Van Dijk um átta stiga forskotið í deildinni: „Höfum engu að tapa“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. október 2019 11:30 Hollendingurinn hefur verið magnaður í vörn Liverpool. vísir/getty Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, settist niður með fréttakonunni Laura Woods frá Sky Sports og ræddi við hana um forystu Liverpool í deildinni og stórleikinn gegn Man. United á sunnudaginn. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir leikinn á sunnudaginn en liðið hefur byrjað leiktíðina frábærlega og unnið alla átta leikina í deildinni það sem af er. Hollendingurinn segir þó að hann sjái pressuna meira á Manchester City sem ríkjandi meistara en fjölmiðlar séu á öðru máli. „Við höfum engu að tapa. Manchester City eru meistarar og þeir eru að verja titilinn og okkur langar til að vinna hann. Í mínum augum þurfum við bara elta hann,“ sagði Pochettino. „Pressan verður meiri en hún kemur úr fjölmiðlum. Þeir elska að setja meiri pressu á okkur og það er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Ég er ekki að hugsa um hvað aðrir eru að segja. Ég vil bara vinna þá leiki sem eru framundan.“ „Við þurfum að njóta þess að vera á toppnum og vera mjög einbeittir. Sérstaklega hvernig við höfum unnið síðustu leiki þar sem við höfum ekki verið að spila vel en höfum náð í sigra.“"So far, we have been doing well but Man City are definitely not going away." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2019 „Það eru svo margir leikir eftir og þú getur ekki strax byrjað að hugsa um að vinna deildina. Það er ekki raunverulegt. Við ættum ekki að gera það og erum ekki að gera það en það er betra að vera í þessari stöðu en ekki,“ sagði Hollendingurinn. Man. City hefur tapað tveimur leikjum það sem af er leiktíðinni en varnarmaðurinn segist ekki horfa á leiki þeirra. Þó fái hann skilaboð ef eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim. „Ég horfi ekki á leikina hjá Manchester City en ég á fjölskyldu og vini sem senda mér skilaboð, sérstaklega eftir Wolves leikinn. Það er partur af lífinu en við lærðum frá síðustu leiktíð að við getum ekki verið að horfa á aðra. Hingað til höfum við gert vel en Man. City er ekki langt undan.“ „Hungrið að vinna titla er enn meira núna en það var áður en við unnum Meistaradeildina. Allir vilja upplifa það aftur. Þetta var svo frábært kvöld með allri uppbyggingunni sem hófst í leiknum gegn Barcelona á heimavelli,“ sagði Van Dijk. Leikur Man. United og Liverpool verður spilaður á Old Trafford á sunnudaginn en flautað verður til leiks klukkan 15.30. Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, settist niður með fréttakonunni Laura Woods frá Sky Sports og ræddi við hana um forystu Liverpool í deildinni og stórleikinn gegn Man. United á sunnudaginn. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir leikinn á sunnudaginn en liðið hefur byrjað leiktíðina frábærlega og unnið alla átta leikina í deildinni það sem af er. Hollendingurinn segir þó að hann sjái pressuna meira á Manchester City sem ríkjandi meistara en fjölmiðlar séu á öðru máli. „Við höfum engu að tapa. Manchester City eru meistarar og þeir eru að verja titilinn og okkur langar til að vinna hann. Í mínum augum þurfum við bara elta hann,“ sagði Pochettino. „Pressan verður meiri en hún kemur úr fjölmiðlum. Þeir elska að setja meiri pressu á okkur og það er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Ég er ekki að hugsa um hvað aðrir eru að segja. Ég vil bara vinna þá leiki sem eru framundan.“ „Við þurfum að njóta þess að vera á toppnum og vera mjög einbeittir. Sérstaklega hvernig við höfum unnið síðustu leiki þar sem við höfum ekki verið að spila vel en höfum náð í sigra.“"So far, we have been doing well but Man City are definitely not going away." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2019 „Það eru svo margir leikir eftir og þú getur ekki strax byrjað að hugsa um að vinna deildina. Það er ekki raunverulegt. Við ættum ekki að gera það og erum ekki að gera það en það er betra að vera í þessari stöðu en ekki,“ sagði Hollendingurinn. Man. City hefur tapað tveimur leikjum það sem af er leiktíðinni en varnarmaðurinn segist ekki horfa á leiki þeirra. Þó fái hann skilaboð ef eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim. „Ég horfi ekki á leikina hjá Manchester City en ég á fjölskyldu og vini sem senda mér skilaboð, sérstaklega eftir Wolves leikinn. Það er partur af lífinu en við lærðum frá síðustu leiktíð að við getum ekki verið að horfa á aðra. Hingað til höfum við gert vel en Man. City er ekki langt undan.“ „Hungrið að vinna titla er enn meira núna en það var áður en við unnum Meistaradeildina. Allir vilja upplifa það aftur. Þetta var svo frábært kvöld með allri uppbyggingunni sem hófst í leiknum gegn Barcelona á heimavelli,“ sagði Van Dijk. Leikur Man. United og Liverpool verður spilaður á Old Trafford á sunnudaginn en flautað verður til leiks klukkan 15.30.
Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira