Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2019 19:30 Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. Úr amfetamínvökva- eða basa fæst svokallað amfetamínsúlfat sem er blandað íblöndunarefni áður en efnið fer í dreifingu sem amfetamín. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum getur verið nokkuð flókið að finna vökvann þegar hann er fluttur inn til landsins. Af honum er ekki sama lykt og á síðustu árum hafa komið upp nokkur mál þar sem vökvinn er falinn á frumlegan hátt. „Þetta er flutt inn í ýmsum ílátum. Þess vegna vínflöskum eða einhverju öðru," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Innflutningurinn virðist þó hafa stóraukist miðað við magnið sem tollayfirvöld í Keflavík hafa haldlagt á síðustu árum. Árið 2016 var lagt hald á 292 ml. og árið 2017 var lagt hald á 700 ml. Í fyrra var magnið 1.750 ml. en það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 2.460 ml.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Nokkra sérþekkingu þarf til að vinna efnið er unnið úr vökvanum og er það gert í svokölluðum amfetamínverksmiðjum hér á landi. Úr honum verður til margfalt magn í formi afmetamíns. „Þumalfingurareglan gæti verið sú að úr einum lítra geta orðið til fjögur kíló af amfetamíni í þurru formi eða í töfluformi og þá er styrkleikinn í kringum þrjátíu prósent. Á götunni gæti þetta verið með um 10 prósent styrkleika þannig að það er hægt að fá úr þessu um tíu til tólf kíló," segir Ólafur. Magnið sem hefur verið haldlagt á þessu ári hefði því til að mynda getað orðið að um tuttugu og fimm kílóum af amfetamíni. Ólafur segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um umfangsmeiri starfsemi í verksmiðjum hér á landi þrátt fyrir aukinn innflutning á vökvanum. „Áhyggjuefnið er að sjálfsögðu að það er greinilegt að eftirspurnin er fyrir hendi og það gefur okkur hvata til að fylgjast eins vel með og við getum," segir Ólafur. Fíkn Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. Úr amfetamínvökva- eða basa fæst svokallað amfetamínsúlfat sem er blandað íblöndunarefni áður en efnið fer í dreifingu sem amfetamín. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum getur verið nokkuð flókið að finna vökvann þegar hann er fluttur inn til landsins. Af honum er ekki sama lykt og á síðustu árum hafa komið upp nokkur mál þar sem vökvinn er falinn á frumlegan hátt. „Þetta er flutt inn í ýmsum ílátum. Þess vegna vínflöskum eða einhverju öðru," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Innflutningurinn virðist þó hafa stóraukist miðað við magnið sem tollayfirvöld í Keflavík hafa haldlagt á síðustu árum. Árið 2016 var lagt hald á 292 ml. og árið 2017 var lagt hald á 700 ml. Í fyrra var magnið 1.750 ml. en það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 2.460 ml.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Nokkra sérþekkingu þarf til að vinna efnið er unnið úr vökvanum og er það gert í svokölluðum amfetamínverksmiðjum hér á landi. Úr honum verður til margfalt magn í formi afmetamíns. „Þumalfingurareglan gæti verið sú að úr einum lítra geta orðið til fjögur kíló af amfetamíni í þurru formi eða í töfluformi og þá er styrkleikinn í kringum þrjátíu prósent. Á götunni gæti þetta verið með um 10 prósent styrkleika þannig að það er hægt að fá úr þessu um tíu til tólf kíló," segir Ólafur. Magnið sem hefur verið haldlagt á þessu ári hefði því til að mynda getað orðið að um tuttugu og fimm kílóum af amfetamíni. Ólafur segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um umfangsmeiri starfsemi í verksmiðjum hér á landi þrátt fyrir aukinn innflutning á vökvanum. „Áhyggjuefnið er að sjálfsögðu að það er greinilegt að eftirspurnin er fyrir hendi og það gefur okkur hvata til að fylgjast eins vel með og við getum," segir Ólafur.
Fíkn Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira