Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 13:30 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að annir í þinginu hafi ekki verið þess eðlis að hann teldi tilefni til að kalla inn varamann. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, er varamaður Ólafs. Vísir/samsett Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. Ólafur var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu kosningum en gekk í raðir Miðflokksins eftir að honum var vikið úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða. Það þýðir að varamaður Ólafs er Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi úr Flokki fólksins.DV greinir fyrst frá en í samtali við Vísi segir Ólafur að veikindin hafi borið brátt að. Hann hafi verið lagður inn á spítala 23. september og honum hafi verið ráðlagt af læknum að fara í veikindaleyfi. Hann hafi aftur á móti ekki talið tilefni til að kalla inn varamann. „Það eru ekki þannig annir á Alþingi um þetta leyti að ég sæi neina ástæðu til þess,“ segir Ólafur sem nú er mættur aftur til starfa. Hann segir þó að skrifstofa þingsins hafi verið upplýst um stöðuna eftir að hann var lagður inn. Hann kveðst telja að aðal tilefnið til að kalla inn varamenn sé þegar það eru miklar starfsannir í þinginu og mikilvægar atkvæðagreiðslur. Þá segist hann jafnframt hafa viljað sýna gott fordæmi með tilliti til sparnaðar í opinberum fjármálum enda sé kostnaðarsamt að kalla inn varaþingmenn. „Það hefur verið hvatt til þess af hálfu yfirstjórnar þingsins að menn væru ekki að kalla inn varamenn að óþörfu,“ segir Ólafur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að honum hafi ekki verið kunnugt um það fyrr en nýlega að Ólafur hafi glímt við veikindi. Ólafur hafi ekki tilkynnt honum sjálfum sérstaklega um það þótt hann hafi verið talsvert fjarverandi. Steingrímur segir að engin sérstök tímamörk séu fyrir hendi um það hversu lengi þingmenn geti verið fjarverandi án þess að fara í veikindaleyfi eða kalli inn varamann. Í sjálfu sér sé það undir viðkomandi þingmanni og þingflokki hans komið að taka ákvörðun um það. Séu menn lengi í burtu geti það kallað á meiri vinnu fyrir aðra í þingflokknum. „Það er óvenjulegt að það sé mjög lengi og algengara, ef menn eru veikir í langan tíma, er að vara í veikindaleyfi,“ segir Steingrímur, sem að öðru leyti kveðst lítið hafa að segja um tilfelli Ólafs Ísleifssonar. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. Ólafur var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu kosningum en gekk í raðir Miðflokksins eftir að honum var vikið úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða. Það þýðir að varamaður Ólafs er Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi úr Flokki fólksins.DV greinir fyrst frá en í samtali við Vísi segir Ólafur að veikindin hafi borið brátt að. Hann hafi verið lagður inn á spítala 23. september og honum hafi verið ráðlagt af læknum að fara í veikindaleyfi. Hann hafi aftur á móti ekki talið tilefni til að kalla inn varamann. „Það eru ekki þannig annir á Alþingi um þetta leyti að ég sæi neina ástæðu til þess,“ segir Ólafur sem nú er mættur aftur til starfa. Hann segir þó að skrifstofa þingsins hafi verið upplýst um stöðuna eftir að hann var lagður inn. Hann kveðst telja að aðal tilefnið til að kalla inn varamenn sé þegar það eru miklar starfsannir í þinginu og mikilvægar atkvæðagreiðslur. Þá segist hann jafnframt hafa viljað sýna gott fordæmi með tilliti til sparnaðar í opinberum fjármálum enda sé kostnaðarsamt að kalla inn varaþingmenn. „Það hefur verið hvatt til þess af hálfu yfirstjórnar þingsins að menn væru ekki að kalla inn varamenn að óþörfu,“ segir Ólafur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að honum hafi ekki verið kunnugt um það fyrr en nýlega að Ólafur hafi glímt við veikindi. Ólafur hafi ekki tilkynnt honum sjálfum sérstaklega um það þótt hann hafi verið talsvert fjarverandi. Steingrímur segir að engin sérstök tímamörk séu fyrir hendi um það hversu lengi þingmenn geti verið fjarverandi án þess að fara í veikindaleyfi eða kalli inn varamann. Í sjálfu sér sé það undir viðkomandi þingmanni og þingflokki hans komið að taka ákvörðun um það. Séu menn lengi í burtu geti það kallað á meiri vinnu fyrir aðra í þingflokknum. „Það er óvenjulegt að það sé mjög lengi og algengara, ef menn eru veikir í langan tíma, er að vara í veikindaleyfi,“ segir Steingrímur, sem að öðru leyti kveðst lítið hafa að segja um tilfelli Ólafs Ísleifssonar.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira