Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. október 2019 09:00 Björgvin ásamt félaga sínum Robert Haug hjá Skjern. Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. Björgvin Páll hefur verið samanlagt í ellefu ár í atvinnumennsku en nú er mál að linni. Hann flytur heim ásamt fjölskyldunni næsta sumar og að þessu sinni eru þau alkomin. Hann mun setja punkt fyrir aftan atvinnumannaferilinn í sumar. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég ákveð að koma heim núna. Meðal annars að ég vil verða betri markvörður og einnig til þess að rækta sálina, vinina og fjölskylduna betur,“ segir Björgvin Páll en hann lék síðast á Íslandi árið 2017 með Haukum. Það var stutt stopp hjá honum.Spila lengur en Guðjón Valur „Þá spilaði ég mikið en ég hef ekki verið að fá of mörg tækifæri hér úti síðustu misseri. Ef ég kem heim fæ ég að spila og lengi ferilinn því ég vil spila að minnsta kosti í tíu ár í viðbót. Ég á tíu góð ár eftir og ég get ekki hætt yngri en Guðjón Valur,“ sagði hinn 34 ára gamli Björgvin Páll léttur.Björgvin í leik með Haukum þar sem hann fór á kostum.vísir/vilhelmÞað verður væntanlega enginn skortur á áhuga á markverðinum hér heima en liggur eitthvað fyrir í hvaða lið Björgvin ætlar að fara? „Nei, ég hef verið að halda þessari ákvörðun fyrir mig hingað til. Ég ætla að leyfa þessu að gerast og spá í hvaða félög henta mér. Ég gerði það líka síðast og hafði þá beint samband við Haukana. Í dag sé ekki beint núna hvaða lið hentar mér best og ég ætla að láta þetta bara koma til mín.“ Í Danmörku hefur Björgvin Páll mætt nokkru mótlæti og spiltíminn oft á tíðum af mjög skornum skammti. Hann hefur reynt að taka mótlætinu vel og á jákvæðan hátt.Mikilvægara að vera góð manneskja „Svipað og á síðasta ári er ég með markmannsfélaga sem er ungur og mjög efnilegur. Hann þarf á stuðningi að halda. Ég hef sett fókusinn mikið á að hjálpa félaganum og hann er búinn að vera frábær það sem af er. Það sem að skiptir liðið mestu máli að heildarmarkvarlsan sé í lagi, ekki hver spilar mínúturnar en saman höfum við varið yfir 36 prósent það sem af er deildinni,“ segir markvörðurinn jákvæður. „Þessi hugsun telst kannski eðileg en er ekki algeng þegar kemur að atvinnumennsku þar sem að eins manns dauði er annars brauð er oft ríkjandi. Það sama ekki við um Skjern og okkar lið. Sjálfur hef ég þroskast mikið síðustu ár og verið að fást við hluti sem að gerði það það verkum að ég hef lagt mikinn fókus í að fylgja eftir mínum gildum. Þau eru að það er mér mikilvægara að vera góð manneskja en góður í handbolta.“ Björgvin mun tala opinskátt um þessa hluti í bók sem hann er að gefa út en hún heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. „Ég er að opna mig með alls konar hluti í fortíðinni og nútíðinni. Margir munu skilja marga hluti hjá mér betur er þeir lesa hana.“ Handbolti Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. Björgvin Páll hefur verið samanlagt í ellefu ár í atvinnumennsku en nú er mál að linni. Hann flytur heim ásamt fjölskyldunni næsta sumar og að þessu sinni eru þau alkomin. Hann mun setja punkt fyrir aftan atvinnumannaferilinn í sumar. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég ákveð að koma heim núna. Meðal annars að ég vil verða betri markvörður og einnig til þess að rækta sálina, vinina og fjölskylduna betur,“ segir Björgvin Páll en hann lék síðast á Íslandi árið 2017 með Haukum. Það var stutt stopp hjá honum.Spila lengur en Guðjón Valur „Þá spilaði ég mikið en ég hef ekki verið að fá of mörg tækifæri hér úti síðustu misseri. Ef ég kem heim fæ ég að spila og lengi ferilinn því ég vil spila að minnsta kosti í tíu ár í viðbót. Ég á tíu góð ár eftir og ég get ekki hætt yngri en Guðjón Valur,“ sagði hinn 34 ára gamli Björgvin Páll léttur.Björgvin í leik með Haukum þar sem hann fór á kostum.vísir/vilhelmÞað verður væntanlega enginn skortur á áhuga á markverðinum hér heima en liggur eitthvað fyrir í hvaða lið Björgvin ætlar að fara? „Nei, ég hef verið að halda þessari ákvörðun fyrir mig hingað til. Ég ætla að leyfa þessu að gerast og spá í hvaða félög henta mér. Ég gerði það líka síðast og hafði þá beint samband við Haukana. Í dag sé ekki beint núna hvaða lið hentar mér best og ég ætla að láta þetta bara koma til mín.“ Í Danmörku hefur Björgvin Páll mætt nokkru mótlæti og spiltíminn oft á tíðum af mjög skornum skammti. Hann hefur reynt að taka mótlætinu vel og á jákvæðan hátt.Mikilvægara að vera góð manneskja „Svipað og á síðasta ári er ég með markmannsfélaga sem er ungur og mjög efnilegur. Hann þarf á stuðningi að halda. Ég hef sett fókusinn mikið á að hjálpa félaganum og hann er búinn að vera frábær það sem af er. Það sem að skiptir liðið mestu máli að heildarmarkvarlsan sé í lagi, ekki hver spilar mínúturnar en saman höfum við varið yfir 36 prósent það sem af er deildinni,“ segir markvörðurinn jákvæður. „Þessi hugsun telst kannski eðileg en er ekki algeng þegar kemur að atvinnumennsku þar sem að eins manns dauði er annars brauð er oft ríkjandi. Það sama ekki við um Skjern og okkar lið. Sjálfur hef ég þroskast mikið síðustu ár og verið að fást við hluti sem að gerði það það verkum að ég hef lagt mikinn fókus í að fylgja eftir mínum gildum. Þau eru að það er mér mikilvægara að vera góð manneskja en góður í handbolta.“ Björgvin mun tala opinskátt um þessa hluti í bók sem hann er að gefa út en hún heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. „Ég er að opna mig með alls konar hluti í fortíðinni og nútíðinni. Margir munu skilja marga hluti hjá mér betur er þeir lesa hana.“
Handbolti Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira