B-manneskjan þarf að þröngva sér inn í ramma A-manneskjunnar og fær því styttri svefn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2019 22:45 Erla Björnsdóttir er doktor í sálfræði. Hún hefur rannsakað svefn mikið og er meðal annars stjórnarformaður og stofnandi Betri svefns. Hinar svokölluðu B-manneskjur, nátthrafnar sem fara seint að sofa, þurfa að þröngva sér inn í ramma A-manneskjunnar sem fer snemma að sofa og vaknar einnig snemma. Þar af leiðandi fær B-manneskjan styttri svefn en A-manneskjan, að sögn Erlu Björnsdóttur, doktors í sálfræði, sem hefur mikið rannsakað svefn. Rætt var við Erlu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort önnur týpan, A eða B, fengi alla jafna betri svefn en hin. Erla sagði rannsóknir hafa sýnt að B-týpan eigi oft svolítið erfitt uppdráttar því samfélagið sé mjög sniðið að A-manneskjunni, með til dæmis hinum klassíska 8-4-vinnudegi. „Það er einhvern veginn viðurkenndara að fara snemma að sofa og fara snemma á fætur. Við tengjum það oft dugnaði og atorku að taka daginn snemma. En að sjálfsögðu er alveg hægt að afkasta jafnmiklu þó svo að við byrjum ekki að vinna fyrr en 11 og vinnum lengur yfir daginn. Það kannski er ekki alveg jafn viðurkennt samfélagslega og þess vegna þurfa þessar B-týpur einhvern veginn að þröngva sér inn í þennan ramma A-manneskjunnar en eru samt að fara seint að sofa og fá þar af leiðandi styttri svefn,“ sagði Erla.Regla og rútína það mikilvægasta fyrir góðan svefn Hún sagði reglu og rútínu mikilvægasta til að ná góðum svefni. „Fara á sama tíma að sofa og á sama tíma á fætur flesta daga vikunnar og að skapa sér rólega rútínu í kringum svefninn. Rólega rútínu á kvöldin og sömuleiðis ákveðna rútínu á morgnana þegar við erum að koma okkur fram úr því sumir eiga erfitt með það líka. Þannig að rútína og regla er það sem er allra best en það er kannski ekki endilega einfalt að ná því.“ Þannig er það til dæmis vitað að fólk sem vinnur vaktavinnu glímir frekar við svefnvanda en aðrir. „Þau eru að sofa að meðaltali minna en aðrir þannig að þetta er oft aðeins flóknara þegar við erum að skoða vaktavinnufólk. Það sem við byrjum yfirleitt á að gera er að búa til einhverja reglu í óreglunni þannig að við séum allavega alltaf að sofa jafnlengi sama á hvernig vöktum við erum og reyna að forgangsraða svefninum sérstaklega þegar við eigum frí eða þegar við erum að vinna dagvaktir því það eru helst þessar næturvaktir sem eru að hafa áhrif á svefninn. Við sofum ekki eins vel á daginn eftir næturvakt, svefninn er styttri, oft grynnri og minna endurnærandi,“ sagði Erla. Aðspurð hvernig þetta væri svo fyrir fólk sem vinnur einungis á næturnar sagði Erla að það væri kannski hægt að venjast því ef mynstrið væri alltaf eins. „Það sem er kannski verst fyrir okkur er að vera sífellt að flakka með tímana en svo er það misjafnt hvernig fólk plumar sig í vaktavinnu og sumum hentar þetta bara mjög vel. Það virðist vera að fólk sem eru nátthrafnar, þessar B-týpur, að þær eiga yfirleitt auðveldar með að aðlagast breytilegum vinnutíma og sækja jafnvel frekar í vaktavinnu þannig að áhrifin eru ekki þau sömu á alla.“ Viðtalið við Erlu má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofan neðan. Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hinar svokölluðu B-manneskjur, nátthrafnar sem fara seint að sofa, þurfa að þröngva sér inn í ramma A-manneskjunnar sem fer snemma að sofa og vaknar einnig snemma. Þar af leiðandi fær B-manneskjan styttri svefn en A-manneskjan, að sögn Erlu Björnsdóttur, doktors í sálfræði, sem hefur mikið rannsakað svefn. Rætt var við Erlu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort önnur týpan, A eða B, fengi alla jafna betri svefn en hin. Erla sagði rannsóknir hafa sýnt að B-týpan eigi oft svolítið erfitt uppdráttar því samfélagið sé mjög sniðið að A-manneskjunni, með til dæmis hinum klassíska 8-4-vinnudegi. „Það er einhvern veginn viðurkenndara að fara snemma að sofa og fara snemma á fætur. Við tengjum það oft dugnaði og atorku að taka daginn snemma. En að sjálfsögðu er alveg hægt að afkasta jafnmiklu þó svo að við byrjum ekki að vinna fyrr en 11 og vinnum lengur yfir daginn. Það kannski er ekki alveg jafn viðurkennt samfélagslega og þess vegna þurfa þessar B-týpur einhvern veginn að þröngva sér inn í þennan ramma A-manneskjunnar en eru samt að fara seint að sofa og fá þar af leiðandi styttri svefn,“ sagði Erla.Regla og rútína það mikilvægasta fyrir góðan svefn Hún sagði reglu og rútínu mikilvægasta til að ná góðum svefni. „Fara á sama tíma að sofa og á sama tíma á fætur flesta daga vikunnar og að skapa sér rólega rútínu í kringum svefninn. Rólega rútínu á kvöldin og sömuleiðis ákveðna rútínu á morgnana þegar við erum að koma okkur fram úr því sumir eiga erfitt með það líka. Þannig að rútína og regla er það sem er allra best en það er kannski ekki endilega einfalt að ná því.“ Þannig er það til dæmis vitað að fólk sem vinnur vaktavinnu glímir frekar við svefnvanda en aðrir. „Þau eru að sofa að meðaltali minna en aðrir þannig að þetta er oft aðeins flóknara þegar við erum að skoða vaktavinnufólk. Það sem við byrjum yfirleitt á að gera er að búa til einhverja reglu í óreglunni þannig að við séum allavega alltaf að sofa jafnlengi sama á hvernig vöktum við erum og reyna að forgangsraða svefninum sérstaklega þegar við eigum frí eða þegar við erum að vinna dagvaktir því það eru helst þessar næturvaktir sem eru að hafa áhrif á svefninn. Við sofum ekki eins vel á daginn eftir næturvakt, svefninn er styttri, oft grynnri og minna endurnærandi,“ sagði Erla. Aðspurð hvernig þetta væri svo fyrir fólk sem vinnur einungis á næturnar sagði Erla að það væri kannski hægt að venjast því ef mynstrið væri alltaf eins. „Það sem er kannski verst fyrir okkur er að vera sífellt að flakka með tímana en svo er það misjafnt hvernig fólk plumar sig í vaktavinnu og sumum hentar þetta bara mjög vel. Það virðist vera að fólk sem eru nátthrafnar, þessar B-týpur, að þær eiga yfirleitt auðveldar með að aðlagast breytilegum vinnutíma og sækja jafnvel frekar í vaktavinnu þannig að áhrifin eru ekki þau sömu á alla.“ Viðtalið við Erlu má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofan neðan.
Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira