Samningur um meðferðarstofnun í Krýsuvík til endurskoðunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. október 2019 12:15 Meðferðarheimili Krýsuvíkursamtakanna er rekið í Krýsuvík Vísir Félagsmálaráðherra hefur samning Krýsuvíkursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið í Krýsuvík til endurskoðunar. Ungu maður svipti sig lífi í húsnæði meðferðarheimilisins nýverið en enginn starfsmaður var á staðnum þegar komið var að honum. Krýsuvíkursamtökin hafa rekið meðferðarheimili fyrir átján einstaklinga í Krýsuvík. Um langtímaþjónustu er að ræða fyrir fólk með áfengis- eða vímuefnavanda. Skjólstæðingar eiga það sameiginlega að hafa reynt bata en ekki tekist. Málefni meðferðarheimilisins voru mikið í umræðunni á síðasta ári sem DV fjallaði ítarlega um. Þar voru bornar upp sakir um fjármálaóreiðu, óttastjórnun og óeðlileg samskipti þáverandi forstöðumanns og annarra starfsmanna við skjólstæðinga. Engin heilbrigðismenntaður starfsmaður vinnur á meðferðarstöðinni og eru starfsmenn einungis við á dagvinnutíma. Það er að eftir klukkan fjögur síðdegis og til klukkan átta að morgni, á virkum dögum og um helgar eru skjólstæðingar einir í húsinu. Krýsuvíkursamtökin hafa fengið 120 milljónir til reksturs heimilisins frá hinu opinbera. Nýverið svipti ungur maður sig lífi á staðnum. Enginn starfsmaður var til staðar og komu aðrir skjólstæðingar að honum. Andlátið var hvorki tilkynnt til Landlæknisembættisins né heilbrigðis- eða félagsmálayfirvalda. Landlæknisembættið gerði úttekt á meðferðarheimilinu árið 2016 og í niðurstöðum var meðal annars sett út á mönnun, sem þótti ófullnægjandi sem og vinnulag varðandi gæði og öryggi. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að enginn starfsmaður væri til staðar utan dagvinnu tíma og fyrirkomulagið sagt óásættanlegt. Fréttastofan hefur skoðað málefni meðferðarheimilisins síðustu daga og ekki liggur fyrir að brugðist hafi verið við athugasemdum Landlæknis. Í svari upplýsingarfulltrúa Landlæknisembættisins, til fréttastofu, kemur fram að í dag sé meðferðarstöðin álitin félagslegt úrræði en ekki heilbrigðisstofnun og því sé ekkert eftirlit á vegum heilbrigðisyfirvalda. Vegna þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið vegna rekstursins meðferðarheimilisins hafa yfirvöld aðeins gert skammtímasamning við Krýsuvíkursamtökin. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra undirritaði samkomulag um áframhaldandi rekstur í lok júní, sem gildir til loka þessa árs. Endurskoðun hann á að fara fram nú í október. Félagsmál Fíkn Grindavík Heilbrigðismál Meðferðarheimili Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur samning Krýsuvíkursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið í Krýsuvík til endurskoðunar. Ungu maður svipti sig lífi í húsnæði meðferðarheimilisins nýverið en enginn starfsmaður var á staðnum þegar komið var að honum. Krýsuvíkursamtökin hafa rekið meðferðarheimili fyrir átján einstaklinga í Krýsuvík. Um langtímaþjónustu er að ræða fyrir fólk með áfengis- eða vímuefnavanda. Skjólstæðingar eiga það sameiginlega að hafa reynt bata en ekki tekist. Málefni meðferðarheimilisins voru mikið í umræðunni á síðasta ári sem DV fjallaði ítarlega um. Þar voru bornar upp sakir um fjármálaóreiðu, óttastjórnun og óeðlileg samskipti þáverandi forstöðumanns og annarra starfsmanna við skjólstæðinga. Engin heilbrigðismenntaður starfsmaður vinnur á meðferðarstöðinni og eru starfsmenn einungis við á dagvinnutíma. Það er að eftir klukkan fjögur síðdegis og til klukkan átta að morgni, á virkum dögum og um helgar eru skjólstæðingar einir í húsinu. Krýsuvíkursamtökin hafa fengið 120 milljónir til reksturs heimilisins frá hinu opinbera. Nýverið svipti ungur maður sig lífi á staðnum. Enginn starfsmaður var til staðar og komu aðrir skjólstæðingar að honum. Andlátið var hvorki tilkynnt til Landlæknisembættisins né heilbrigðis- eða félagsmálayfirvalda. Landlæknisembættið gerði úttekt á meðferðarheimilinu árið 2016 og í niðurstöðum var meðal annars sett út á mönnun, sem þótti ófullnægjandi sem og vinnulag varðandi gæði og öryggi. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að enginn starfsmaður væri til staðar utan dagvinnu tíma og fyrirkomulagið sagt óásættanlegt. Fréttastofan hefur skoðað málefni meðferðarheimilisins síðustu daga og ekki liggur fyrir að brugðist hafi verið við athugasemdum Landlæknis. Í svari upplýsingarfulltrúa Landlæknisembættisins, til fréttastofu, kemur fram að í dag sé meðferðarstöðin álitin félagslegt úrræði en ekki heilbrigðisstofnun og því sé ekkert eftirlit á vegum heilbrigðisyfirvalda. Vegna þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið vegna rekstursins meðferðarheimilisins hafa yfirvöld aðeins gert skammtímasamning við Krýsuvíkursamtökin. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra undirritaði samkomulag um áframhaldandi rekstur í lok júní, sem gildir til loka þessa árs. Endurskoðun hann á að fara fram nú í október.
Félagsmál Fíkn Grindavík Heilbrigðismál Meðferðarheimili Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira