Tiger Woods ætlar sér að keppa á Ólympíuleikunum á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2019 10:30 Tiger Woods. Getty/Andrew Redington Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er með það markmið að keppa um Ólympíugull á ÓL í Tókýó næsta sumar en hann missti af síðustu leikum vegna meiðsla. Golf var aftur með á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 eftir 112 ára fjarveru. Woods þurfti að gangast undir fjórar bakaðgerðir á árunum 2014 til 2017 og var ekki leikfær á leikunum í Ríó. Woods átti aftur á móti eftirminnilega endurkomu í hóp þeirra bestu á þessu ári og vann Mastersmótið meðal annars í apríl.Tiger Woods says next year's Tokyo Olympics are a "big goal". More ➡ https://t.co/bkmv3wOkq5pic.twitter.com/y7iJItcKvL — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019„Að keppa á Ólympíuleikum er stórt markmið hjá mér,“ sagði Tiger Woods sem hefur unnið allt á sínum golfferli nema Ólympíugull. Sigurinn á Mastersmótinu var fimmtándi risatitill hans. „Ég sé mig ekki fá fleiri tækifæri en á næsta ári. Eftir fjögur ár þá verð ég orðinn 48 ára gamall,“ sagði Tiger en bætti við: „Það verður erfitt að vera einn af bestu bandarísku kylfingunum á þeim aldri,“ sagði Woods. Fimmtán bestu kylfingar heimsins komast á Ólympíuleikana en hver þjóð getur þó ekki verið með fleiri en fjóra keppendur. Hinir sextíu keppendurnir koma síðan frá þjóðum sem eiga ekki fleiri en tvo keppendur meðal þeirra fimmtán bestu. Þær þjóðir mega þó aðeins vera með tvo keppendur hver. Tiger Woods er eins og er í níunda sæti á heimslistanum en hins vegar eru fimm Bandaríkjamenn fyrir ofan hann á heimslistanum. Bretinn Justin Rose vann Ólympíugullið á leikunum í Ríó árið 2016. „Ég fór á mína fyrstu Ólympíuleika þegar þeir fóru fram í Los Angeles árið 1984. Golf var ekki inn á leikunum í öll þessi ár en nú gefst þar kjörið tækifæri fyrir okkur kylfinga til að hjálpa íþróttinni okkar að vaxa enn frekar. Ég vil fá að vera hluti af því,“ sagði Tiger. Það er ljóst að ef Tiger Woods verður með á ÓL í Tókýó þá mun það stórauka áhuga manna á golfkeppni Ólympíuleikanna og skapa um leið allt aðra umgjörð um keppnina en á leikunum 2016 þegar margir af bestu kylfingum heims vildu ekki vera með. Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er með það markmið að keppa um Ólympíugull á ÓL í Tókýó næsta sumar en hann missti af síðustu leikum vegna meiðsla. Golf var aftur með á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 eftir 112 ára fjarveru. Woods þurfti að gangast undir fjórar bakaðgerðir á árunum 2014 til 2017 og var ekki leikfær á leikunum í Ríó. Woods átti aftur á móti eftirminnilega endurkomu í hóp þeirra bestu á þessu ári og vann Mastersmótið meðal annars í apríl.Tiger Woods says next year's Tokyo Olympics are a "big goal". More ➡ https://t.co/bkmv3wOkq5pic.twitter.com/y7iJItcKvL — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019„Að keppa á Ólympíuleikum er stórt markmið hjá mér,“ sagði Tiger Woods sem hefur unnið allt á sínum golfferli nema Ólympíugull. Sigurinn á Mastersmótinu var fimmtándi risatitill hans. „Ég sé mig ekki fá fleiri tækifæri en á næsta ári. Eftir fjögur ár þá verð ég orðinn 48 ára gamall,“ sagði Tiger en bætti við: „Það verður erfitt að vera einn af bestu bandarísku kylfingunum á þeim aldri,“ sagði Woods. Fimmtán bestu kylfingar heimsins komast á Ólympíuleikana en hver þjóð getur þó ekki verið með fleiri en fjóra keppendur. Hinir sextíu keppendurnir koma síðan frá þjóðum sem eiga ekki fleiri en tvo keppendur meðal þeirra fimmtán bestu. Þær þjóðir mega þó aðeins vera með tvo keppendur hver. Tiger Woods er eins og er í níunda sæti á heimslistanum en hins vegar eru fimm Bandaríkjamenn fyrir ofan hann á heimslistanum. Bretinn Justin Rose vann Ólympíugullið á leikunum í Ríó árið 2016. „Ég fór á mína fyrstu Ólympíuleika þegar þeir fóru fram í Los Angeles árið 1984. Golf var ekki inn á leikunum í öll þessi ár en nú gefst þar kjörið tækifæri fyrir okkur kylfinga til að hjálpa íþróttinni okkar að vaxa enn frekar. Ég vil fá að vera hluti af því,“ sagði Tiger. Það er ljóst að ef Tiger Woods verður með á ÓL í Tókýó þá mun það stórauka áhuga manna á golfkeppni Ólympíuleikanna og skapa um leið allt aðra umgjörð um keppnina en á leikunum 2016 þegar margir af bestu kylfingum heims vildu ekki vera með.
Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti