Spegill, spegill herm þú mér Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. október 2019 07:00 Bretland er á hliðinni og þjóðin klofin í herðar niður. Það er ekki Brexit og yfirvofandi lyfjaskortur í landinu sem veldur. Það er ekki heldur hræðilegur stríðsrekstur úti í heimi þar sem lítil börn eru sprengd upp sem framkallar bræðina. Og ekki heldur er það klassísk átakalínan í höllinni, nú milli Meghan og Kate, sem fólk deilir um. Bretland er á hliðinni vegna Instagram-stríðs eiginkvenna tveggja fótboltamanna. Deilan snýst um upplýsingaleka af Instagram-reikningi Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney. Sem áhrifavaldur birtir Coleen þar myndir og pælingar, uppskriftir og mjúkt klám og uppsker mikið lof fyrir. Eins og áhrifavalda er siður er þar að finna fjölmargar og ritstýrðar myndir af rassinum á henni, og það þótt rassinn virðist reyndar bara mikill miðlungsrass. Enda eru ekki einu sinni fótboltamenn á Englandi myndarlegir og konurnar þeirra þar af leiðandi kannski ekki heldur.Instagram-stríðið Alltaf hvíldi þó einhver skuggi yfir Instagram-síðunni og Coleen hafði lengi vikið frá sér óþægilegum hugsunum. Hana grunaði að svikari leyndist í samfélagi hennar á Instagram og með tímanum hafði ónotatilfinning hennar vaxið og orðið að grunsemdum. Grunsemdirnar blómguðust og sá tími kom að þær urðu að rannsókn og tálbeituaðgerð. Þegar svo var komið mátti Coleen búa við það að færslur hennar á Instagram enduðu reglulega í The Sun. Gat verið að á meðal vina hennar væri svikari sem lak færslum hennar í fjölmiðla? Coleen brást hárrétt við í erfiðri stöðu. Sem áhrifavaldur með sjálfsvirðingu setti hún út falsfréttir mánuðum saman til að svæla svikarann út. Í þaulhugsaðri tálbeituaðgerðinni fikraði hún sig smátt og smátt áfram. Í rannsóknum telur auðvitað ekkert eins og að kunna þá list að bíða. Hún fækkaði smátt og smátt í hópi viðtakenda (án þeirra vitneskju) til þess að hafa uppi á kjaftaskinum. Fréttirnar voru meðal annars af því að Rooney-hjónin væru í Mexíkó í svokallaðri„baby gender selection treatment“, aðrar af því að hún væri með sjónvarpsþátt í bígerð og loks fréttir af því að kjallarinn í húsi þeirra hjóna læki. Að lokum stóð aðeins einn aðili eftir eftir og færsla sem aðeins hún sá rataði í fjölmiðla. Coleen upplýsti ekki aðeins um svikin heldur einnig um það að svikarinn væri Rebakah Vardy. Vardy er eiginkona Jamie Vardy, en maður hennar hefur rétt eins og maður Coleen verið landsliðsmaður. Málið varðar því þjóðarhagsmuni. Vardy hefur að vísu neitað sök og hefur ráðið til sín sérfræðinga í netrannsóknum. Fréttatilkynningar hennar bera með sér að vörn hennar byggi á því að Instagram-reikningur hennar sé hafður fyrir rangri sök. Þung orð hafa fallið um svik Rebakah Vardy sem hefur þurft að greiða makleg málagjöld fyrir syndir sínar með því að sæta dynjandi skömmum og níðskap á netinu. Almannatenglar hafa borist á banaspjótum en sem stendur er staða Vardy nokkuð þröng. Þetta mál ætlar að reynast henni brekka. Coleen er aftur á móti ný þjóðhetja og breska pressan metur stöðu hennar á pari við stöðu Hugh Grant í Love Actually þegar breski forsætisráðherrann lét bandaríska forsetann heyra það. Þrátt fyrir að breska lekamálið teljist nú upplýst skilur þessi nútímaharmleikur eftir sig spurningar.WAGatha Christie Svarið við spurningunni um hvort svikari leyndist meðal vina var eins og í öllum alvöru harmleikjum vitaskuld, já. Auðvitað var svikari. Það er alltaf svikari. Skellurinn veldur því að breska þjóðin skilur að nú þarf að fara fram sársaukafullt uppgjör. Eiginkonur og kærustur fótboltamanna í Bretlandi (wifes and girlfriends) eru kallaðar WAG’S og Coleen hefur með listilegri tálbeituaðgerð sinni fengið titilinn WAGatha Christie. Breskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga um ekkert annað mál fjallað. Þeir hafa rækt hlutverk sitt af alúð og sagt þjóðinni allt og meira til um málið. Önnur mál bíða. Leikarar í öðrum harmleikjum heimsins verða að þjást og deyja í kyrrþey á meðan. Saga fótboltaeiginkvennanna er kannski grískur harmleikur okkar daga, þar sem svik komast upp um síðir, hér með því að söguhetjan felur sig bakvið gluggatjöld og heyrir ráðabruggið. Coleen heyrði svikarana hvíslast á um launráð og svældi svikarann út. Auðvitað er þessi harmleikur dálítið sniðugur og mátulega dramatískur og ég játa að ég hef fylgst vandræðalega mikið með málinu. Það er eitthvað við furðuleg bresk hneykslismál sem lokkar og kitlar. Instagram-sagan er vissulega saga svika, uppgjöra og að lokum sigurs. En hún er líka spegill þjóðar. „Sýndu mér fræga fólkið þitt og ég skal segja þér hver þjóðin er.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Bretland er á hliðinni og þjóðin klofin í herðar niður. Það er ekki Brexit og yfirvofandi lyfjaskortur í landinu sem veldur. Það er ekki heldur hræðilegur stríðsrekstur úti í heimi þar sem lítil börn eru sprengd upp sem framkallar bræðina. Og ekki heldur er það klassísk átakalínan í höllinni, nú milli Meghan og Kate, sem fólk deilir um. Bretland er á hliðinni vegna Instagram-stríðs eiginkvenna tveggja fótboltamanna. Deilan snýst um upplýsingaleka af Instagram-reikningi Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney. Sem áhrifavaldur birtir Coleen þar myndir og pælingar, uppskriftir og mjúkt klám og uppsker mikið lof fyrir. Eins og áhrifavalda er siður er þar að finna fjölmargar og ritstýrðar myndir af rassinum á henni, og það þótt rassinn virðist reyndar bara mikill miðlungsrass. Enda eru ekki einu sinni fótboltamenn á Englandi myndarlegir og konurnar þeirra þar af leiðandi kannski ekki heldur.Instagram-stríðið Alltaf hvíldi þó einhver skuggi yfir Instagram-síðunni og Coleen hafði lengi vikið frá sér óþægilegum hugsunum. Hana grunaði að svikari leyndist í samfélagi hennar á Instagram og með tímanum hafði ónotatilfinning hennar vaxið og orðið að grunsemdum. Grunsemdirnar blómguðust og sá tími kom að þær urðu að rannsókn og tálbeituaðgerð. Þegar svo var komið mátti Coleen búa við það að færslur hennar á Instagram enduðu reglulega í The Sun. Gat verið að á meðal vina hennar væri svikari sem lak færslum hennar í fjölmiðla? Coleen brást hárrétt við í erfiðri stöðu. Sem áhrifavaldur með sjálfsvirðingu setti hún út falsfréttir mánuðum saman til að svæla svikarann út. Í þaulhugsaðri tálbeituaðgerðinni fikraði hún sig smátt og smátt áfram. Í rannsóknum telur auðvitað ekkert eins og að kunna þá list að bíða. Hún fækkaði smátt og smátt í hópi viðtakenda (án þeirra vitneskju) til þess að hafa uppi á kjaftaskinum. Fréttirnar voru meðal annars af því að Rooney-hjónin væru í Mexíkó í svokallaðri„baby gender selection treatment“, aðrar af því að hún væri með sjónvarpsþátt í bígerð og loks fréttir af því að kjallarinn í húsi þeirra hjóna læki. Að lokum stóð aðeins einn aðili eftir eftir og færsla sem aðeins hún sá rataði í fjölmiðla. Coleen upplýsti ekki aðeins um svikin heldur einnig um það að svikarinn væri Rebakah Vardy. Vardy er eiginkona Jamie Vardy, en maður hennar hefur rétt eins og maður Coleen verið landsliðsmaður. Málið varðar því þjóðarhagsmuni. Vardy hefur að vísu neitað sök og hefur ráðið til sín sérfræðinga í netrannsóknum. Fréttatilkynningar hennar bera með sér að vörn hennar byggi á því að Instagram-reikningur hennar sé hafður fyrir rangri sök. Þung orð hafa fallið um svik Rebakah Vardy sem hefur þurft að greiða makleg málagjöld fyrir syndir sínar með því að sæta dynjandi skömmum og níðskap á netinu. Almannatenglar hafa borist á banaspjótum en sem stendur er staða Vardy nokkuð þröng. Þetta mál ætlar að reynast henni brekka. Coleen er aftur á móti ný þjóðhetja og breska pressan metur stöðu hennar á pari við stöðu Hugh Grant í Love Actually þegar breski forsætisráðherrann lét bandaríska forsetann heyra það. Þrátt fyrir að breska lekamálið teljist nú upplýst skilur þessi nútímaharmleikur eftir sig spurningar.WAGatha Christie Svarið við spurningunni um hvort svikari leyndist meðal vina var eins og í öllum alvöru harmleikjum vitaskuld, já. Auðvitað var svikari. Það er alltaf svikari. Skellurinn veldur því að breska þjóðin skilur að nú þarf að fara fram sársaukafullt uppgjör. Eiginkonur og kærustur fótboltamanna í Bretlandi (wifes and girlfriends) eru kallaðar WAG’S og Coleen hefur með listilegri tálbeituaðgerð sinni fengið titilinn WAGatha Christie. Breskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga um ekkert annað mál fjallað. Þeir hafa rækt hlutverk sitt af alúð og sagt þjóðinni allt og meira til um málið. Önnur mál bíða. Leikarar í öðrum harmleikjum heimsins verða að þjást og deyja í kyrrþey á meðan. Saga fótboltaeiginkvennanna er kannski grískur harmleikur okkar daga, þar sem svik komast upp um síðir, hér með því að söguhetjan felur sig bakvið gluggatjöld og heyrir ráðabruggið. Coleen heyrði svikarana hvíslast á um launráð og svældi svikarann út. Auðvitað er þessi harmleikur dálítið sniðugur og mátulega dramatískur og ég játa að ég hef fylgst vandræðalega mikið með málinu. Það er eitthvað við furðuleg bresk hneykslismál sem lokkar og kitlar. Instagram-sagan er vissulega saga svika, uppgjöra og að lokum sigurs. En hún er líka spegill þjóðar. „Sýndu mér fræga fólkið þitt og ég skal segja þér hver þjóðin er.“
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun