Föllnu flugkóngarnir selja villurnar sínar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2019 11:45 2 föll 2 flugfélög. Líklega er óhætt að fullyrða að tvær glæsilegustu eignirnar á fasteignamarkaðnum hér á landi þessa dagana séu glæsihýsi fallinna flugkónga. Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta í fyrrahaust, og Valgerður Franklínsdóttir hafa sett einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 á sölu en eignin er skráð á Valgerði. Húsið hefur verið á söluskrá frá 6. september. Í síðustu viku bættist við önnur glæsileg eign þegar glæsihýsi Skúla Mogensen fyrrverandi forstjóra WOW air við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi var auglýst til sölu. Þar dugði engin venjuleg íslensk fasteignasala heldur er eignin auglýst til sölu á vefsíðunni Oceanvillaiceland.com, sem eingöngu virðist stofnuð utan um sölu hússins með erlendan markað í huga. Arion banki er með um fjögur hundruð króna veð í húsinu. Skotsilfur Fréttablaðsins hafði eftir heimildum sínum í ágúst að ásett verð Skúla á eignina væri um 700 milljónir króna. Fasteignamat eignarinnar er 261 milljón. Arion banki á veð í eigninni sem nemur hátt í 400 milljónum króna. Eins og margir vita fór WOW air í þrot í mars síðastliðnum. Dýrasta hús Íslandssögunnar Vísir ræddi við fasteignasalann Karl Lúðvíksson og hefur hann skoðað eignirnar tvær vel og vandlega á netinu.Karl er fær fasteignasali hér á landi.„Húsið hans Skúla er algjörlega einstakt hvað varðar hönnun, staðsetningu og lóðina. Uppsett verð er samt sem áður bara uppsett verð og ekkert er meira virði en það sem fólk er tilbúið að borga fyrir. Er markaðurinn fyrir þetta hús á sjö hundruð milljónir á Íslandi? Það er hæpið,“ segir Karl og bætir við að mögulega sé hópurinn hér á landi sem hefur tök á því að kaupa slíka eign undir tíu manns. „Og hvað eru margir af þessum tíu að leita sér að sjö hundruð milljóna króna húsi í dag? Það er kannski ástæðan fyrir því að hann er að leita út fyrir landssteinana.“ Karl segir að ef maður skoði sambærilegar eignir eins og eignina við Sólvallagötu og skoði hvað hafi verið að seljast síðastliðið ár þá „hafa eignir verið að seljast á 200 til 300 milljónir en þær eru ekki margar. Það er alltaf bara spurning hver sé á markaðnum sem er tilbúinn að kaupa eign á þessu verðbili í dag,“ segir Karl. Hann bætir við að það geti tekið mjög langan tíma að selja svona eignir. „Menn óska oft eftir tilboði þar sem það er rosalega erfitt að meta hvað yfir fjögur hundruð fermetra eign er mikils virði. Það er bara verið að fiska eftir tilboðum. Er einhver tilbúinn að gera mér eitthvað tilboð sem er kannski langt umfram væntingar? Sennilega er líklegra að tilboðið sé samt sem áður undir væntingum. Ef húsið hans Skúla selst á sjö hundruð milljónir er þetta klárlega dýrasta íbúðareign Íslandssögunnar.“Er tími fyrir þolinmæði? Karl segist vita um tvær eignir sem seldust á síðasta ári og það á rúmlega þrjú hundruð milljónir. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og Eyrún Lind Magnúsdóttir eiginkona hans keyptu Sólvallagötu 10 í ágúst síðastliðnum. Eignin var áður í eigu feðganna Símons I. Kjærnested og sonar hans Stefán Kjærnested. Þeir hafa komist í fréttirnar fyrir leigu á húsnæði án tilskilinna leyfa. Samkvæmt heimildum Vísi seldist húsið á rúmlega 300 milljónir króna. „Ef maður skoðar samt bara markaðinn eru ekki margir á eftir húsum fyrir mörg hundruð milljónir. Þetta selst á endanum en það er oft spurning hvað þú ert þolinmóður og hvað þú hefur efni á að bíða lengi. Miðað við umrotið hjá báðum þessum aðilum á flugmarkaði, og ef húsin eru jafnvel eitthvað veðsett, þá horfir maður auðvitað á það þegar maður er að fá tilboð í eignina.“ Eignin á Sólvallagötu þykir glæsilegt hús í Reykjavík en húsið hefur allt verið endurnýjað á síðustu árum, bæði að utan og innan, auk þess sem lóð var endurgerð og nýr bílskúr byggður. Húsið er 540 fermetrar og var byggt árið 1928. Í því eru 7 svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Óskað er eftir tilboði en fasteignamat eignarinnar er 201 milljón. Í húsinu er sérútbúinn vínkjallari með föstum sérsmíðuðum innréttingum og rakatæki en hægt er að sjá myndir sem teknar eru af eigninni á fasteignavefnum á Vísi. Hús og heimili Reykjavík Seltjarnarnes Tengdar fréttir Glæsihýsi Skúla Mogensen á Seltjarnarnesi auglýst til sölu Húsið er auglýst til sölu á vefsíðunni Oceanvillaiceland.com. 15. október 2019 08:07 TravelCo úr höndum Andra Más til Arion banka Arion banki hefur eignast allt hlutafé í TravelCo hf. og hyggst finna félaginu nýja framtíðareigendur svo fljótt sem auðið er. 20. júní 2019 18:21 Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12 Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 770 milljóna tap vegna gjaldþrots Primera Gjaldþrot flugfélagsins Primera Air reyndist ferðaskrifstofunni Heimsferðum þungt í uppgjör síðasta árs. 4. september 2019 11:59 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Líklega er óhætt að fullyrða að tvær glæsilegustu eignirnar á fasteignamarkaðnum hér á landi þessa dagana séu glæsihýsi fallinna flugkónga. Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta í fyrrahaust, og Valgerður Franklínsdóttir hafa sett einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 á sölu en eignin er skráð á Valgerði. Húsið hefur verið á söluskrá frá 6. september. Í síðustu viku bættist við önnur glæsileg eign þegar glæsihýsi Skúla Mogensen fyrrverandi forstjóra WOW air við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi var auglýst til sölu. Þar dugði engin venjuleg íslensk fasteignasala heldur er eignin auglýst til sölu á vefsíðunni Oceanvillaiceland.com, sem eingöngu virðist stofnuð utan um sölu hússins með erlendan markað í huga. Arion banki er með um fjögur hundruð króna veð í húsinu. Skotsilfur Fréttablaðsins hafði eftir heimildum sínum í ágúst að ásett verð Skúla á eignina væri um 700 milljónir króna. Fasteignamat eignarinnar er 261 milljón. Arion banki á veð í eigninni sem nemur hátt í 400 milljónum króna. Eins og margir vita fór WOW air í þrot í mars síðastliðnum. Dýrasta hús Íslandssögunnar Vísir ræddi við fasteignasalann Karl Lúðvíksson og hefur hann skoðað eignirnar tvær vel og vandlega á netinu.Karl er fær fasteignasali hér á landi.„Húsið hans Skúla er algjörlega einstakt hvað varðar hönnun, staðsetningu og lóðina. Uppsett verð er samt sem áður bara uppsett verð og ekkert er meira virði en það sem fólk er tilbúið að borga fyrir. Er markaðurinn fyrir þetta hús á sjö hundruð milljónir á Íslandi? Það er hæpið,“ segir Karl og bætir við að mögulega sé hópurinn hér á landi sem hefur tök á því að kaupa slíka eign undir tíu manns. „Og hvað eru margir af þessum tíu að leita sér að sjö hundruð milljóna króna húsi í dag? Það er kannski ástæðan fyrir því að hann er að leita út fyrir landssteinana.“ Karl segir að ef maður skoði sambærilegar eignir eins og eignina við Sólvallagötu og skoði hvað hafi verið að seljast síðastliðið ár þá „hafa eignir verið að seljast á 200 til 300 milljónir en þær eru ekki margar. Það er alltaf bara spurning hver sé á markaðnum sem er tilbúinn að kaupa eign á þessu verðbili í dag,“ segir Karl. Hann bætir við að það geti tekið mjög langan tíma að selja svona eignir. „Menn óska oft eftir tilboði þar sem það er rosalega erfitt að meta hvað yfir fjögur hundruð fermetra eign er mikils virði. Það er bara verið að fiska eftir tilboðum. Er einhver tilbúinn að gera mér eitthvað tilboð sem er kannski langt umfram væntingar? Sennilega er líklegra að tilboðið sé samt sem áður undir væntingum. Ef húsið hans Skúla selst á sjö hundruð milljónir er þetta klárlega dýrasta íbúðareign Íslandssögunnar.“Er tími fyrir þolinmæði? Karl segist vita um tvær eignir sem seldust á síðasta ári og það á rúmlega þrjú hundruð milljónir. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og Eyrún Lind Magnúsdóttir eiginkona hans keyptu Sólvallagötu 10 í ágúst síðastliðnum. Eignin var áður í eigu feðganna Símons I. Kjærnested og sonar hans Stefán Kjærnested. Þeir hafa komist í fréttirnar fyrir leigu á húsnæði án tilskilinna leyfa. Samkvæmt heimildum Vísi seldist húsið á rúmlega 300 milljónir króna. „Ef maður skoðar samt bara markaðinn eru ekki margir á eftir húsum fyrir mörg hundruð milljónir. Þetta selst á endanum en það er oft spurning hvað þú ert þolinmóður og hvað þú hefur efni á að bíða lengi. Miðað við umrotið hjá báðum þessum aðilum á flugmarkaði, og ef húsin eru jafnvel eitthvað veðsett, þá horfir maður auðvitað á það þegar maður er að fá tilboð í eignina.“ Eignin á Sólvallagötu þykir glæsilegt hús í Reykjavík en húsið hefur allt verið endurnýjað á síðustu árum, bæði að utan og innan, auk þess sem lóð var endurgerð og nýr bílskúr byggður. Húsið er 540 fermetrar og var byggt árið 1928. Í því eru 7 svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Óskað er eftir tilboði en fasteignamat eignarinnar er 201 milljón. Í húsinu er sérútbúinn vínkjallari með föstum sérsmíðuðum innréttingum og rakatæki en hægt er að sjá myndir sem teknar eru af eigninni á fasteignavefnum á Vísi.
Hús og heimili Reykjavík Seltjarnarnes Tengdar fréttir Glæsihýsi Skúla Mogensen á Seltjarnarnesi auglýst til sölu Húsið er auglýst til sölu á vefsíðunni Oceanvillaiceland.com. 15. október 2019 08:07 TravelCo úr höndum Andra Más til Arion banka Arion banki hefur eignast allt hlutafé í TravelCo hf. og hyggst finna félaginu nýja framtíðareigendur svo fljótt sem auðið er. 20. júní 2019 18:21 Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12 Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 770 milljóna tap vegna gjaldþrots Primera Gjaldþrot flugfélagsins Primera Air reyndist ferðaskrifstofunni Heimsferðum þungt í uppgjör síðasta árs. 4. september 2019 11:59 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Glæsihýsi Skúla Mogensen á Seltjarnarnesi auglýst til sölu Húsið er auglýst til sölu á vefsíðunni Oceanvillaiceland.com. 15. október 2019 08:07
TravelCo úr höndum Andra Más til Arion banka Arion banki hefur eignast allt hlutafé í TravelCo hf. og hyggst finna félaginu nýja framtíðareigendur svo fljótt sem auðið er. 20. júní 2019 18:21
Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12
Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15
770 milljóna tap vegna gjaldþrots Primera Gjaldþrot flugfélagsins Primera Air reyndist ferðaskrifstofunni Heimsferðum þungt í uppgjör síðasta árs. 4. september 2019 11:59