15 Kvittanirnar tvær sem bera með sér umrædda verðhækkun. KS Tugprósenta verðhækkun á tei er einangrað dæmi, að sögn vörustjóra Tes og kaffis. Verðlagsbreytingar undanfarinna ára séu skýringin. Viðskiptavinur Tes og kaffis vakti athygli á því að tiltekin te í 100 gramma pokum hefðu hækkað umtalsvert á rúmlega mánuði. Sýndi hann tvær kvittanir því til staðfestingar sem báðar urðu til eftir viðskipti við útibú Tes og kaffis í Kringlunni, þau fyrri áttu sér stað í lok ágúst og þau síðari í byrjun október. Kvittanirnar má sjá hér að ofan. Þær bera með sér að verð tegerðanna Pina Colada og Bora Bora, sem kostuðu 895 krónur í ágúst, hafði hækkað upp í 1095 krónur mánuði síðar. Mismunurinn er 200 krónur, sem samsvarar rúmlega 22 prósenta hækkun. Sunna Rós Dýrfjörð, vörustjóri Tes og kaffis, þekkti til hækkunarinnar þegar Vísir bar kvittanirnar undir hana. Skýringin sé sú að engar verðbreytingar hafi verið gerðar á umræddum tepokum undanfarin fjögur ár - „en á þessum tíma hafa bæði aðföng og laun hækkað töluvert,“ segir Sunna. Hún tekur þó fram að þessi hækkun sé einangrað dæmi. Te í 100 gramma pokum á kaffihúsum Tes og kaffis sé það eina sem hækkað hafi verið í verði að þessu sinni.Hefur þú tekið eftir sambærilegum verðbreytingum að undanförnu? Endilega sendu okkur ábendingu á netfangið ritstjorn@visir.is Neytendur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Sjá meira
Tugprósenta verðhækkun á tei er einangrað dæmi, að sögn vörustjóra Tes og kaffis. Verðlagsbreytingar undanfarinna ára séu skýringin. Viðskiptavinur Tes og kaffis vakti athygli á því að tiltekin te í 100 gramma pokum hefðu hækkað umtalsvert á rúmlega mánuði. Sýndi hann tvær kvittanir því til staðfestingar sem báðar urðu til eftir viðskipti við útibú Tes og kaffis í Kringlunni, þau fyrri áttu sér stað í lok ágúst og þau síðari í byrjun október. Kvittanirnar má sjá hér að ofan. Þær bera með sér að verð tegerðanna Pina Colada og Bora Bora, sem kostuðu 895 krónur í ágúst, hafði hækkað upp í 1095 krónur mánuði síðar. Mismunurinn er 200 krónur, sem samsvarar rúmlega 22 prósenta hækkun. Sunna Rós Dýrfjörð, vörustjóri Tes og kaffis, þekkti til hækkunarinnar þegar Vísir bar kvittanirnar undir hana. Skýringin sé sú að engar verðbreytingar hafi verið gerðar á umræddum tepokum undanfarin fjögur ár - „en á þessum tíma hafa bæði aðföng og laun hækkað töluvert,“ segir Sunna. Hún tekur þó fram að þessi hækkun sé einangrað dæmi. Te í 100 gramma pokum á kaffihúsum Tes og kaffis sé það eina sem hækkað hafi verið í verði að þessu sinni.Hefur þú tekið eftir sambærilegum verðbreytingum að undanförnu? Endilega sendu okkur ábendingu á netfangið ritstjorn@visir.is
Neytendur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Sjá meira