Fjölskyldufríið breyttist í óskiljanlegan harmleik Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2019 08:39 Frá vettvangi slyssins á laugardag. Vísir/LHG Hrint hefur verið af stað söfnun fyrir bandaríska fjölskyldu sem lenti í bílslysi á Snæfellsnesi á laugardag. Einn fjölskyldumeðlimanna, hinn sautján ára Zachary Zabatta, lést í slysinu. Vefmiðillinn Patch.com greinir frá og vísar í GoFundMe-söfnun sem efnt var til í gær. Þar segir að Zabatta-fjölskyldan, fimm manna fjölskylda sem búsett er í bænum New Hyde Park í New York-ríki, hafi verið í fríi á Íslandi þegar hún lenti í hryllilegu bílslysi á laugardag. „12. október 2019 var sorgardagur í lífi Zabatta-fjölskyldunnar. Fjölskyldufríið til Íslands breyttist í óskiljanlegan harmleik.“ Slysið varð á Snæfellsnesvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi síðdegis á laugardag. Sjúkrabílar frá Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi voru kallaðir út og í kjölfarið var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Sonurinn Zachary, sem var á lokaári sínu í framhaldsskóla, lést í slysinu og yngsta dóttirin er jafnframt sögð alvarlega slösuð. Þá segir á söfnunarsíðunni að Zabatta-hjónin og dætur þeirra tvær hafi enn ekki verið útskrifuð af sjúkrahúsi eftir slysið og óljóst sé hvenær þau komist heim. Þá sé fjölskyldan jafnframt í miklum metum í samfélaginu heima fyrir. Því hafi verið ákveðið að hrinda söfnuninni af stað til að standa straum af kostnaði, m.a. vegna læknisþjónustu, ferðarinnar heim og jarðarfarar. Þegar hafa safnast nær áttatíu þúsund Bandaríkjadalir, eða um tíu milljónir íslenskra króna. Vísir hefur sent skipuleggjendum söfnunarinnar fyrirspurn vegna málsins.Skólinn í áfalli Zachary gekk í Saint Mary‘s-framhaldsskólann í New Hyde Park. Skólinn minnist hans í færslu sem birt var á Facebook í fyrradag. Þar er Zachary lýst sem framúrskarandi nemenda og mikilvægum samfélagsþegn. „Við erum öll í áfalli þessa stundina. Þessi harmleikur er skelfilegur missir, sérstaklega fyrir unga fólkið okkar.“ Lögregla á Vesturlandi varðist allra fregna af slysinu þegar Vísir leitaði eftir því í morgun. Samkvæmt fyrri fréttum af slysinu voru fjórir í bílnum fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, þar af tveir alvarlega slasaðir. Sá fimmti var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl. Eyja- og Miklaholtshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32 Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52 Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Hrint hefur verið af stað söfnun fyrir bandaríska fjölskyldu sem lenti í bílslysi á Snæfellsnesi á laugardag. Einn fjölskyldumeðlimanna, hinn sautján ára Zachary Zabatta, lést í slysinu. Vefmiðillinn Patch.com greinir frá og vísar í GoFundMe-söfnun sem efnt var til í gær. Þar segir að Zabatta-fjölskyldan, fimm manna fjölskylda sem búsett er í bænum New Hyde Park í New York-ríki, hafi verið í fríi á Íslandi þegar hún lenti í hryllilegu bílslysi á laugardag. „12. október 2019 var sorgardagur í lífi Zabatta-fjölskyldunnar. Fjölskyldufríið til Íslands breyttist í óskiljanlegan harmleik.“ Slysið varð á Snæfellsnesvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi síðdegis á laugardag. Sjúkrabílar frá Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi voru kallaðir út og í kjölfarið var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Sonurinn Zachary, sem var á lokaári sínu í framhaldsskóla, lést í slysinu og yngsta dóttirin er jafnframt sögð alvarlega slösuð. Þá segir á söfnunarsíðunni að Zabatta-hjónin og dætur þeirra tvær hafi enn ekki verið útskrifuð af sjúkrahúsi eftir slysið og óljóst sé hvenær þau komist heim. Þá sé fjölskyldan jafnframt í miklum metum í samfélaginu heima fyrir. Því hafi verið ákveðið að hrinda söfnuninni af stað til að standa straum af kostnaði, m.a. vegna læknisþjónustu, ferðarinnar heim og jarðarfarar. Þegar hafa safnast nær áttatíu þúsund Bandaríkjadalir, eða um tíu milljónir íslenskra króna. Vísir hefur sent skipuleggjendum söfnunarinnar fyrirspurn vegna málsins.Skólinn í áfalli Zachary gekk í Saint Mary‘s-framhaldsskólann í New Hyde Park. Skólinn minnist hans í færslu sem birt var á Facebook í fyrradag. Þar er Zachary lýst sem framúrskarandi nemenda og mikilvægum samfélagsþegn. „Við erum öll í áfalli þessa stundina. Þessi harmleikur er skelfilegur missir, sérstaklega fyrir unga fólkið okkar.“ Lögregla á Vesturlandi varðist allra fregna af slysinu þegar Vísir leitaði eftir því í morgun. Samkvæmt fyrri fréttum af slysinu voru fjórir í bílnum fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, þar af tveir alvarlega slasaðir. Sá fimmti var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl.
Eyja- og Miklaholtshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32 Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52 Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32
Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52
Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56