Volvo verður eingöngu rafbílaframleiðandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. október 2019 14:00 Volvo XC40 - fyrsti hreini rafbíll Volvo Motor1 Hakan Samuelsson yfirmaður hjá Volvo segir að markmið sænska framleiðandans sé að framleiða eingöngu rafbíla innan 20 ára. Hann segir að nákvæm tímalína skýrist eftir óskum neytenda. Volvo kynnti nýlega fyrsta 100% rafbílinn sinn, sem er XC40 Recharge. Næsta markmið Volvo á vegferðinni er að rafbílar verði helmingur seldra Volvo bíla fyrir árið 2025. Nýr rafbíll verður kynntur á hverju ári þangað til 2025 og allir nýjir bílar munu vera með einhverjum rafaflgjafa. Eins ætlar Volvo að gera verksmiðjur sínar umhverfisvænni og tryggja að þær gangi eingöngu fyrir endurnýjanlegri orku fyrir 2025.„Þeir sem ákveða þetta á endanum eru neytendur. Því hærra hlutfall rafbíla sem keypt er því fyrr munum við loka á brunahreyfils framleiðsluna. Ef einungis lítið hlutfall seldra bíla eru brunahreyfils bílar þá hættum við sennilega fyrr að framleiða þá,“ sagði Samuelsson í samtali við AutoCar.co.uk. Volvo hefur ekki staðfest hvaða bíll verður næstur í röð rafvæðingar. Fyrirtækið hefur hins vegar ákveðið að gefa ekki út sérstakar tegundir rafbíla heldur bjóða rafútfærslur af þeim tegundum sem fyrirtækið framleiðir nú þegar. Bílar Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Volvo ætlar að setja skynjara í bíla til að stöðva ölvunarakstur Tölva bílsins gæti hægt á honum eða stöðvað skynjaði hann að ökumaðurinn væri ölvaður, þreyttur eða annars hugar. 20. mars 2019 22:50 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent
Hakan Samuelsson yfirmaður hjá Volvo segir að markmið sænska framleiðandans sé að framleiða eingöngu rafbíla innan 20 ára. Hann segir að nákvæm tímalína skýrist eftir óskum neytenda. Volvo kynnti nýlega fyrsta 100% rafbílinn sinn, sem er XC40 Recharge. Næsta markmið Volvo á vegferðinni er að rafbílar verði helmingur seldra Volvo bíla fyrir árið 2025. Nýr rafbíll verður kynntur á hverju ári þangað til 2025 og allir nýjir bílar munu vera með einhverjum rafaflgjafa. Eins ætlar Volvo að gera verksmiðjur sínar umhverfisvænni og tryggja að þær gangi eingöngu fyrir endurnýjanlegri orku fyrir 2025.„Þeir sem ákveða þetta á endanum eru neytendur. Því hærra hlutfall rafbíla sem keypt er því fyrr munum við loka á brunahreyfils framleiðsluna. Ef einungis lítið hlutfall seldra bíla eru brunahreyfils bílar þá hættum við sennilega fyrr að framleiða þá,“ sagði Samuelsson í samtali við AutoCar.co.uk. Volvo hefur ekki staðfest hvaða bíll verður næstur í röð rafvæðingar. Fyrirtækið hefur hins vegar ákveðið að gefa ekki út sérstakar tegundir rafbíla heldur bjóða rafútfærslur af þeim tegundum sem fyrirtækið framleiðir nú þegar.
Bílar Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Volvo ætlar að setja skynjara í bíla til að stöðva ölvunarakstur Tölva bílsins gæti hægt á honum eða stöðvað skynjaði hann að ökumaðurinn væri ölvaður, þreyttur eða annars hugar. 20. mars 2019 22:50 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent
Volvo ætlar að setja skynjara í bíla til að stöðva ölvunarakstur Tölva bílsins gæti hægt á honum eða stöðvað skynjaði hann að ökumaðurinn væri ölvaður, þreyttur eða annars hugar. 20. mars 2019 22:50